Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 41
Æ G I R
151
hér vestra. Afla Bíldudalsbátanna á vertíð-
inni er annars þessi: Jörundur 433 smál.,
Sigurður Stefánsson 364 smál. og Frigg 325
smálestir.
Þingeyri. Vélbáturinn Gullfaxi hætti veið-
um um 12. maí. Fékk hann jafnan góðan
i’eytingsafla í mánuðinum, oftast 4000 til
5000 kg í sjóferð. Togarinn Guðmundur
Júní hefur tvisvar lagt upp afla í mánuð-
inum, i salt, flökun eitthvað og í herzlu.
Flateyri. Þilfarsbátarnir þrír hættu um
miðjan mánuðinn og einn þann 23. maí. í
síðustu viku mánaðarins tóku margir smá-
bátar upp veiðar og hafa aflað prýðis vel.
Mest hefur fengizt 1300 kg á eitt færi í
veiðiferð, og má slíkt teljast afbragðs afli.
Einn 5 lesta bátur hefur verið með línu,
og hefur hann einnig aflað vel. Togarinn
Gyllir landaði samtals í mánuðinum um
270 smálestum. Var það bæði fiskur til
flökunar, saltfiskur og þó víst mest í herzlu.
Suðureyri. Þar var yfirleitt góður afli í
mánuðinum. Bátar hættu þó flestir um og
upp úr miðjum mánuðinum, en einn þeirra,
Gyllir, hélt úti til mánaðarloka. Gyllir fór
21 sjóferð og aflaði 101% smálest. Freyja
fór 17 sjóferðir og aflaði 84 smálestir, en
hætti 20. maí.
Bolungavik. Þar var góður afli. Aflahæst-
ur var Flosi, fékk 89 smálestir í 23 sjóferð-
um. Einar Hálfdans og Víkingur fengu 79
smálestir hver í 21 og 22 sjóferðum. Hug-
rún var á togveiðum, aflaði alls 85 smálest-
ir, mikið af því síðustu dagana. Heiðrún
var í útilegu fr.am í miðjan mánuðinn, fékk
aðeins 35 smálestir í 4 veiðiferðum. Særún
hélt úti á netjaveiðum í tilraunaskyni fram
i miðjan mánuðinn, fékk um 8700 kg frá
mánaðarbyrjun, en aðeins tæpar 16 smá-
lestir frá byrjun. Bendir þetta litla fisk-
magn Særúnar til, að þorskanetjaveiðar
''’erði ekki stundaðar hér um slóðir í fram-
tiðinni. Margt smábáta tók upp færaveiðar
1 lok mánaðarins og hafa þeir fengið góð-
an afla síðustu dagana.
Hnífsdalur. Aflahæstur þar var Mímir
með 70 smálestir í 21 sjóferð. Smári fékk
69 smálestir í sömu sjóferðatölu.
ísafjörður. Stærri hátarnir hættu línu-
veiðum, sumir snemma i mánuðinum, aðrir
upp úr miðjum mánuðinum. Pólstjarnan
ein hélt úti til mánaðaloka. Aflaði hún vel,
fékk 85 smálestir í 19 sjóferðum. Þrír tog-
bátar voru á veiðum. Afla þeirra var mjög
rýr framan af, en glæddist síðari hlutann
og var góður afli síðustu dagana. Finnbjörn
var hæstur, fékk tæpar 78 sinálestir. Tog-
ararnir öl'Iuðu allvel. Isborg lagði á land
269 srnálestir af ísuðum fiski og 87 smá-
lestir af saltfiski. Sólborg landaði 418 smál.
af ísuðum fiski og 82 smál. af saltfiski.
Hún kom raunar úr seinni veiðferðinni 1.
júní. Mestallur isaði fiskurinn hefur farið
í herzlu. Margt smábáta tók upp veiðar um
og eftir miðjan mánuðinn, og auk þess bætt-
ust ýmsir við um mánaðamótin. Hafa þeir
aflað injög vel með köflum, frá 1000 kg
og upp undir 2000 kg. Beituskortur hefur
háð mjög afla smábátanna. Þrír kúfisk-
tökubátar hafa ekki getað sinnt eftirspurn-
inni, enda er mjög tekið að sneiðast um
kúfisk á hinum gömlu kúfiskssvæðum. —
Fyrir stuttu hóf Óskar Þórarinsson leit að
nýjum kúfiskssvæðum víðs vegar hér í
djúpinu og norður með Grænuhlíð og fékk
lil þess stuðning úr Fiskimálasjóði. Telur
Óskar sig hafa fundið líkleg kúfiskstöku-
svæði á tveimur til þremur stöðum, en víða
annars staðar, þar sem hann kvaðst hafa
búizt við kúfiski, var ekkert að finna.
Súðavik. Stærri bátarnir tveir, Sæfari og
Valur, hættu um miðjan mánuðinn. Afli
þeirra var mjög rýr síðustu dagana. Um og
eftir miðjan mánuðinn tóku smábátar upp
veiðar. Hafa þeir jafnan aflað mjög vel,
fengið 1000 til 1500 kg í sjóferð, tveir á
bát. Aflahæsti báturinn hefur fengið um
20 smál.
Stcingrimsfjörður. Rýr afli lengstum, oft-
ast um og neðan við 3000 kg í sjóferð. Síð-
ustu daga mánaðarins fékkst síld í Miðfirði
og aflaðist þá vel, mest 6000 kg í sjóferð.
Hæstu bátarnir fengu rúmar 60 smál. í
mánuðinum. Farnar voru flest 21 sjóferð.
L