Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 3

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 46. árg. | Reykjavík — maí—júní 1953 | Nr. 5—6 Skipuleg kynnistarfsemi fyrir sjávarafuráir. Oft er um það rætt, að öld sú, sem við lifum á, megi með sanni kalla tíma auglýs- inga og áróðurs. Og engum blandast hugur um það, að áhrif hvoru tveggja eru mikil, ef réttilega er á haldið, og eru dæmin um það fjöhnörg deginum ljósari. Þorlákur Johnson, bróðursonur konu Jóns Sigurðssonar, varð fyrstur islenzkra kaupsýslumanna til þess að koma auga á áhrifamátt auglýsinga og færa sér hann í nyt. Stéttarbræður hans runnu svo í slóð hans einn af öðrum, og nú orðið flettum við ekki svo blaði, að þessi kynningarmáti hlasi ekki við okkur á hverri síðu. Þannig höfurn við á flestum sviðum tileinkað okk- ur siði og háttu erlendra menningarþjóða. Sums staðar höfum við þó orðið i eftirbáti og einmitt þar, sem sízt skyldi. Það er alkunna, að útlendir gera mikið að því að auglýsa og kynna framleiðslu- vörur sínar, sem víðast um heim. Margar vörur eiga þessari kynningu það að þakka, að þær hafa orðið heimsmarkaðsvörur, sem kallað er. Þeir, sem keppa við okkur á fisk- mörkuðunum, hafa notað þessa aðferð með góðum árangri og virðast ætið færa sig upp á skaftið í þessu efni. Jafnvel þær þjóðir, sem styðjast ekki við fiskframleiðslu nema að litlu leyti í búskap sínum, verja mikl- Um fjármunum til þess að ryðja fiskafurð- um sínum braut sem víðast. Má í þessu sambandi t. d. geta Svía, Dana og Marokkó- manna. íslendingar hafa ekki enn hafið skipulega starfsemi í því að kynna og aug- lýsa vörur sínar meðal erlendra þjóða. Ýmis sölusamtök fiskframleiðenda hafa að vísu látið umboðsmenn sína eða sölumenn gera virðingarverðar tilraunir i þessa átt, en um samstarf eða sameiginlegt átak hef- ur ekki verið að ræða. Eftir því, sem fiskframleiðsla Islendinga eykst og fjölbreytni gerist meiri í hagnýt- ingu, verður þörfin brýnni til þess að kynna útflutningsvöruna sem víðast. Tvímælalaust er hér um að ræða viðfangsefni, sem vert er að gefa ineiri gaum en gert hefur verið til þessa. Fiskifélagið og Landssamband út- vegsmanna ættu að beita sér fyrir því, að sölusamtök hinna ýmsu greina fiskfram- leiðenda tækju þetta mál fyrir sameiginlega með það fyrir augum að koma á fót skipu- legri auglýsinga- og kynnistarfsemi erlendis fyrir íslenzkar sjávarafurðir. Að sjálfsögðu mundi slík starfsemi kosta nokkra fjár- muni, en þeir mundu vafalaust endurgreið- ast og vel það í aukinni afurðasölu, ef okk- ur lánaðist þessi starfsemi á borð við aðrar þjóðir. Og að mínum dómi er engin ástæða til að óttast það, ef til hennar er stofnað af nægri þekkingu, hugkvænmi og sam- starfsvilja. L. K.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.