Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 8
118 Æ G I R þegar matsmaður á að fara að vinna starf sitt, er fiskurinn misjafn að þurrkstigi, svo starf matsmannsins verður örðugt og seinlegt. Þetta þurfa framleiðendur að athuga vel, því öll misþurrkun er allavega þeirra skaði, bæði í vinnu og útkomu. Litarfar fisksins. 1. Spánverjar óska sérstaklega eftir að fiskurinn beri binn rétta ,,fisklit“, sem þeir kalla, sé ekki með salthnitu, svo ég tali nú ekki um með salti. I sam- bandi við þetta líkar þeim fiskurinn verr, sem hann er ofþurrkaður að þeirra dómi. Dökkleitur fiskur eða ef á hann slær gulleitum lit, er óhæfur fiskur samkvæmt þeirra áliti. Þeir taka einnig mjög hart á blóðæðum í þunn- ildum og svo ef þunnildin eru blæljót (gulglær) eða slær á þau dekkri lit en fiskvöðvann. Aðrir gallar: 3. Sprunginn fiskur eða sundurlaus er illa séður. Taka þeir mjög hart á því, svo og blóðblettum, stungum eða ef svört himna sést á þunnildunum. Eðli fisksins. 4. Spánverjar óska sérstaklega eftir, að fiskurinn sé mjúkur í gegn. Þetta kalla þeir „eðlilega verkaðan fisk“, eða fisk, sem ekki hefur verið geymdur lengi óverkaður, áður en hann er vaskaður og þurrkaður. Þá vilja þeir hafa fisk- inn þykkan. Hús- og sólþurrkun. 5. I umræðum við okkur héldu þeir mjög fram sólþurrkun; sögðust telja húsþurrkaðan fisk verri vöru, þó töldu þeir sæmilegt, ef fiskurinn væri sól- þurrkaður fyrst, en hert á honum í húsi. Því er ekki að leyna, að sam- kvæmt skoðun minni á farminum, gekk ég þess ekki dulinn, að yfirleitt reyndist sólþurrkaði fiskurinn blæfall- egri. Þessu svöruðum við á þá leið, að mismunurinn á hús- og sólþurrkuðum fiski væri ekki sá, sem verið hefði fyr- ir 15—30 árum, þurrkhús okkar nú væru mjög fullkomin. Þá sögðum við þeim, að Islendingar mættu til með að styðjast við húsþurrkun vegna veðr-« áttu Iandsins, en létum í veðri vaka, að fiskurinn væri sólþurrkaður eins og hægt væri, en hús væru öryggi til að grípa til á haustin og á óþurrka- sumrum. Þetta er ef til vill ekki alls kostar rétt, en þó vil ég drepa á það hér, að framleiðendur, sem verka fisk fyrir Spánarmarkað, þurfa að hafa að- stæður til að sólþurrka að svo miklu leyti, sem tíð leyfir, ef þeir ætla sér að geta frainleitt góðan Spánarfisk. Við héldum því fram, að fiskurinn hefði sömu gæði sem matvara, hvernig sem hann væri þurrkaður. Það væri einungis skaði íslendinga, ef fiskurinn hlyti verra mat fyrir litarfar. Umræður um þetta féllu síðan niður án þess að þeir gerðu nokkrar kröfur um sérmat í þessu tilfelli. Veiðiaðferð. fi. í fyrstu umræðum okkar við kaupend- ur vildu þeir fá okkur til að fallast á aðgreiningu samkvæmt veiðiaðferðum. Þessu neituðum við mjög ákveðið, enda væri þetta eitt hið versta, sem komið gæti fyrir framleiðslu okkar og mat. í fyrsta lagi liafa framleiðendur ekki húsnæði til þess að halda fiskin- um aðskildum. í öðru lagi mundi þetta þýða t. d. allverulega verðlækkun á þeim netjafiski, sem er svo vel verkað- ur, að hann gengur í nr. I eða II, eins og nú er metið. í þriðja lagi mundi slíkt mat og sortering verða ær ófram- kvæmanleg hér heima. í fjórða lagi bentum við þeim á, að þeir gætu tæp- lega sjálfir haldið þessu aðgreindu hjá sér.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.