Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 4
114 Æ G I R Bergsteinn Á. Bergsteinsson fiskmatsstjóri: Fiskframleiðsla Islendinga, mat hennar og vörugæði. IV. Framleiðsla og mat á óverkuáum saltfiski síáastliðið ár. Ítalíumarkaðurinn. Fyrir réttum tveim árum, eða haustið 1950, bárust S. í. F. mjög alvarlegar kvart- anir frá ítölskum fiskkaupendum um gæði óverkaðs saltfisks, framleiddan 1950 og fluttan út siðsumars og um haustið sama ár. Samkv. ósk S. í. F. og ákvörðun háttv. atvinnumálaráðherra ferðaðist ég þá til Ítalíu til þess að athuga að hve miklu leyti þessar kvartanir væru á rökum byggðar og hvað þyrfti helzt að bæta í mati og fram- leiðslu fisksins hér heima. Meðan ég dvaldi á Italíu, sem var um þriggja vikna tími, framkvæmdi ég ítarlega skoðun á þeim fiski, sem kvartað hafði verið undan, og yfirleitt allan fisk, er ég náði til. í Napolí skoðaði ég 40 framleiðslumerki og í Genova 24. Niðurstaðan eftir skoðun- ina á fiskinum varð sú, að flestar kvart- anirnar voru á rökum reistar. Eftir heimkomuna í des. 1950, skilaði ég ítarlegri skýrslu til atvinnumálaráðuneyt- isins og S. í. F. um athuganir þær, er ég gerði á fiskinum, og á fundi, sem ég hélt með öllum yfirfiskmatsmönnum á landinu í janúar 1951, skýrði ég málið fyrir þeim. Aðalorsakir þessara kvartana voru eftir- farandi: 1. Framleiðsla ársins 1950 var mjög mis- jöfn að gæðum og útliti og stór hluti lélega framleitt. 2. Mikið af fiskinum hafði verið geymt hér yfir sumarið við léleg skilyrði og var fiskurinn því orðinn blæljótur og komnar í hann skemmdir, aðallega rauðaskemmdir. 3. Mat fisksins hafði verið lint og óná- kvæmt. Af því heildaryfirliti, sem fékkst með því að skoða og bera saman mat og framleiðslu- gæði frá flestum verstöðvum landsins, var Ijóst, að skjótra umbóta var þörf. Meðan ég var á Ítalíu, varði ég því öllum tíma, sem ég gat, til þess að mynda mér skoðun um hverra umbóta væri helzt þörf í framkvæmd matsins, svo að kaupendur gætu unað því í aðalatriðum. Kynnti ég mér svo sem unnt var skoðun og álit kaupenda á mati yfirleitt, jafnframt því, sem ég átti þess kost að skoða saltfisk frá öðrum þjóðum, aðallega Færeyjafisk. Ivomst ég að því, að Færeyingar höfðu fengið miklar kvartanir frá Ítalíumarkaðinum árið 1949. Sendu þeir þá fiskmatsstjóra sinn til Italíu í því augna- miði að komast að, hvað þeir þyrftu að lagfæra. Þegar ég var á Ítalíu, eins og áður segir i des. 1950, hitti ég fiskmatsstjóra Færey- inga þar og var hann þá að athuga, hvaða árangri þeir hefðu náð með framleiðslu ársins 1950, bæði á Ítalíu og Spáni. Færeyingar náðu góðum árangri á Ítalíu með framleiðslu sína 1950, það sannfærðist ég um, þar sem ég átti þess kost að athuga töluvert af fiski frá þeim og bera saman við það, sem ítalarnir og fiskmatsstjóri Fær- eyinga, hr. Nolsy, sögðu mér um kvartan- irnar árið 1949. Að sjálfsögðu var á árinu 1951 lagt á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.