Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 10
120
Æ G I R
Pedro Caspar, Mercado de Sans, Puesto
No. 91—92—93.
öllum ber þeim saman um, að mjög örð-
ugt væri að selja þunnildi, sem þeir verða
að skera af fiskinum og ættu fullt í fangi
með það og fengju lítið fyrir þau oft og
tíðum.
Þunnildin, sem verða þannig til við af-
skurð af saltfiskinum, eru seld á svipuðu
verði og spánskur ruslfiskur, afar smár og
þunnur. Ég tók eftir því, að fólk keypti
þennan fisk þó frekar en þunnildin fyrir
sama verð.
Þar sem Spánverjar eiga í erfiðleikum
með að selja þau þunnildi, sem þeir skera
af okkar sallfiski og annarra, mundi það
auka á erfiðleika þeirra, ef lagt væri að
þeim að kaupa þunnildi sérstaklega.
Ef við seljum þeim þunnildi, mundi það
verða dregið frá saltfiskkvóta okkar þar
og það álít ég ekki rétt. Spánarmarkaður-
inn er enginn „ruslmarkaður", hann krefst
góðs fisks, en þunnildin verða alltaf vafa-
söm að gæðum. Að öllu samanlögðu álíl ég
rangt að selja þunnildi til Spánar, einkum
ef það er á einhvern hátt gert á kostnað
saltfisksins.
Færeyjafiskur.
Ég átti þess kost að skoða nákvæmlega
færeyskan saltfisk á Spáni, náði að skoða
milli 10 og 20 merki.
Við að athuga Færeyjafiskinn komst ég'
að raun um, að við eigum þar hættulegan
keppinaut hvað vörugæði snertir, og meg-
um við vel gá að okkur gagnvart þeiin.
Færeyingar leggja nú ofurkapp á að ná
áliti fyrir sinn fislc á Spáni og hefur tekizt
það allverulega.
Fiskmatsstjóri þeirra var á Spáni lengi
síðasll. haust og vetur (1950), ferðaðist þar
víða um og' kynnti sér álit og óskir kaup-
enda þar.
Norskur fiskur.
Ég skoðaði einnig dálítið af norskum
íiski, en hann var búinn að liggja mjög
lengi í geymslum á Spáni og var því ekki
eins mikið á því að græða og skoða fær-
cyska fiskinn. Eftir því, sem ég gat áætlað,
mun matið á norska fiskinum vera ná-
kvæmt og gott.
Saltfiskverzlun Spánverja.
Það er áætlað, að Spánverjar noti þetta
ár um 50 000 lestir af saltfiski, en þar af
er áætlað, að þeir fiski 25 000 Iestir sjálf-
ir. Nevzla þessi er þó talin alveg lágmark
og telja þeir sjálfir, að hún ætti að vera
70—80 000 lestir. Þetta stafar af ýmsu, sem
ekki verður rakið hér, en líkindi eru til,
að neyzlan geti aukizt á næstu árum.
Spánarmarkaðurinn hlýtur að vera ís-
lendingum afarnauðsynlegur eins og öllum,
er framleiða saltfisk, en þó er vert að hafa
í huga, að þær þjóðir, sem ætla sér að ná
góðri fótfestu á Spánarmarkaði, verða að
vanda vél sína vöru.
Skýrsla þessi er ekki langt mál og ótelj-
andi margt l'leira mætti auðvitað segja, en
einhvers staðar verður að enda.
Stuttu eftir að ég kom heim frá Spáni,
var sendur þangað farmur af %, % og lítið
eitt af fullþurrum saltfiski (Bilbao-þurrt).
Við mat á þessum farmi var reynt að koma
til móts við óskir Spánverja, svo sem með
linara þurrkstig o. fl. viðkomandi ástandi
og útliti fisksins. Þetta virðist hafa tekizt
vel, því umsagnir Spánverja svo og um-
boðsmanna S. í. F. á Spáni, voru á þann
veg, að fiskurinn liefði líkað vel. Var sér-
staklega tekið fram í umsögnum þeirra um
fiskinn, að þurrkstigið væri nú heppilegt
að þeirra dómi, en það var mikið linara
en áður.
Um þann farm, sem sendur var til Spán-
ar í október yfirstandandi árs, hafa komið
umsagnir og i þá átt, að fiskurinn hafi lík-
að samkvæmt því, sem hann var flokkaður.
Hill er svo annað mál, að Spánverjar vilja
helzt ekki kaupa saltfisk nr. III og ef þeir
halda því til streitu í framtíðinni, getur
það gcrt útflutningssamtökunum hér örð-
ugt um vik. Spánverjar hafa stungið upp
á. að við sampökkuðuin I, II og III með