Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1949, Side 70

Ægir - 01.08.1949, Side 70
204 Æ G I R 13. Landhelgisgæzla og björgunarstarfsemi. Ægir var bundinn við vélaviðgerð í janúarmánuði, en hóf í febrúarbyrjun gæzlu við Vestmannaeyjar og sinnti lienni frátafalítið lil 8. maí. Frá þeim tíma og þar til í byrjun júlí var skipið að hálfu leyti við hreinsun og' viðgerð og að hálfu leyti við yfirlitsgæzilu. í byrjun júlí hófst gæzla á síldveiðisvæðinu norðanlands, og var skipið við hana þar til um miðjan september, en þá hófst flokkunarviðgerð í Reykjavík, og stóð hún fram yfir áramót 1948—49. Á árinu veitti Ægir öðrum skip- um aðstoð eða björgun i 27 skipti, þar af isl. fiskiskipum í 22 skipti og öðrum skip- um í 5 skipti. Hann tók 9 skip fyrir land- helgisbrot. Óðinn lá í Reykjavik framan af árinu, lil 23. júní, vegna isetningar nýrrar aðal- vélar, en síðan var báturinn að mestu leyti við Norðurlands- eða eftirlitsgæzlu það sem eftir var ársins. Á árinu veitti Óðinn 2 fiskibátum aðstoð og tók eitt skip fyrir ólöglegar athafnir í landhelgi. Sæbjörg. Svo sem kunnugt er var sú ákvörðun tekin af Slysavarnarfélagi ís- lands á árinu 1945, að stækka Sæbjörgu, skip félagsins, og setja í hana nýja vél. En jafnframt gerði félagið samning við Skipaútgerð rikisins um 15 ára leigu á skipinu til landhelgisgæzlu og björgunar- starfsemi. Breytingin á skipinu tók miklu lengri tíma en upphaflega var áætlað, og J>egar það loks átti að vera tilbúið í byrjun apríl 1948, reyndist það ekki vel og kom af þeim ástæðum ekki til starfs fyrr en í byrjun júlí. Frá þeim tíma og til se])tem- berloka var skipið við gæzlu norðanlands, en að því búnu var það aftur tekið til at- hugunar og viðgerðar i Reykjavík og stóð svo fram til aprílloka 1949. Á starfstíma Sæbjargar 1948 veitti bát- urinn islenzkum fiskibátum aðstoð í 10 skipti og frystiskipið Vatnajökul dró hún vélvana frá Óilafsvik til Reykjavíkur. Sæ- björg tók eitt skip, erlent, fyrir ólöglegar athafnir í landhelgi. Faxaborg RE 126 (109 br. tonn, véla- orka 200 hö.) var leigð til gæzlu frá 1. okt. ti! 31. des. Athafnasvæði skipsins var aðal- lega í Faxaflóa og grennd. Það veitti á þessum tíma fiskibátum aðstoð i 31 skipti og tók 6 skip fvrir landhelgisbrot. Finnbjörn IS 24 (79 br. tonn, vélaorka 215 bö.) var leigður til gæzlu frá 1. jan. til 15. maí og frá 2. nóv. til 31. des. Athafna- svæði bátsins var aðallega á Vestfjörðum. Á starfstímanum veitti hann 4 fiskibátum aðstoð. Vikingur GIÍ 277 (37 br. tonn, vélaorka 160 hö.) var leigður til gæzlu frá 1. júni til 10. nóv. Gæzlusvæðið var aðallega Faxa- flói og grennd. Á starfstímanum veitti bát- urinn öðrum bátum aðstoð í 9 skipti og' tók 2 skip fyrir botnvörpuveiðar i land- helgi. Nanna SU 24 (br. stærð 53 tonn, véla- orka 192—240 hö.) var leigð til gæzlu frá 4. júní til 14. ágúst. Gæzlusvæðið var sunn- an lands og austan. Hrafnkell NK 100 (91 br. tonn, vélaorka 260 hö.) var leigður til gæzlu frá 15. ágúsl til 30. nóv. Gæzlusvæðið var aðallega við Austurland. Fluggæzla. Flugvélar voru öðru hvoru teknar á leigu til landhelgisgæzlu og er vafalaust, að það hafði nokkra þýðingu til J)ess að skapa aðhald. í einni flugferð- inni voru 6 togbátar kærðir fyrir veiðar i landhelgi og allir dæmdir í sekt. Eyðing tundiirdiifla. Á árinu 1948 sökktu varðskipin 5 tundurduflum, er sáust á siglingaleiðum við landið, en 78 dufl er á land rak voru gerð óvirk af mönnum starf- andi á vegum Skipaútgerðar ríkisins. Fylgir hér nánara ylirlit varðandi tundur- dufl, sem gerð hafa verið óvirk eða sökkt á árunum 1940—1948.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.