Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 26

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 26
136 Æ G I R Heimsókn dr. Finn Devold, hinn kunni norski fiski- fræðingur, kom til Reykjavikur laust fyrir miðjan apríl og dvaldist hér í vikutíma rösklega. Háskóli íslands bauð Devold hing- að, og' flutti hann tvo fyrirlestra á vegum hans, en þann þriðja á vegum Norðmanna- félagsins og félagsins Island—Noregur. Aðsóknin að fyrirlestrum Devolds bar það greinilega með sér, að marga fýsti að heyra hann, en fyrirlestrarnir fjölluðu að- allega um síldveiðar og sildarrannsóknir Norðmanna. Devold er mjög æfður fyrir- lesari, er á auðvelt með að gera flókið efni auðskilið. Hann talaði algerlega blaðlaust, en notaði skuggamyndir mikið til skýring- ar máli sínu. Engin tök eru á að rekja hér efni fyrir- lestra Devolds svo langir og yfirgripsmikl- ir, sem þeir voru. Þess má og einnig geta, að hér í blaðinu hafa endrum og sinnum verið birtar allítarlegar frásagnir af síldar- rannsóknuin hans. Devold sagði, að síldarleysið fyrir Norð- urlandi undanfarin ár væri ekki sérstætt fyrirbrigði, þess gætti greinilega í síldveiði- sögu Svía og Norðmanna, að þar hefðu komið aflaleysistímabil. Að því mætti jafn- vel færa sönnur, að þá er mikil sildveiði væri við Svíþjóð undan Bohuslén og þar í kring, væri oftast mjög lítil síldveiði við Noreg og stundum engin. En þessu væri svo varið alveg öfugt, þá er mjög mikil síldveiði væri við Noreg. En í þessu sam- bandi má geta þess, að Norðmenn hafa dregið saman mjög mikil gögn um afla- brögð og verkun síldar allt frá því um aldamótin 1800 og unnið úr þeim. Devold gat þess, að síldarleysið fyrir Norðurlandi gæti verið runnið af sömu or- sök og víxlgöngur síldarinnar að ströndum Noregs og' Svíþjóðar, þótt ekkert væri hægt að fullyrða uin það. Mætti t. d. hugsa sér, að Norðurlandssíldin hallaði sér suður á Finn Devolds. bóginn í bili, en dragi sig svo norður fyrir Iand á gömlu síldarmiðin þar eftir eitt- hvert visst árabil. Einnig gæti farið svo, að sildin sækti upp að Austfjörðum eins og hún gerði fyrir síðustu aldamót. En með- an svo stæði, sem verið hefði undanfarin ár, að sildin sækti hvorki upp að Norður- landi né Austfjörðuin, yrðu íslendingar að stunda síldveiðar á úthafi, milli Jan Mayen, Færeyja og Islands. Eins og nú horfði væri ekki um annað að ræða en fiska síldina í reknet á þessum slóðum, en liins vegar væri það trúa sín, að veiða mætti síld í herpinót á úthafi, þegar fiskiskipin hefðu verið útbúin asdic-tækjum. Dr. Finn Devold sagði, að tapreksturinn á síldveiðunum hér við land undanfarin ár hlyti að ýta undir það, að Islendingar reyndu að eignast ámóta rannsóknarskip og G. O. Sars.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.