Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 32
142
Æ G I R
verður að gera það upp við sjálfa sig, hvort
hún vill heldur deila við fámennan hóp
þegna sinna, eða íslenzku þjóðina og mál-
stað hennar — hvort hún kýs fremur að
brjóta á bak aftur mótþróa þessara þegna
sinna eða að kaupa frið við þá því verði,
að þola þeim enn að spilla aldagamalli vin-
áttu og viðskiptum íslendinga og Breta og
þar með: „brjóta gegn því, sem er meira
en nokkurt þjóðland, sem sé málstað frels-
is og réttlætis; málstað hins veika gegn
hinum sterka, málstað réttarins gegn of-
beldinu," og þetta var sá málstaður, sem
Sir Winston Churchill sagði á hinni stóru
stund Breta í stríðinu, að þeir berðust fyr-
ir og hinn siðmenntaði heimur þá trúði á.
Tilraunir íslenzku stjórnarinnar.
íslenzka stjórnin hefur reynt að hafa á-
hrif á ákvörðun brezku stjórnarinnar í
þessum efnum. Enn hefur það þó ekki
borið árangur, sem raun ber vitni um.
En islenzka ríkisstjórnin vill, að það
liggi ljóst fyrir, að það er vegna þess, að
brezka stjórnin hefur valið þann kostinn
að sætta sig við málstað og baráttuaðferð
brezkra útgerðarmanna, fremur en að taka
á sig þann vanda að hefja til vegs siðferði-
legan og lagalegan rétt íslendinga, að enn
hefur ekki tekizt að koma á umræðum um
það, með hverjum hætti þessi þjóðhættu-
lega deila skuli lögð fyrir alþjóðadómstól-
inn.
En, segja menn, er þá víst að kröfur ís-
lendinga séu ekki svo fjarri sanni, að brezka
stjórnin geti með engu móti við þær unað?
Þeirri spurningu er margsvarað í öllum
þeim einörðu og rökföstu orðsendingum,
sem utanríkisráðherra íslands hefur f. h.
íslenzku stjórnarinnar sent utanríkisráð-
herra Bretlands, en Jiar er réttur íslendinga
studdur óbifanlegum rökum. Þau rök skulu
ekki endurtekin hér. Hins vegar má nú
svara þessari spurningu með því að spyrja:
Við hvað á stjórn Bretlands, þegar hún í
síðustu orðsendingu sinni segist fús til að
taka til athugunar hvers konar, „raunhæf-
ar“ tillögur, sem íslenzka ríkisstjórnin
kynni að vilja gera um lausn málsins.
„Raunhæfar“ tillögur.
Hvað er það, sem stjórn Bretlands á við
með „raunhæfum“ tillögum?
Hún hlýtur að eiga við tillögur, sem leiða
til friðar og fullra sætta í málinu, þannig
að forn vinátta og viðskipti jDjóðanna hefj-
ist á ný.
En væri það J)á t. d. „raunhæft“, ef stjórn
íslands tæki upp þá tillögu stjórnar Bret-
lands, að leggja Faxaflóalínuna eina fyrir
Haagdóminn nú, eftir að brezkir útgerðar-
menn neita að fallast á að aflétta einka-
löndunarbanni sínu, J)ótt samkomulag ná-
ist um málsmeðferð og stjórn Bretlands
hefur lýst yfir, að löndunarbannið sé lög-
legt og utan umráðasviðs rikisstjórnar
Bretlands?
Vér skulum alls ekki reikna ineð því, að
nokkuð ])að komi fyrir í málarekstri eða
dómsniðurstöðu, sem gefur brezkum út-
gerðarmönnum byr i seglin, heldur ganga
út frá því, sem lika ætti að mega treysta,
að dómstóllinn staðfesti ákvörðun íslend-
inga um Faxaflóalínuna.
En myndu ekki brezkir útgerðarmenn
eftir sem áður neita að aflétta banninu?
Myndu J)eir ekki krefjast, að næst dæmdi
dómurinn um 4-mílna línuna?
Og segjum, að einnig það mál ynnu ís-
lendingar.
Myndu J)á ekki brezkir útgerðarmenn
vilja fá önnur málsatriði sannprófuð?
Segjum, að við ynnum einnig þessi mál.
Hvað yrði mikið vatn runnið til sjávar,
áður en allir þeir dómar yrðu gengnir?
Og hversu margar milljónir hefði sá
málarekstur kostað Islendinga?
Hafa lengi leitað færis.
Og það, sem úr sker, hver þorir að á-
byrgjast, að sú stjórn, sem þá kann að
fara með völd í Bretlandi, sé reiðubúin að
knýja hrezka útgerðarmenn til að aflétta
einkabanninu, „J)ar eð þær aðgerðir brezkra