Ægir - 01.08.1949, Page 21
Æ G I R
155
stunduðu 123 bátar þær veiðar. Var hér
um töluvert mikið meiri þátttöku að ræða
en verið hafði árið áður, meðal annars
vegna þess, að þá fóru allmargir bátar til
síldveiða við Suðurland.
Dragnótaveiðar voru stundaðar af
nokkrum bátum um vorið og sumarið og
fram á haustið. Var þátttakan í þessum
veiðum nú nokkuð meiri en verið hafði
árið áður, og urðu bátarnir flestir í nóvem-
bermánuði 15 að tölu, en i maí voru þeir
14, þar sem aftur á móti árið áður höfðu
aðeins verið gerðir út mest 4 bátar í sept-
embermánuði, en annars aðeins 2 nokk-
urn hluta sumarsins og haustsins. Var hér
um að ræða sömu þróun og víðast hvar
annars staðar við landið, að útgerð til
dragnótaveiða var meiri en árið áður
og verið liefur undanfarin ár.
Sildveiðar með herpinót voru stundaðar
af 19 bátum við vetrarsíldveiðarnar í
Faxaflóa í janúar og febrúarmánuði og
svo aftur um sumarið við Norðurland,
þegar 55 bátar stunduðu þær veiðar flest
i júlímánuði. Var það 4 bátum færra en
verið hafði við síldveiðar árið 1947. Um
haustið fór aðeins 1 bátur til síldveiða við
Suðurland, en árið 1947 hafði tala bát-
anna úr Norðlendingafjórðungi, sem þær
veiðar stunduðu, verið mest 20 í desem-
bermánuði.
Sildveiðar með reknetjum voru ekki
stundaðar af neinum bát að þessu sinni
og er það óvenjulegt, þar sem jafnan
hefur verið nokkuð um það, að bátar færu
til reknetjaveiða að loknum herpinóta-
veiðum, aðallega seint í ágúst og í sept-
embermánuði. Vegna þess hversu gersain-
lega síldveiðin brást, var ekkert um rek-
netjaveiði að þessu sinni. Nokkur skip
stunduðu ísfiskflutninga um vorið og'
haustið enda var meginhlutinn af þeim
fiski, sem fiskaður var bæði af línu- og
togbátum, fluttur úr ísvarinn, þar sem
möguleikar til hag'nýtingar á fiski í Norð-
lendingafjórðungi eru mjög takmarkaðir
vegna skor.ts á frystihúsum. Um haustið
voru flest 8 bátar í þessum flutningum í
nóvember.
Gæftir og aflabrögð. Svo sem áður getur
voru þorskveiðar töluvert stundaðar um
vorið við Norðurland, og varð megin hlut-
inn af þeim fiski fluttur út ísvarinn. Var
afli þá oft mjög sæmilegur. Um sumarið
var útgerð á þorskveiðar mjög lítil og þá
helzt á smáum bátum, en um haustið var
óvenju mikið um þorskútgerð og var þá
einnig megin hluti fisksins fluttur út ís-
varinn, en aðrir möguleikar til hagnýt-
ingar á fiskinum eru mjög takmarkaðir
eins og áður var um getið. Gæftir voru
oftast sæmilega góðar um haustið og afli
víðast livar einnig góður.
d. Austfirðingafjórðungur.
Yfirlit yfir tölu fiskiskipa og fiski-
manna í Austfirðingafjórðungi er að
finna í töflu XII.
A árinu 1947 kom einn af hinum nýju
togurum til Austurlands, en þá hafði um
nokkurra ára skeið ekki verið um neina
togaraútgerð að ræða í fjórðungnum. A
árinu 1948 bættist svo við þennan flota, og
urðu togararnir nú 3, sem gerðir voru út
allt árið.
Mótorbátar yfir 12 rúml. voru venju
í'remur margir gerðir út í fjórðungnum á
þessu ári og töluvert fleiri en verið hafði
árið áður, sem stafaði meðal annars af
því, að á vetrarvertíðinni fóru ekki eins
margir bátar til veiða við Suðurland eins
og tíðkazt hefur undanfarið. Á vertíðinni
var tala bátanna mest 37 í marzmánuði, en
fór siðan lækkandi er fram á vorið leið,
en hins vegar urðu þeir 46 aftur í júlí-
mánuði, þegar síldveiðarnar stóðu yfir.
Um haustið var aftur töluvert um útgerð
þessara báta, og voru þeir þá flestir í ok.tó-
bermánuði, 32 að tölu. Samanborið við
árið áður er hér, eins og áður segir, um
töluverða aukningu að ræða. Þá voru bát-
arnir flestir á vetrarvertíðinni 29 að tölu,
en á síldveiðunum um 40. Um haustver-
tíðina er hið sama að segja, að þá var
lala bátanna einnig töluvert lægri en ár-