Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 15
Æ G I R 125 ið og fiskkaupendur. Þetta kemur einkum til greina, þegar fiskurinn er fluttur út til- tölulega nýr, eins og oft þarf að gera, t- d. á vorin. Mönnum greinir oft á um, hvað kallast fullstaðinn fisltur. í raun og veru er saltfiskur ekki fullstaðinn fyrr en hann er að mestu hættur að léttast, en samkvæmt töluvert víðtækri rannsókn, sem Fiskifélag íslands lét gera á Akranesi 1948, kemur í ljós, að frá því að fiskurinn er 20 daga staðinn, þar til hann er 50 daga stað- inn, verður léttun á honum 6.015%. Frá því hann er 20 daga staðinn og þar til hann er 80 daga staðinn, verður léttunin 11.36%. Frá því fiskurinn er 20 daga stað- inn þar til hann er 110 daga staðinn, verð- ur léttunin 14.64%, úr því léttist fiskurinn hverfandi lítið. Eftir þessu mætti áætla, að óverkaður saltfiskur rnundi ekki léttast teljandi í flutningi til kaupenda eftir að hann er um það bil 3 mánaða staðinn, nema fyrir einhver sterk utanaðkomandi áhrif, t. d. eins og sjá má á hitatöflunni á bls. 116 og þar er lýst. Aftur á móti getur saltfiskur verið full- saltaður, útflutningshæfur og geymsluhæf- ur jafnvel eftir tuttugu daga stöðu, enda er hann þá að sjálfsögðu ört að létt- ast. Allir, sem til þekkja, vita, að kaupendur eru ætíð óánægðir með alla undirvigt, sem þeir telja að nokkru nemi. Hefur ekki ó- sjaldan komið fyrir, að þurft hefur að borga skaðabætur eða gefa kaupendum af- föll vegna þessa atriðis. Þegar óverkaður fiskur er metinn til útflutnings, sem er á því stigi að vænta má léttunar í flutningi, hefur tíðkast að taka við pökkun fisksins þá yfirvigt, að hann minnsta kosti stæði til- skylda vigt, þegar honum er afskipað, sem oft er 2—3 vikum eftir að vegið er í pakk- ana. Þetta er ætíð gert með hliðsjón af á- standi fisksins, þegar honum er pakkað, enda þótt fiskurinn standi tilskylda vigt þegar hann er fluttur um borð í skip, get- ur undirvigt hans valdið óánægju kaup- enda, þegar þeir veita honum móttöku. Yfir- vigt á þeim sama fiski, þegar honum var pakkað, getur líka hafa valdið óánægju þess, er átti fiskinn hér. Nú er það staðreynd, að oft þarf vegna sölusamninga að afskipa fiski, sem er ekki lengi staðinn eða á léttunarstigi. Það er líka staðreynd, að æskilegt er fyrir okkur að selja fiskinn áður en hann rýrnar mik- ið við langa geymslu. Þá er hann líka út- litsfallegastur og nær beztu mati. Það, sem getur bjargað þessu við, eru kæligeymslur fyrir fiskinn hér heima og að hann sé fluttur í kæliskipum til mark- aðslandanna. Orsök til léttunar fisksins er að miklu leyti uppgufun vatnsefnis úr honum og skilyrði fyrir uppgufun er hiti og rakalítið loft. Erlendir fiskkaupmenn geyma óverk- aðan saltfisk í kæligeymslum og telja þeir, að með því að geyma fiskinn þannig, létt- ist hann hverfandi lítið, auk þess, sem það útilokar skemmdahættu og fiskurinn held- ur útliti sínu. Talið er bezt að geyma saltfisk við ca. -j- 20° C. og loftraki sé ekki undir 80%. Ég geri ráð fyrir, að í framtíðinni verði saltfiskgeymsluhús flestra framleiðenda hér á landi með kæliútbúnaði, enda er nú þegar búið að setja kæliútbúnað í nokkur hús. Þegar talað er um að flytja saltfiskinn í kæliskipum til markaðslandanna, er auk- inn kostnaður á fragt talinn standa í vegi fyrir því, að það sé gert. Það sem þarf að gera, er að sanna það, að enda þótt fragt væri eitthvað dýrari með kæliskipum, þá mundi sá kostnaðarmis- rnunur vinnast upp með öryggi gagnvart skemmdahættu og minni vigtarrýrnun. Ég tel, að með því að flytja saltfiskinn í kæliskipum, mætti spara fiskeigendum að miklu þá yfirvigt, sem oft verður að taka á ungan fisk, til þess að hann komi ekki fram á markaði með óhóflegri undir- vigt. Þurrkun saltfisks. Allir sem til þekkja við þurrkun salt- fisks, telja sólþurrkun betri en húsþurrk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.