Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 52

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 52
186 Æ G I R 7. Hvalveiðar. Á árunum fram að síðustu heimsstyrj- öld voru stundaðar hvalveiðar hér við land frá hvalveiðistöð við Tálknafjörð. Gekk veiðiskapur sá að ýmsu leyti vel, en lagðist þó niður er styrjöldin hófst, enda studdist reksturinn að verulegu leyti við sérþekk- ingu frá Noregi, sem að sjálfsögðu var ekki nærtæk eftir að samgöngur allar lokuðust við það land af völdum styrjaldarinnar. Við lok styrjaldarinnar vaknaði áhugi manna fyrir hvalveiðum á nýjan leik og mun þar hafa ráðið miklu um hið háa verð á feitmeti svo og bættir möguleikar til auk- innar nj’tingar á hvalafurðum svo sem frj’sting á kjöti og mjölvinnsla úr úrgangi. í maímánuði 1948 var svo hafin starf- ræksla hvalveiðistöðvar við Hvalfjörð. Samkvæmt alþjóðasamningi um hval- veiðar, sem gerður var í Washington árið 1946, er aðeins heimilt að stunda hval- veiðar á norðurhveli jarðar frá landstöðv- um og skapast þar með aukin vernd fyrir hvalastofninn frá því, sem áður var, en fyrir styrjöldina voru t. d. Norðmenn með fljótandi hvalveiðistöðvar hér við land. Samkvæmt þessum samningi er veiðitím- inn ákveðinn 6 mánuðir á ári hverju, en til greina kemur hér við land að sjálfsögðu aðeins hinn bjartari timi ársins. Er veiðarnar hófust, var aðeins einn bát- ur tilbúinn, en síðar bættust fleiri í hópinn og urðu þeir alls þrír, en auk þess einn, er notaður var sem dráttarbátur. Þetta fyrsta veiðitímabil gaf góða raun, enda var tiðarfar hagstætt lengst af. Alls veiddust 239 hvalir og af eftirtöld- um tegundum: Langreyður ............ 195 Steypireyður ........... 24 Búrhvalur .............. 15 Sandreyður .............. 5 Framan af veiðitímanum var tala hval- anna, sem veiddist, að sjálfsögðu ekki liá, enda veiðarnar ekki hafnar að fullu. Skipt- ist veiðin þannig á mánuði, að í maímán- uði veiddust 22 hvalir, í júní 39, júlí 76, ágúst 75, september 26 og i október að- eins 1. Framleiðsla afurða úr veidduin hvöluin var sem hér segir: Lýsi ......... 1510 smál. Kjöt ......... 1 251 — Fóðurmjöl ... 66 — Mjölframleiðslan var að þessu sinni óeðlilega lítil vegna þess að vélarnar til þeirrar vinnslu voru ekki tilbúnar til vinnslu fyrr en síðla suinars. 8. Sala og útflutningur sjávarafurða. Á árunum eftir styrjöldina hafa verið ýmsir erfiðleikar á því að selja fram- leiðslu íslenzks sjávariftvegs, aðallega vegna þess, hversu verzlunarviðskipti milli landa hafa verið niiklum annmörkum háð. Einnig hefur það komið til, að framleiðslukostnaður okkar afurða er til- lölulega hár miðað við það, sem er i öðr- um löndum og af þeim orsökum hafa erf- iðleikarnir einnig verið meiri en ella. Verzlunarástandið í Evrópu hefur leitt til þess, að þvínær öll verzlun milli landa fer fram samkvæmt tvihliða samningum. Á árinu voru gerðir slíkir samningar við Danmörku, Finnland, Holland, Pólland, Sviþjóð og Tjekkoslovakíu. Auk þessara samninga, sem allir voru tvíhliða, eins og áður getur, voru gerðir tveir samningar, annar við Bretland, um sölu á afurðum þangað og hinn einnig við brezk stjórnar- völd um sölu á ísfiski til Þýzkalands. Um liina tvo síðastnefndu samninga er það að segja, að þar var ekki um tvíhliðasamn- inga að ræða, þar sem greiðsla fer fram í gjaldeyri, þ. e. sterlingspundum. Verður nánara komið inn á hina ein- stöku samninga hér á eftir í sambandi við útflutninginn. Á árunum 1946 og 1947 hafði svo sem kunnugt er verið gerður samningur við Rússland um allmikil viðskipti, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.