Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 7
Æ G I R
117
un til Spánar, var það ákveðið, að ég færi
út til Spánar í þeim tilgangi, og í fyrsta
lagi að komast eftir, hve nærri óskum
kaupenda þar okkur hefði telcizt að meta
farm e/s „Monte Albertia“, og að ég mynd-
aði mér fullkomna skoðun urn mat og
verkun þangað.
Strax og ég kom til Spánar, setti ég mig
•í samband við umboðsmann S. í. F. þar, hr.
Þórð Albertsson, og er ekki ofsögum sagt
af þvi, að hann veitti mér mjög fullkomna
aðstoð í starfi mínu, og á ég honum mikið
að þakka, hvaða árangri ég náði í ferðinni.
Þar sem hr. Þórður Albertsson var nær
alltaf með mér, er við áttum viðtöl við
kaupendur fisksins og að við töluðum ætíð
ítarlega saman um öll atriði áður en við
ræddum við þá, mun ég mér til hægðar-
auka við skýrslugerðina framvegis segja
.,við“ og „þeir“.
Við ræddum við kaupendur í Bilbao strax
eftir að ég kom þangað og sögðum þeim,
að erindi mitt væri eingöngu að mynda
mér fullkomna skoðun um þarfir og óskir
Spánarmarlcaðarins og fullnægja þeim, að
svo miklu leyti, sem það væri mögulegt,
niiðað við íslenzkar aðstæður.'Við óskuðum
eftir, að kaupendur létu í Ijós skoðanir sín-
ar um fiskinn og gæði hans afdráttarlaust
og eins nákvæmlega og þeim væri unnt.
Tókum sérstaklega fram við þá, að með því
að yfirdrífa skoðanir sínar á einhvern veg,
mundu þeir gefa okkur rangar hugmyndir,
sem gætu orsakað það, að tilganginum með
komu minni yrði ekki náð, eins og ætlast
væri til. Þeir tóku þessu mjög vel, og fann
ég ekki allan tírnann annað en að þeir
höguðu sér samkvæmt þessu.
Til þess að kynnast sem bezt skoðun
kaupenda á íslenzku mati og fiskverkun,
var ákveðið, að við og þeir skoðuðum ná-
kvæmlega farm e/s „Monte Albertia“, þeg-
ar hann væri kominn á land.
Þar sem þeir vildu ekki byrja á þessu
verki fyrr en farmurinn væri korninn á
land, notaði ég tímann, meðan uppskipun
stóð yfir, og skoðaði minnst 2 pakka af
hverju einasta hornmerki og' gerði ná-
kvæma skýrslu um þá skoðun. Þetta skap-
aði mér sterkari aðstöðu síðar, er við hóf-
um sameiginlega skoðun með þeim. Um
þessa skoðun mina fylgir hér sérstök
skýrsla um hvert merki.
Alit Spánverju á farminum.
Þar sem S. í. F. liefur borizt álit kaup-
enda bæði í Bilbao og Barcelona, þarf ég
ekki að skrifa um það langt mál, ég er
áliti þeirra samdóma.
Þegar við athuguðum fiskinn sameigin-
lega með þeim, þá voru ekki tekin öll
merkin, heldur 15—20 merki. Þar sem ég
hafði skoðað hvert merki af farminum áð-
ur, álít ég, að við höfum verið mjög heppnir
í hinni sameiginlegu skoðun, því sum
merki, er ég fann mjög ábótavant við,
komu þá ekki fyrr en við sameiginlega
skoðun.
Álit þeirra á farminum er þvi ef til vill
heldur betra en hann átti skilið og verður
að reikna með því í framtíðinni.
Sameiginlegt álit leiddi í Ijós eftirfarandi:
1. Fiskurinn reyndist of mikið þurrkað-
ur að meira eða minna leyti. í þetta
atriði vörðum við löngum tíma að
rannsaka með þeim. Við báðum þá að
velja 2 fiska, annan % og hinn % að
þeirra dómi, með það fyrir augum að
prófa rakainnihald þeirra. Þetta var
gert, og sáum við svo um, að það væri
gert á sama hátt og hér heima. %
fiskurinn reyndist innihalda 44.90%,
en % 41.50% raka.
í sambandi við þetta kom fram leið-
inlegur galli í íslenzku mati, en hann
var, að í sömu pökkunum reyndist
fiskurinn misþurrkaður, þótt það væri
ekki almennt.
Þótt í raun og veru sé ekki hægt
að kenna öðru um þetta en fiskmat-
inu, þá á þetta rót sína að rekja til
ónákvæmni þeirra, er sjá um þurrkun
fisksins; þurrka of lengi saman mis-
stóran og misþykkan fisk, þannig, að