Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 31
Æ G I R
141
Úr ræðu
Ólafs Thors á sjómannadaginn.
ólafur Thors siglingamálaráðherra flutti
ræðu á sjómannadaginn 7. júní og fjallaði
hún eingöngu um landhelgismálið. Fara
liér á eftir þættir úr ræðunni:
Þá stund, sem mér er ætluð að tala hér,
mun ég nota til þess að víkja að síðustu
orðsendingu Breta í landhelgismálinu, en
hún barst stjórn íslands hinn 20. f. m.
Staður og stund er rétt valin.
Fátt hefur jafn bein og djúptæk áhrif á
afkomu íslenzkra sjómanna og útgerðar-
manna, og raunar Islendinga allra, sem það
að takast megi að hindra, að á ný hefjist
rányrkja fiskimiðanna, sem hlyti að leiða
til gereyðingar þeirra. Fyrir því er það ís-
lendingum höfuðnauðsyn, að fast og mynd-
arlega sé haldið á rétti þeirra í friðunar-
málinu.
Það er því næsta eðlilegt, að útvegsmála-
ráðherra íslands ræði einmitt síðustu við-
hurði þessa máls, þegar hann ávarpar sjó-
mennina á hátíðisdegi þeirra.
Ég ætla, að óhætt sé að treysta því, að
háttvirtir hlustendur þekki efni málsins og
sögu í aðalatriðum, og vík því beint að
siðustu orðsendingu Breta.
í orðsendingu þessari segir:
.,Að lokinni mjög gaumgæfilegri athug-
rm þykir brezku stjórninni það leitt, að
hún verður að skoða svar íslenzku ríkis-
stjórnarinnar sem neitun á tillögum brezku
hjálmsson útgerðarmaður í Reykjavík, Sig-
urður Ágústsson, alþingismaður, Stykkis-
hólmi, Sveinbjörn Árnason útgerðarmaður,
Garði, Ólafur H. Jónsson, framkvæmdar-
stjóri, Reykjavík, og Ásberg Sigurðsson
framkvæmdarstjóri, ísafirði.
ríkisstjórnarinnar um að leggja málið fjnir
alþjóðadómstólinn.“
Samúðin mikils virði.
Á því leikur ekki vafi, að þessi fullyrðing
brezku stjórnarinnar er til þess fallin að
draga úr þeirri miklu samúð, sem ísland
hefur átt að fagna með frelsisunnandi þjóð-
um, en þær hafa dæmt málstað íslendinga
sterkan og málsmeðferð fram að þessu í
fullu samræmi við venjur og hætti siðaðra
þjóða. Þessi samúð er og verður Islending-
um mikils virði. Þykir því rétt, að staðhæf-
ingar brezku stjórnarinnar séu betur athug-
aðar í Ijósi staðreyndanna.
Handhægast er að athuga rök sjálfrar
brezku stjórnarinnar fyrir henni. Þau eru
tilfærð í nefndri orðsendingu og eru svo-
hljóðandi:
„Eins og íslenzku rikisstjórninni er kunn-
ugt, getur brezka ríkisstjórnin ekki undir-
gengizt slíka ábyrgð (þ. e. a. s., að löndun-
arbanninu verði aflétt), þar eð þær aðgerð-
ir brezkra útgerðarmanna, að setja á lönd-
unarbann, eru ekki brot á brezkum lögum.“
Ekki skal það véfengt, að brezkum út-
gerðarmönnum sé heimilt að óbreyttum
lögum að hindra íslendinga í því að selja
fisk sinn í Bretlandi. En það sker ekki úr,
heldur hitt, að það er stjórn Bretlands og
þing, sem ræður löggjöf landsins, en ekki
brezkir útgerðarmenn. Og það sem brezka
stjórnin getui' ekki gert í dag, vegna þess
að hana skortir lagaheimild, getur hún á
morgun, skorti liana ekki viljá til að afla
sér slíkrar heimildar.
Úr vöndu að ráða.
Hitt er svo annað mál, að án efa er úr
vöndu að ráða fyrir brezku stjórnina. Hún