Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 5
Æ G I R 115 það mikið kapp að vinna saltfiskfram- leiðslu okkar og mati hennar traust á ný. Fiskmat ríkisins vann mjög að því að sam- ræma matið og færa það í horf við kröf- ur kaupenda. Um þetta var hin bezta sam- vinna og skilningur milli forráðamanna S. í- F. og fiskmatsins. Flestir saltfiskfram- leiðendur sáu líka nauðsyn meiri vöruvönd- unar og höguðu sér samkvæmt því. Viðkomandi Ítalíumarkaðnum virðast endurbætur á framleiðslu og mati á óverk- uðum saltfiski 1951 hafa náð árangri, þar sem engar svo alvarlegar kvartanir bárust þaðan, að til skaðabóta kæmi, og sainkvæmt umsögn umboðsmanna S. í. F. á Ítalíu, var álitið þar, að mat framleiðslunnar hefði færzt í betra horf. Eina verulega kvörtun- in, sem barst frá Italíu 1951, var um ó- eðlilega undirvigt á farrni, er sendur var þangað í júlímánuði, en hitinn um þetta leyti árs mun hafa verið aðalorsök fyrir léttuninni, þar sem um kælingu á farm- rúmi skipsins var ekki að ræða á annan hátt en að dæla sjó á dekkið og hreyfa loftið til í lestum með loftblásurum. M/s Arnarfell, skipið sem flutti þennan farm, er í alla staði ákjósanlegt flutningaskip fyr- h' saltfisk, en hefur ekki kæliútbúnað. Rökin fyrir því, að hitinn hafi verið or- sök léttunarinnar, eru eftirfarandi: 1- Um vorið 1951 flutti m/s Arnarfell farm af óverkuðum fiski til ítaliu, en mér er ekki kunnugt um, að þá hafi komið kvörtun um undirvigt. Þegar m/s Arnarfell flytur aftur farminn í júlí, er undir mörgum kringumstæð- um um fisk að ræða, sem var lengur staðinn en fiskurinn um vorið og hefði því siður átt að koma fram með und- irvigt. 2. Farmurinn, sem fluttur er út í júlí, er i mörgum tilfellum metinn af sömu matsmönnum og farmurinn um vorið, og ætti það að hafa verið framkvæmt á sama hátt. 3. Hvert einasta merki kom fram með undirvigt og er það einsdæmi, ef öll- um matsmönnum, víðs vegar á land- inu, hefði verið svo mislagðar hendur. Þetta virðist sanna það, að hvorki ástand fisksins né vigtun hans við mat, hafi hér verið uin að kenna. Það hefur alltaf þótt áhætta að senda óverkaðan saltfisk til Suð- urlanda í ókælduin skipum um heitasta tíma ársins. Þegar svo m/s Arnarfell var sent með farminn í júlí 1951, þótti mér fróðlegt að Iáta gera hitamælingu á leið- inni og fór þess á leit við skipstjórann, hr. Sverri Þór, að hann léti framkvæma þessa mælingu á leiðinni, en ég lagði til áhöld. Skipstjóri lét mæla þetta af mikilli ná- kvæmni og var hitastig mælt í fiskinum, lofthiti í lestinni, lofthiti úti og veðurlýsing tvisvar á sólarhring alla leið, eins og með- fylgjandi tafla sýnir á bls. 116. Það, að blásið var lofti í lestarnar, hef- ur að líkindum forðað fiskinum frá skemmdum, þar sem hitastig komst oft yf- ir 20° C. og lofthitinn í lestunum þar yfir, og var því nauðsynlegt að blása loftinu. Loftblásturinn hefur aftur á móti flýtt fyr- ir léttun fisksins, því með þeim hita, sem var í lestunum og fiskinum á Ieiðinni, hefur nokkuð svipað átt sér stað og í venjulegu þurrkhúsi. Að því atriði kem ég síðar. Þegar þetta er skrifað, mun vera búið að flytja til Ítalíu ca. 17 000 smál. af óverk- uðum saltfiski, framleitt á yfirstandandi ári, og á ég þar við þann fisk, sem metinn er og veginn hér á landi, eða fyrir utan það, sem togararnir hafa siglt með beint til Esbjerg, en sá fiskur er ekki metinn, nema að kastað er frá við uppskipun því, sem kaupandinn telur lakara en þriðja flokks. Mér er ekki kunnugt um, að fram að þessu hafi borizt kvartanir eða neinar um- sagnir frá ítaliu um þann fisk, sem met- inn hefur verið hér á landi og sendur þang- að á þessu ári. í sambandi við það, að enn þá hafa eng- ar kvartanir borizt frá þessum stærsta saltfiskmarkaði, telja sumir, að matið sé of strangt. Þessi deila á matið er nú sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.