Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1949, Page 69

Ægir - 01.08.1949, Page 69
Æ G I R 203 byggt járnbent steinsteypuker á braut tii frekari lengingar bryggjunnar. Fram- bryggjan er nú um 43 m að lengd og 7 m breið, en dýpi við enda bryggjunnar 4,3 m um fjöru. Borgarfiörður. Bátabryggja, sem þar var, var lengd um 13 metra og er nú öll lengd bryggjunnar um 114 m, en breiddin 5,5 m. Ðýpið við enda hennar er um fjöru um 2 m. Djúpiuogur. A Djúpavogi var gerð haf- skipabryggja 36 m á lengd og 10 m á breidd auk landgangs, sem var 20 m á iengd og 8 m á breidd. Dýpið við bryggj- una er um 5 m um stórstraumsfjöru. Bryggjan er staurabryggja. Höfn i Hornafirði. í Höfn var dýpkuð renna úr Mikleyjarál og inn undir svo nefnda Naust. Lengd rennunnar var allt að 700 m, en breidd hennar við botn um 15 m. Dýpið reyndist 3—4 m um fjöru. Settur var niður plankaveggur úr Naust- um út í Ósland, og er lengd hans um 340 m. Var fyllt að vegg þessurn beggja vegna með sandi. Loks var sett niður plankaþil framan vikurinnar og fylt þar fyrir innan. Vestmannaeyjar. Unnið var að dýpkun i hafnarmynninu og innsiglingunni og var þar um allmiklar framkvæmdir að ræða. Eyrarbakki. Ytri bátabryggjan á Eyrar- bakka var stækkuð og endurbætt og er dýpið við hana liðlega 2 m um stór- straumsfjöru. Þorlákshöfn. Hafin var bygging haf- skipabryggju í Þorlákshöfn í framhaldi af bátabryggju, sem áður hafði verið gerð í Suðurvör. Bryggja þessi er steypt og grjót- fyllt með steyptri þekju og skjólvegg á ytri brún. Lengd þess hluta, sem gerður var um sumarið, var rúmlega 50 m, en breiddin 10 metrar. Dýpið við enda bryggj- unnar eins og hún var, er verkinu var hætt um haustið, reyndist um 3 m um stó- straumsfjöru. Þá voru steypt steinsteypu- ker 3 að tölu, sem tilbúin voru, er hafnar- gerðin hæfist aftur á árinu 1949. Keflavik. Bátabryggjan í Keflavík, sem hafin hafði verið bygging á áður, var lengd um 37 m, og er þá öll bryggjan orðin um 62 m á lengd. Er dýpið við enda bryggjunnar nú um 4 m um fjöru. Breidd bryggjunnar er 10 m. Er hún steypt og grjótfyllt með einu steinsteypukeri fremst. Auk þessara framkvæmda var unnið að viðgerð á liafnargarði og hafskipa- bryggju. Njarðvík. í Ytri-Njarðvík var gerð báta- bryggja 110 m á lengd og 10 m á breidd og nær hún nú út á allt að 2ja m dýpi um fjöru. Bryggjan er steypt og grjótfyllt. 12. Vitabyggingar. Aðeins einn nýr viti var byggður á ár- inu. Var það vitinn á Súgandisey við Stykkishólm. Ljóshæð þessa vita er 31 m, en sjónarlengd 10 sjóinilur. Þá var haldið áfram endurbyggingu vitahúsa, en mörg hinna gömlu vitahúsa eru mjög' tekin að láta á sjá og þvi brýn nauðsyn að byggja ný. Þannig voru á árinu endurnýjuð vita- liúsin á Bjargtanga, Höskuldsey og Ingólfs- höfða.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.