Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 16
126 Æ G I R un. Það er ekki nokkur vafi á að þetta er rétt, einkum hvað snertir litarfar og áferð fisksins, sérstaklega ef linþurrkað er, t. d. % eða % þurrt. Ef nokkur tök eru á, er mjög mikilsvert að þurrka fiskinn úli fyrst, enda þótt að þurrkun hans væri enduð í húsi, ef svo stendur á, að það sé af ein- hverjum ástæðum óumflýjanlegt. Við hús- þurrkun þarf einkum að gæta þess, að fisk- urinn verði ekki upphlauþinn á yfirborð- inu, þvi verði hann það, gefur það honum slæma áferð og útlit. Það sem helzt veldur því, að fiskurinn fái slíka áferð, er ef þurrkað er við of mikinn hita miðað við rakastig loftsins. Sé lítill raki í loftinu, get- ur uppgufun úr yfirborði fisksins orðið of ör og hann fengið ljóta og' hrjúfa áferð á yfirborðinu. Hér á landi hafa ekki enn sem komið er verið gerðar nógu ítarlegar tilraunir svo hægt sé að gefa mönnum nákvæmar, al- hliða leiðbeiningar í þessu efni. Slíkar til- raunir eru mjög umfangsmiklar og taka langan tíma, jafnvel 2—3 ár. Menn geta prófað sig áfram sjálfir í þessum efnum og hafa gert, enda hefur liúsþurrkun á salt- fiski farið batnandi að þessu leyti síðustu 2 árin. Þegar ég var i Ameríku fyrir réttu ári síðan, heimsótti ég fiskiðnaðartilraunastöð kanadiska ríksins í Halifax, aðallega til þess að kynna mér tilraunir þeirra með þurrkun á saltfiski. Ég fékk ýmsar mjög gagnlegar upplýsingar hjá Mr. A. Wood, sejn var mér mjög vinsamlegur. Mr. Wood hefur liklega mest allra manna í Ivanada unnið að rannsóknum þurrkunar á salt- fiski um margra ára skeið og er því mjög fróður í þeim málum. Kanadamenn selja mest af sínum salt- fiski til Suður-Ameríku og Italíu, svo til- raunir þeirra hafa miðazt við meiri þurrk- un heldur en við þurrkum fyrir Spánar- markað. Þá hafa tilraunir þeirra líka mið- ast við þurrkun á mjög léttsöltuðum fiski (ca. 8% salt í þurrfiski), sem ekki er fram- leiddur hér, en Kanadamenn framleiða mikið af. Lítil þurrkun á saltfiski, eins og við þurrkun fyrir Spánarmarkað, er miklu viðkvæmari hvað útlit og áferð á yfirborði fisksins snertir heldur en þegar meira er þurrkað, t. d. eins og fyrir Suður-Ameríku- markað. Það er því hugsanlegt, að aðferðir þær, sem geta hentað vel við þurrkun á saltfiski, sem á að þurrkast mikið, t. d. í 33—37% vatnsinnihald, henti ekki vel fyrir fisk, sem ekki á að þurrka meira en 42—- 47% vatnsinnihald. Um þetta atriði taldi Mr. Wood, að sérstakar tilraunir gætu átt við linþurrkun fisks og þyrftu þær að ger- ast í því Iandi, sem fiskurinn ætti að verk- ast, með tilliti til veðurskilyrða o. fl. Þótt ég hafi undir höndum ýmsar fróð- legar niðurstöður fx-á fiskiðnaðarstöðinni i Halifax, um þurrkun á saltfiski, tel ég af ýxnsum ástæðum ekki rétt að birta þær hér, meðal annars vegna þess, að við mjög ólik skilyrði og ólíka framleiðslu er að ræða. Ég ætla aðeins að nefna hér örfá atriði, sem virðast eiga við, hvort sem um lítið eða mikið þurrkaðan fisk er að ræða, og nið- urstöður rannsóknarstöðvarinnar í Halifax hafa sýnt. 1. Ef þurrkunin er mjög ör, herpist yfir- borð fisksins saman og spxángur. Þetta gefur fiskinum slæmt útlit á yfirborði. 2. Of ör þurrkun getur stafað af of lágu rakastigi loftsins, sem þuri’kað er við. Talið er, að það megi ekki fara niður fyrir 50% rakainnihald. Getur líka stafað af of miklum hita. Það er vert að gefa því gaum í þessu sambandi, að loftraki hér á landi getur verið miklu lægri en í Kanada. 3. Talið er að vel þurfi að gæta þess að láta fiskinn fá næga stöðu í stafla milli hreiðslna til þess að rakinn jafnist út i yfii-borðið og að þurrka ekki yfir- borðið það lengi í einu, að þessi raka- jöfnuður verði erfiður eftir á. Þessi atriði eru svipuð og reynslan hefur sýnt hér. Vanir fiskverkunarmenn, sem sýna starfinu fulla alúð, munu smám sam- an finna beztu leiðina, hver við sinar að- stæður. Þegar salfiskur er þurrkaður, livort sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.