Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 40
150 Æ G I R Utgerá og afla brögð. Austfirðingafjórðungur. (27. maí.) Hornafíörður. Vertið lauk um 20. maí. Eftir að þorskanetjaveiði liætti var dágóð- ur afli á línu. Hvanney og Helgi fóru með net eina veiðiferð í Bakkaflóa, en öfluðu fremur litið. Djúpivogur. Framan af mánuðinum var nokkur afli í þorskanet í firðinum. Einn hátur reri með línu og fékk reytingsafla, um 4 smál. í róðri. Smærri bátar hafa ekk- ert aflað síðan þorskanet voru tekin upp. StöðvarJjörður. Vörður og Hlíri hafa róið með línu á heimamið og aflað sæmilega. Einnig hafa tveir opnir vélbátar verið á veiðum og fengið góðan afla. Mest af afl- anum hefur verið fryst, nokkuð saltað. Fáskrúðsfiörður. Sjö stórir bátar hafa stundað veiðar ýmist með línu eða hand- færi og einnig nokkrir opnir vélbátar. Gæftir hafa verið góðar og afli mjög sæmi- legur. Ekkert kom af netjafiski í fjörðinn. Aflinn hefur allur verið hraðfrystur. Eskifiörður og Reyðarfiörður. Opnir vél- bátar frá þessum stöðum hafa aflað mjög sæmilega á línu, mest steinbít. Veður voru hagstæð til sjósóknar. Nokkuð yeiddist af smásíld á Reyðarfirði, en á hana aflaðist mjög svipað og frystu síldina. Stóru bát- arnir fóru eina veiðiferð með þorskanet í Bakkaflóa og fengu góðan afla. Togarinn Austfirðingur veiddi bæði í salt og ís í maí- mánuði. Norðfiörður. Þorskanetjabátar fóru eina veiðiferð í Bakkaflóa og fengu allgóðan afla, en nokkuð misjafnan. Fimm litlir bátar byrjuðu veiðar og fengu sæmilegan afla á færi og línu. Aflinn var ýmist salt- aður eða frystur. Togarinn Egill rauði afl- aði í ís, en Goðanes i salt. Mjóifiörður. Tveir litlir bátar voru á handfæraveiðum og öfluðu vel. Þeir seldu aflann til Norðfjarðar. Seijðisfiörður. Nokkrir smábátar hafa íiskað sæmilega á handfæri á heimamið- um. Valþór fór eina veiðiferð i Bakkaflóa og fékk 30 smál., er fór til herzlu. Togar- inn ísólfur landaði 250 smál. fyrir miðjan mánuðinn og var sá fiskur allur hertur. Borgarfiörður. Sex opnir vélbátar voru byrjaðir veiðar fyrir mánaðarlok og öfluðu þeir vel á handfæri. Aflinn var allur hrað- frystur. Vopnafiörður. Tveir bátar byrjuðu veiðar og urðu að sækja í Bakkaflóa, því að ekk- ert aflaðist á heimamiðum. Bakkafiörður. Sex bátar voru byrjaðir veiðar fyrir maílok og öfluðu þeir vel, en nokkuð misjafnt. Mest var veiðin í firðin- um rétt fram undan Höfn. Aflinn var all- ur saltaður. Vestfirðingafjórðungur. (Maí.) Flatcgjarbáturinn Sigurfari hætti veiðum 26. apríl og fékk hann einungis 76 smá- lestir. Víkur. Þrír smærri bátar hófu þar færa- veiðar um miðjan mánuðinn. Hafa þeir yfirleitt aflað vel. Patreksfiörður. Vélbáturinn Freyja og Sigurfari hættu báðir fyrir miðjan mánuð- inn og tóku síðan upp færaveiðar. Allmargt smábáta bættist og vi'ð þarna eftir miðjan mánuðinn. Aflinn var oftast góður, um og yfir 1000 kg í sjóferð. Aflahæsti báturinn, sem er 5 lesta og með þremur mönnum, hafði fengið IIV2 smálest í mánaðarlokin. Togararnir voru báðir á veiðum og hefur annar verið á Grænlandsmiðum undan- farið. Tálknafiörður. Vélbáturinn Sæfari hætti veiðum um miðjan maí. Báturinn hafði þá aflað um 340 smálestir frá því í byrjun febrúar. Nokkrir smábátar tóku upp færa- veiðar í lok mánaðarins og einn um miðjan mánuðinn. Sæfari er líka nýlega farinn á færaveiðar. Aflinn hefur verið góður með köflum, mest um 2000 kg í sjóferð. Þrír og fjórir menn eru undir færi. Bíldudalur. Bátarnir þrír hættu veiðum fyrir miðjan mánuðinn og var þá afli tek- inn nokkuð að tregast. Jörundur er lang- aflahæstur af bátunum á vetrarvertíðinni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.