Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 10
144 Æ G I R Tafla IV. Skipting aflans á þorskveiðum eftir verkunaraðferðum. Hagnýting: 1948 °/o 1947 °/o 1946 °/ o 1. Fiskur, isvarinn: a. i útflutningsskip 3.1 0.7 17.4 b. afli fiskiskipa útfluttur af þeiin 55.4 33.8 27.3 2. Fiskur til frystingar 29.5 33.1 37.1 3. Fiskur til herzlu 0.0 0.0 0.4 4. Fiskur til niðursuðu 0.0 0.1 0.4 5. Fiskur i salt 10.9 31.1 16.1 6. Fiskur til neyzlu innanl. .. 1.1 1.2 1.3 Samtals 100.0 100.0 100.0 eða um 330 þús. smál. á móti 512 þús. smál. Síðan fór aflamagnið vaxandi næstu tvö ár þar á eftir, en á árinu 1948 kom aft- urkippur í þessa þróun, þar sem aflainagn- ið varð nú heldur minna en það hafði verið árið áður, eða alls 467 528 945 kg (samanber töflu III). Var það um 9x/2 þús. smál. minna en árið 1947, en þó var þetta ár hið þriðja í röðinni, hvað aflamagn snertir. Það er hér eins og fyrri daginn, að síldveiðarnar hafa langmest áhrif á breyt- ingar aflamagnsins, en vegna þess hve mjög sumarsíldveiðarnar brugðust, varð síldaraflinn miklu minni á árinu, þrátt fyrir vetrarsildveiðarnar, en verið hafði árið 1947, eða um 66 þús. smál. minni. Hins vegar varð nokkur aukning á þorsafl- anum svo sem við mátti búast. Var þorsk- aflinn að þessu sinni 57 þús. smál. meiri en árið áður, en það samsvarar um 22% aukningu. Þessi tiltölulega mikla aukning á þorskaflanum á rætur sínar að rekja til vaxandi afla togaranna, vegna þeirrar miklu aukningar, sem varð á þeim skipa- stól á árinu 1948 og þar áður, og mun nán- ar verða komið að því síðar í yfirliti þessu. Þetta orsaltaði allmikla breytingu á þeim hlutföllum, sem venjulega hafa verið á milli þorsks og síldar í heildaraflanum, en mjög oft hefur hluti þessara tveggja fisktegunda verið svipaður, þ. e. a. s. síld- arinnar annars vegar og þeirra fiskteg- unda, sem veiðast á þorskveiðunum hins vegar, en þó var á árinu 1947 allverulega mikill hluti heildaraflans sild. Var sildin að þessu sinni aðeins rúml. 38%, en hafði verið 45,6% af heildaraflanum árið áður. Þegar stundaðar eru aðrar veiðar en síldveiðar, er að sjálfsögðu langmestur hluti aflans þorskur, en þó getur þetta ver- ið nokkuð breytilegt frá ári til árs, þar sem mismunandi er hversu mikið kapp er lagt á veiði sumra annarra fisktegunda, svo sem karfa og' ufsa. Hefur hér orðið all- mikil breyting á frá árinu áður, en þá nam hluti þorsksins um 70%, en hefur nú lækk- að niður í 56%. Hins vegar hafa tvær aðr- ar fisktegundir, þ. e. a. s. karfi og ufsi, aukizt mjög, þannig að hluti þeirra í afl- anum verður: karfi 8% á móti 3,8% árið áður og ufsi 20% á móti 12% árið áður. Hins vegar er ýsuaflinn hlutfallslega hinn sami og árið áður, þótt magnið hafi nokk- uð aukizt. Á þessu ári aflaðist af karfa rúml. 25 þús. smál., og er það rúml. 2% sinnum meira en árið áður, og mun karfa- aflinn ekki hafa verið meiri í annan tima. Af ufsa var aflinn rúml. 66 þús. smál., en tæplega 32 þús. smál. árið áður og er þar það sama að segja og með karfann, að ufsaaflinn hefur ekki verið meiri áður. Einnig varð allmikil aukning á steinbíts- aflanum, eða úr 6Y2 þús. sinál. upp í 13 þús. sinál. Af öðrum fisktegundum var hlutfallslega svipað magn og árið áður. Þessi mikla breyting á samsetningu aflans á rót sína að rekja til togaraaflans, en þvi nær allur karfa- og ufsaaflinn kom frá togurunum. Byggist það á brejdtum mögu- leikum til afsetningar á þeim afla, þegar samið var um sölu á togarafiski til Þýzka- lands, svo sem nánar mun verða skýrt síðar. Skipting aflans eftir árstíðum og mán- uðum varð einnig töluvert með öðrum hætti en verið liafði árið áður, sem stafar af því, að síldveiðarnar brugðust svo mjög um sumarið sem raun var á, en hins vegar gætti vetrarsíldveiðanna i janúar og febrú- ar nú mjög í aflanum á þeim tíma ársins. Þegar síldveiðar hafa verið með eðlilegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.