Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 18
128
Æ G I R
hagnýta fisk, sem væri sprunginn eða
sundurlaus, en góð vara að öðru leyti.
Á Italíu er eitthvað gert að því að bein-
hreinsa saltfisk og paklca liann inn, en i
stórar pakkningar. Eru þá tekin á svip-
aðan hátt tvö beinlaus flök af venjulegum
saltfiski eftir að hann hefur verið þveginn
og sérvafinn í heilu lagi ofan í trékassa. í
þessa framleiðslu vilja Italir hafa stóran,
þykkan og umfram allt blæfallegan og ó-
sprunginn fisk.
V. Um salt.
Salt það, sem keypt hefur verið til lands-
ins undanfarin ár, hefur reynzt mjög mis-
jafnlega, jafnvel svo, að t. d. 1950 skemmd-
ust nokkur þúsund tonn af saltfiski og varð
af geysilegt tjón.
Menn eru ekki á eitt sáttir um, hvaða
efni í saltinu hafi valdið skennndunum,
enda þótt reynt hafi verið að rannsaka það
hér, svo sem föng voru á.
Það er ekki ólíklegt, að saltframleiðslan
hafi lotið sömu örlögum og flest önnur
framleiðsla eftirstríðsáranna, þ. e. meiri
óvöndun í framleiðslu en áður var.
Eins og málið horfir við, þá virðist þurfa
að tryggja sem bezt gæði saltsins áður en
það er flutt til landsins, með hvaða ráð-
stöfunum, sem það verður gcrt. Hins vegar
er sjálfsagt að athuga öll áhrif saltsins á
fiskinn hér heima eins og hægt er, það
getur kostað miklar skemmdir og tjón
meðan engin viss niðurstaða er fengin.
Það er meira en tímabært, að samtök
framleiðenda eða ríkisstjórnin hér komi á
ströngu eftirliti með innkaupum á salti,
sem framkvæmt væri áður en saltið er
flutt til landsins. Hvernig þessu eftirliti
verður fyrir komið, verður að fara eftir
því, hvaða aðferðir er hægt að viðhafa,
sem hagnýtar eru til þess að tryggja betur
öryggi framleiðenda, sem nota saltið. Þetta
eftirlit verður að fara fram í þeim löndum,
sem við kaupum saltið frá, og ekki í eitt
skipti, heldur framvegis með öllum salt-
kaupum. Ég hef þá trú, að ef glöggur mað-
ur vinnur þetta starf, þá mundi hann smám
saman finna út aðferð, sem gerir starf hans
hagnýtt.
Það getur verið, að þetta sé fullkomið
starf fyrir einn mann, en náist árangur og
öryggi, er það ekki mikill kostnaður mið-
aður við það tjón, sem af og til hlýzt af
saltskemmdum á fiski.
Hugsanlegt er, að saltinnkaupin mundi
verða gerð með lengri fyrirvara en áður
hefur verið gert, t. d. ef eftirlitsmaður ósk-
aði að salta eða láta salta fisk úr salti af
saltbirgðum, sem eru til sölu, eða gera ýms-
ar aðrar ráðstafanir.
Gerðar hafa verið tilraunir hér á landi
með að hagnýta notað salt, ýmist með að
liarpa og þvo saltið eða að salta fislcinn
úr því í fyrstu söltun, þvo síðan fiskinn
þegar honum er umstaflað og salta úr nýju
salti. Mér er kunnug't um eina tilraun, sem
gerð var hér á landi 1952 með notkun á
úrsalti. Framleiðslustöð sú, er þessa tilraun
g'erði, átti mikið notað salt, sem fiskur
hafði verkast vel úr árið áður og mátti því
ætla, að hættulaust væri að nota saltið með
því að þvo það eða fiskinn. Sá kostur var
tekinn að salta fiskinn úr saltinu óþvegnu
í fyrstu söltun, en salta töluvert meira en
venjulega úr nýju salti. Þegar fiskinum var
umstaflað, var liann skolaður úr hreinum
sjó og um leið burstað yfir fiskinn, bæði
roð- og fiskmegin. Síðan var fiskurinn salt-
aður úr hreinu salti, heldur meira en venju-
lega vegna þvottarins. Þessi fiskur leit mjög
vel út sem fullstaðinn. Hann var seldur
óverkaður til þess að eiga ekkert á hættu
með að fram kæmi í honum í verkun ein-
hver hugsanleg áhrif frá notkun gamla
saltsins. Enda þótt nokkur vinna væri við
að þvo fiskinn um leið og honum var um-
staflað, töldu forráðamenn, að þessi tilraun
hefði borgað sig mjög vel.
Þótt þarna hafi tekizt vel, er sjálfsagt að
fara varlega með alla notkun úrsalts, enda
þótt það sé þvegið eða fiskurinn þveginn.
Það mun vera kostnaðarmeira að þvo
saltið heldur en að nota þá aðferð að þvo
fiskinn. Hins vegar mætti ætla, að í öllum