Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Síða 11

Ægir - 01.08.1949, Síða 11
Æ G I R 145 hætti á sumrin, hefur júlímánuður eða ágúst vanalega verið aflahæsti mánuður- inn, en að þessi sinni voru það mánuðirnir janúar og febrúar, og þó var febrúar hæst- ur með um 14,6% af heildaraflanum yfir árið. Hins vegar voru síldveiðimánuðirnir uin sumarið júlí og ágúst samanlagt að- eins með 17,6% af heildaraflanum, en árið áður hafði júlí verið með nær 20% af heild- araflanum. Rétt er þó hér að greina í sundur þorsk- veiðarnar og síldveiðarnar og athuga livort fyrir sig. Ef litið er á þorskveiðarnar fyrst, þá kemur í ljós, að á vetrarvertíðinni, sem telst lokið í maí, kom á land 51,2% af heildaraflanum á þorskveiðunum. Árið áð- ur hafði mestur aflinn verið í marzmánuði, eða rúml. 21%, en hins vegar var apríl þá mjög aflarýr, eða aðeins 10% af heildar- aflanum. Á seinni helming ársins kom tæplega 40% af aflanum á land og skiptist mjög jafnt á alla mánuðina, eða frá 5,3% í desember upp í 7,9% i nóvember, en hinir mánuðirnir voru þar á milli. Gætir þess hér meira en áður, að togurunum hefur fjölgað svo mjög og afli þeirra aukizt sem raun cr á, en þeir stunda veiðar allan ársins hring. Hins vegar er aðal þorskveiðitími bátaflotans á vetrarvertíðinni, en utan þess tíma er tiltölulega lítið um aðrar veiðar þess flota en sildveiðar, að undantekinni litils háttar veiði smærri báta á sumrin og svo litils háttar liaustveiði. Á árinu 1947 fór fyrst að gæta verulega vetrarsíldáráflans í síldveiðunum og var þá allmikill hluti af heildarafla á síldveið- um fenginn á þeim tíma, eða í mánuðunum janúar til marz og þó einkum í nóvember og desember, þannig að sumarsíldveið- innar gætti þá minna í heildaraflanum. Þetta varð enn meira áberandi á árinu 1948, þegar rúml. 62% af síldaraflanum var veitt utan sumarsíldveiðanna, eða 60,9% á tímabilinu janúar til marz, þó að- allega í janúar og febrúar og 1,4% í des- embermánuði, en hins vegar aðeins 37,3 % um sumarið. Hluti sumarsíldarinnar í veiðinni árið áður hafði numið 58%, svo að hann var að þessu sinni enn minni, enda heildaraflinn mun minni Ef athugaðar eru hinar einstöku fisk- tegundir, sem verulega þýðingu hafa innan þorskveiðanna, þá kemur í Ijós, að all- mikill munur er á því á hvaða tima árs þær eru aðallega veiddar. Sjálfur þorskurinn er aðallega veiddur á vetrarvertíðinni, en þó var veiði hans tiltölulega minni nú én árið áður, sem stafar af því sem áður segir, að allmikill fjölda báta, sem venjulega hafa stundað þorskveiðar framan af árinu, komu seint til þeirra veiða, vegna sild- veiðanna í Faxaflóa. Þess vegna voru að- eins um 70% af þorskaflanum veidd á vetrarvertíðinni, eða tímabilinu janúar til maí, en hafði verið árið áður nær 80%. Þorskaflinn varð langmestur í aprílmán- uði eða 42 600 smáb, en fór síðan minnk- andi eftir því sem leið á árið, en jókst síð- an heldur síðasta ársfjórðunginn. Var hann minnstur í septembermánuði um 4200 smál. en aftur á móti tæplega 9700 smál. í nóvember. Svo sem áður var getið var ufsaafliuu nú mun meiri en árið áður, vegna þess hversu auðvelt var að selja ufsann á Þýzkalandsmarkað, og var hann einkum veiddur mikið um sumarið og haustið, en þá fór fram aðalútflutningurinn til Þýzka- lands. Mestur var ufsaaflinn í september- mánuði um 13 700 smáb, annars var ufsa- aflinn mánaðarlega frá því í júlímánuði 5600 og upp í tæplega 9000 smál. Svipað er um karfann að segja, að veiði á honum jókst mjög mikið á árinu, af sömu ástæðu og með ufsann. Var hann aðal- lega veiddur seinni hluta ársins. Veiddust um Vs hlutar karfaaflans frá því í júlímán- uði til ársloka. Aðalveiðitimi steinbítsins er seinni hluti vetrar og fram á vorið og' sumarið, en minnkar ört, þegar líður fram á seinni hluta ársins. Þannig veiddust um 60% af steinbítsaflanum á tíinabilinu apríl til júlí. Um ýsuna er það að segja, að hún veið- ist jafnaðarlega mest á vetrarvertíðinni og að þessu sinni var rúmlega helmingur ýsu-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.