Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 9
Æ G I R
119
Við héldum alveg fast fram, að það
eina, sem máli sldpti, væri gæði, ásig-
komulag og útlit fisksins, og eftir því
væri hann metinn í I, II og III, engu
máli skipti í hvaða veiðarfæri fiskur-
inn væri veiddur. Þeir sögðu, að allur
netjafiskur væri hengdur í netjunum og
væri því dökkur með blóðæðar í þunn-
ildunum. Þetta sögðum við að væri
ekki rétt, nema ef netin lægju of lengi
i sjó vegna veðurs; sögðum einnig, að
þetta væri aðeins skaði Islendinga, því
ef netjafiskurinn væri ekki það góður
eða fallegur, að hann gæti talizt nr. I
í mati, þá færi hann í aðra flokka. Við
bentum þeim á, þessu til sönnunar, að
áður fyrr, þegar þeir keyptu fiskinn
samkvæmt linu I og neta 1, fengu marg-
ir framleiðendur, sem vönduðu sína
vöru, mikinn netjafisk í línu I. Við
sögðum þeim, að ef þeir héldu fast við
þessa kröfu, mundu þeir gera íslenzka
fiskmatinu mjög erfitt fyrir um störf
sín. Að síðustu féllust þeir á okkar
sjónarmið í þessu efni og var ekki
meira um þetta rætt.
1 umræðum okkar við þá, viðkomandi
óskum þeirra um „eðlilega verkaðan fisk“,
þ. e. fisk, sem er tekinn vaskaður og þurrk-
aður hæfilega staðinn, en ekki gamalstað-
inn, stungum við upp á því að athugað
væri að gera næstu samninga þannig, að
ákveðið væri um allar afskipanir fyrir
fram og væri þá komið á fastari skipaá-
ætlun milli Spánar og Islands, t. d. einu
sinni í hverjum tveim mánuðum. Með þessu
væri auðvelt fyrir islenzka framleiðendur
og islenzkt fiskmat að hafa fiskinn ætíð
hæfilega verkaðan fyrir þá.
Eftir umræður okkar og útskýringar við
þá, geri ég ráð fyrir, að þeir muni vera
mjög fáanlegir til þess að vinna að þessu
nieð íslendingunr, er næstu samningar
verða gerðir.
Það þarf ekki að taka fram, að þetta
væri framleiðendum hér mjög til hagræðis,
um leið og það væri öryggi fyrir því, að við
gætum útvegað betri og eftirsóttari vöru.
Slíkar fastar ferðir mundu líka auðvelda
mjög kaup Islendinga á spönskum vörum,
sem þurfa að aukast.
Um þurrkstig fijrir hin ýmsu héruð á Spáni.
Kaupendur vildu halda því fram, að ekki
gilti sama þurrkstig fyrir t. d. Bilbao- og
Barcelona-markað.
Við athuguðum þetta með þeim sjálfum
á báðum stöðum og komumst við að þeirri
niðurstöðu, að munur þessi væri hverfandi
eða svo lítill, að tæplega væri hægt að að-
greina hann i mati, samkvæmt þeirra eigin
útskýringum við okkur um æskilegt þurrk-
stig. Við stungum upp á því við þá, hvort
ekki væri mögulegt að leysa þetta með því
að beina % þurra fiskinum meira þangað,
sem linþurrari fiskurinn væri æskilegri, og
svo % þurra annað; bentum þeim á, að
þeir gerðu það nú. Sögðum við þeim, að
miklu auðveldara væri fyrir okkur að halda
nákvæmum þurrkstigum eins og nú væri
ákveðið.
Lítið var rætt um þetta frekar, en hr.
Þórður Albertsson ætlaði sér að ræða þetta
nánar við þá, ef með þyrfti.
Ég get ekki komizt hjá því að minnast
hér á það, að reynt hefur verið að selja
söltuð þunnildi til Spánar. Ég kynnti mér
þetta mál dálítið á Spáni og eftir það er
álit mitt það, að við eigum ekki að reyna
að selja þangað þunnildi. Þetta álit mitt
hyggi ég á eftirfarandi:
Víða á Spáni, a. m. k. Barcelona og Cata-
loníu, er fiskurinn skorinn þannig, að
þunnildin verða að seljast sérstaklega og
þá fyrir mikið lægra verð. Ég varði tölu-
verðum tíma í það í Barcelona að athuga
útsölustaðina til að kynnast áliti kaup-
mannanna. Meðal þeirru merkustu, sem ég
skoðaði verzlanir hjá og ræddi við, voru:
Antoni Gregori, Mercado de la Concep-
ción, Puesto No. 168.
Joce Ma. Molins, Mercado de la Concep-
ción, Puesto No. 177.
Juan Font Castelles, Mercado de San
Antonio. Puesto No. 407.