Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1949, Page 48

Ægir - 01.08.1949, Page 48
182 Æ G I R smál. Skýrist þessi ankning á fiskmóttöku frystihúsanna utan Sunnlendingafjórð- ungs með þvi, sem áður var sagt um aukn- ingu á afkastagetu frystihúsa í þeim lands- lilutum, svo og með aukinni útgerð á ]>ess- um slóðum um sumarið og haustið. Skiptingin á milli fisktegunda er svipuð og heildarskiptingin á milli fjórðunganna, að þvi undanskildu að langsamlega mestur ur hluti steinbítsins kemur á Vestfirðinga- fjórðung, eins og áður, eða nærri %, en af öllum þeim fiski, sem fór til frystingar í Vestfirðingaf jórðungi, var meira en Vr> hluiinn steinbitur. f Austfirðingafjórðungi var þó hluti steinbítsins í heildarmagninu, sem þar fór til frystingar, enn þá meiri, eða um 28%. AIls nam framleiðsla frystihúsanna af flökum og heilfrystum fiski 28 887 smál., en árið 1947 var framleiðslan 27 085 smál. Aðeins lítill hluti af þessu magni var heil- fryst eða aðeins flatfiskurinn rúml. 2 500 smál. Allt liitt voru flök. Sama aðferð var nú viðhöfð við framleiðslu heilfi’ysta flat- fisksins eins og verið hafði árið 1947, enda var hann seOdur á sama markað, til Bret- lands. Var hann allur frystur í blokkir og settur í pappakassa án þess að nokkuð væri vafið um blokkirnar. Á öðrum fiski varð heldur engin veru- leg breyting að því er framleiðsluna snerti. Mjög svipað magn var látið í cellophane- umhúðir og aðeins sá fiskur, sem ætlaður var fyrir Ameríkumarkað og lílils háttar til sölu i Sviss, sem krefst sams konar vandaðra umhúða eins og markaður i Bandaríkjunum. Langsamilega mestur hluti eða yfir 90% af þeim fiski, sem var flakaður, var settur í pergamentumbúðir eins og áður. Var nokkuð skýrt frá umbúðum þessum og hver munur væri á þeim í yfirlitsgrein um sjávarútveginn 1947, sem hirtist í Ægi apríl—júní hefti 1948, og skal þvi ckki fjölyrt um það frekar að þessu sinni. I>ó skal aðeins bent á, að hafi þörfin verið knýjandi til þess að breyta um umbúðir og' gera þær vandaðri á árinu 1947, þá gilti það ekld síður fyrir árið 1948. Er það víst, að því lengur, sem lialdið verður áfram að framleiða frystan fisk og freista þess að selja hann í hinum óvönduðu pergamentumbúðum, þeim mun erfiðara verður að selja þann fisk, einkum þegar samkeppnin harðnar við aðrar þjóðir, sem framleiða svipaða vöru í vandaðri um- búðum eins og t. d. Norðmenn, svo sem nú er þegar farið að koma mjög á daginn. Hér er þó við hinn sama vanda að stríða og við framleiðslu ailra sjávarafurða til útflutnings, að kostnaður við framleiðsl- una er svo gífurlega mikill, ef vanda á um- búðirnar, að ekki hefur reynzt kleift að leggja í það, þar sem þeir markaðir, sem aðallega kaupa fiskinn, geta ekki af ýms- um ástæðum keypt fiskinn í vandaðri um- búðunum á þeim mun dýrara verði, sem kostnaðurinn er meiri við framleiðsluna. 6. Saltfiskverkun. Framleiðsla á saltfiski hefur verið mjög niiklum breytingum háð undanfarin ár. Á styrjaldarárunum var því nær engin fram- Jeiðsla á saltfiski. Þegar að styrjöldinni loldnni, þá er þrengjast tók um isfisk- markaðinn, hófst saltfiskverkun að nýju, og árið 1946 var framleiðslan um 9% þús. smál. miðað við fullverkaðan fisk, en aðallega var þá um framleiðslu á óverk- uðum fiski að ræða. Árið 1947 jókst þessi framleiðsla mjög mikið og komst upp í 22 þús. smál., en á árinu 1948 var framleiðsl- an aftur mikið minni, eða aðeins tæplega 9 þús. smál., allt miðað við fullverkaðan fislc (samanber töflu XXVIII). Langsam- lega mestur hluti þess, sem saltað var, var þorskur, og gætti annarra fisktegunda mjög lítið, svo sem ýsu, ufsa, löngu og keilu. Einkum var ufsasöltunin iniklum mun minni en árið áður, eða aðeins um 240 smál. á móti tæpum 2 þús. smál. árið 1947, en ufsinn kemur aðallega frá togur- unum, og' þeir stunduðu ekki svo neinu næmi saltfiskveiðar á þessu ári. Eins og jafnan áður, var langmest um

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.