Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1949, Side 68

Ægir - 01.08.1949, Side 68
202 Æ G I R J'rá þilinu og fylla innan við það. Innrásar- ker var keypt frá Bretlandi. Var það 62 m á lengd og 10 m á breidd og ætlunin er að setja það niður við enda hafnargarðs- ins á árinu 1949. Loks var unnið lítils hátt- ar að dýpkun meðfram bryggju vegna fiskibáta. Sauðárkrókur. A Sauðárkróki var lengdur hafnargarðurinn um 70 m og var það gert með steinkeri, er fengið var frá Bretlandi. Þá var lengdur sandvarnargarður um 20 m, og er hann nú 45 m á lengd, en lengd hafnargarðsins er um 345 m. Hvammstangi. Á Hvammstanga voru sett niður 2 steinsteypuker, sem keypl liöfðu verið árið áður og lengdist bryggj- an við það um 24 m og er nú öll lengd bryggjunnar um 140 m, en breiddin 7 m. Dýpi fremst við bryggjuna er um 4 m miðað við lægstu fjöru. Hofsós. Þar var hafskipabryggjan lengd um 43 m og' er nú öll um 85 m á lengd. Breidd bryggjunnar er 10 m og dýpi við hana um fjöru 5—fi m. Gerð bryggjunnar er járnþil með sand- og malarfyllingu og steyptri þekju. Eftir er að fullgera 18—20 m í viðbót við bryggjuna. Sighi/jörður. Hafizt var handa á Siglu- firði um byggingu innri hafnarinnar og voru framkvæmdir hafnar á Leirunni, en þar verða suðurtakmörk hafnarinnar. Var uppfylling gerð undir bökkum beggja megin við hafnarlækinn. Frá suð- urenda uppfyllingarinnar var gerð 7 m breið og 125 m löng uppfylling eða vegur fram á Leiru. Þaðan var byggður 250 m langur járnveggur austur um Leiru og er ætlað, að hann verði fyrirstöðuveggur upp- fyllingar, þannig að dýpkað verður að þessum vegg og efnið notað í fyllingu inn- an við hann. Ekki var þó að þessu sinni neitt verulega unnið að dýpkun hafnar- innar, en ýmsar tilraunir gerðar í því sam- bandi. Byrjað var á byggingu dráttar- brautar fyrir allt að 100 rúmlesta skip á sama stað og gamla brautin var. Var ætl- azt til að byggingu dráttarbrautarinnar yrði lokið fyrir síldarvertíð 1949. Ólafsfjörður. Á Ólafsfirði er í smíðum skipakví. Að þessu sinni var fullgerður vtri garðurinn og ei- hann nú liðlega 200 m langur, en dýpið við hausinn um 7 m. Innri garðurinn, sein gerður er úr þéttreknum stauraþilum, var lengdur um 60 m og er nú um 250 m að lengd. Þvert á þennan garð, vestan hans, var gerður garður úr stórgrýti um 30 m langur. Loks var steypt uppfylling ulan við gömlu bryggjuna og alilmikil dýpkun framkvæmd upp með bryggjunni. Dalvík. Unnið var að framlengingu bafnargárðsins og var hann lengdur um 53 m og er nú orðinn 283 m alls. Gerð þessa kafla garðsins er sú, að járnþil voru rekin niður sinn hvoru megin og malar- fylling á milli en steypt járnbent þelcja yfir og járnbentur skjólgarður á útbrún. Dýpi við innri lilið garðsins eða bryggjuna er 6,5 m fremst og 5 m um 100 m ofar miðað við stórstraumsfjöru. Hríseij. í Hrísey var hafinn nokkur und- irbúningur að smíði hafskijjabryggju og er ætlað, að hún verði staurabryggja. Akureyri. Á Akureyri var hafinn undir- búningur að byggingu tveggja dráttarbrauta á Oddeyrartanga. Var grafið fyrir þeim og efnið, sem kom úr uppgreftrinum sumpart notað til uppfyllingar undir brautirnar sjálfar og uppsátursgarða, en nokkuð flutt norður fyrir hinn nýja hafnargarð, sem þar er í smíðum, og gerð þar uppfylling. Enn fremur var undirbúin bygging nýrr- ar bryggju á Torfunesi. Grenivík. A Grenivík var gerð báta- bryggja um 60 m á lengd og 6 m á breidd og nær hún út á um 2ja m dýpi miðað við fjöru. Bryggjan var steypt og grjótfyllt með steyptri þekju. í enda bryggjunnar var setl steinsteypuker, en milli þess og aðal- bryggjunnar er timburdekk um 9 m á lengd og hvílir það á stálbitum. Grimseij. I Grímsey var steyptur skjól- garður vestan Sandvíkur og er lengd hans um 75 m, en dýpi um 2 m um fjöru. Þórshöfn. Hafnarbryggjan á Þórshöfn var lengd um tæplega 10 m og auk þess

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.