Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 33
Æ G I R
143
útgerðarmanna að setja löndunarbann, eru
ekki brot á brezkum lögum,“ svo sem stjórn
Bretlands nú kemst að orði.
Menn verða að gera sér ljóst, að brezkir
útgerðarmenn hafa lengi beðið fœris á að
útiloka Islendinga frá brezka fiskmarkað-
inum. Og úr því þeim nú er látið haldast
uppi að spilla vináttu íslendinga og Breta
með því að setja á einkalöndunarbann sitt,
er tæplega von, að íslendingar þori að
treysta því, að þeim verði síðar bannað að
viðhalda banni, meðan engin slík yfirlýs-
mg liggur fyrir af hendi brezkra stjórnar-
valda.
Eg fullyrði því, að jafnvel þótt íslend-
ingar féllust á tillögu Breta, um að leggja
Faxafl óalínuna fyrir Haagdóminn, mundi
niálið litlu eða engu nær þeirri „raunhæfu“
lausn, sem stjórn Bretlands nú lýsir eftir.
Og það er einmitt vegna þess, að sú máls-
meðferð er óraunhæf, en ekki raunhæf, að
engin íslenzk ríkisstjórn mun fallast á hana.
Hvers vegna skyldu íslendingar líka vera
aÖ leita uppi einhverja þá aðila, Haagdóm-
stólinn eða aðra, sem kynnu að einhverju
ieyti að véfengja gjörðir Islendinga, og
kosta til þess bæði fé og fyrirhöfn, á með-
an þvi fer víðsfjarri, að tryggt sé, að sá
málarekstur og þau málalok bindi enda á
deiluna, ef þau gengi Islendingum í hag.
Nei, Islendingar eiga á því óvéfengjan-
legan rétt, að trygging fáist fyrir því
tvennu: að deilan verði lögð fyrir dómstól-
mn með réttum hætti og, að dómsúrslit
verði raunveruleg málalok. Fyrr en þessu
læst framgengt, getur enginn krafizt þess,
að Islendingar samþykki að skjóta málinu
til dóms. Og sá aðili, sem þvi getur full-
nægt, en gerir það ekki, getur í þessum
efnum engum ásökunum stefnt að ríkis-
stjórn íslands.
Siðan vék ráðherrann að ýmsum þeim
eökum, sem hann hafði fært fram fyrir
malstað Islendinga í Lundúnaför sinni i
janúar 1952 og á fundi Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar i París í desember síðastl.,
en forseti þeirrar samkomu var utanríkis-
ráðherra Breta. Ræðu sína endaði ráðherr-
ann á þessa Ieið:
Og loks sagði ég í viðræðum, er ég átti
um síðustu áramót við stjórn Bretlands,
að hvorki núverandi ríkisstjórn íslands, né
nein önnur, vildi víkja í þcssu máli. Það
gæti heldur engin islenzk stjórn gert, þótt
hún vildi. Sú stjórn, sem það reyndi, yrði
ekki lengur stjórn íslands. Hún yrði að láta
sér nægja að vera fyrrv. rikisstjórn.
íslendingar munu aldrei hvika.
öll þessi ummæli og ótal önnur, sem
stjórn íslands hefur viðhaft, tala svo ó-
tvíræðu máli, að ekki verður um villzt. Er
þetta nú rifjað upp, svo Ijóst megi verða
það tvennt, að íslendingar hafa aldrei leynt
Breta neinu um fyrirætlanir sinar i þessu
máli og, að íslendingar munu aldrei hvika
frá margyfirlýstri stefnu sinni í því. Þegar
stjórn Bretlands nú lýsir eftir „raunhæf-
um“ tillögum Islands í málinu, veit hún
þess vegna, hverra svara er von. Tillögur
ríkisstjórnarinnar liggja Ijóst fyrir. Þeim
verður aldrei breytt. Það fyrirheit tel ég mig
geta gefið íslenzkum sjómönnum á þess-
um hátíðisdegi þeirra, enda treysti ég þvi,
að sérhverri stjórn, sem reynir að bregðast
hagsmunum Islendinga í þessu máli, muni
tafarlaust vikið frá völdum.
Þjóðina vil ég svo minna á það, að tak-
ist ekki að leiða þetta mál til Iykta bráð-
lega, getur komið að því, að hún þurfi að
sanna vilja sinn og einhug með fórnfýsi.
Þá reynir á þolrifin, því auðvitað getur
liver einstaklingur ekki heimtað óbreyttar
eða vaxandi tekjur sjálfum sér til handa,
ef þjóðin lendir í viðskiptastvrjöld, sem,
a. m. k. um skeið, leiði til minnkandi þjóð-
artekna.
Hér hefur risið viðkvæmt vandamál milli
gamalla vina. Vér skuluin fara að öllu með
stillingu — Islendingar —. Vér metum mik-
ils vináttu Breta og virðum þá vel. En rétt-
inum stöndum vér á.
— . > - ---