Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 29
Æ G I R
139
er um hálfu meira en þvermál auga. Vanga-
beinin eru tennt að aftan (rendurnar), en
ú hvoru tálknaloksbeini er greinilegur
kambur (sjá mynd). Munnurinn er stór,
fiskurinn yfirmynntur, og nær munnlínan
aftur á móts við fremri mörk augans. Einn
bakuggi, er greinist í tvo samvaxna liluta
og eru 11 broddgeislar í þeim fremri, en 12
bðgeislar i þeim aftari. Sömuleiðis er einn
gotraufaruggi, en í honum eru 3 stuttir
broddgeislar (fremst) og 8—10 liðgeislar.
í hvorum kviðugga er 1 brodd- og 5 lið-
geislar, en 17 liðgeislar i hvorum eyrugga.
Loks eru 17 geislar í sporðugganum, sem
er hvítrendur aftast. Gelgjur eru 7, 90
hreistursblöð eftir rákinni og hryggjarliðir
eru 26 (13 í bol og 13 í styrtlu). Spyrðu-
stæðið er mjög gilt.1)
Heimkynni. Tegundin er nokkuð algeng
i Miðjarðarhafinu og hefur oft fundizt i
norðanverðu Atlantshafi, þar sem heitur og
saltur sjór lætur til sín taka. Við austan-
vert Atlantshafið hefur blákarpi fundizt við
vesturstrendur Afríku og' Evrópu, allt norð-
ur í Ermasund, en þar en hann farinn að
vera sjaldgæfari. í höfnum Norðurlanda
liefur hans aðeins einstöku sinnum orðið
vart. Þannig hafa þrír fiskar fundizt við
suðvesturströnd Noregs milli Osló og Berg-
en og aðrir þrír við vesturströndina nálægt
Þrándheimi. Auk þess veiddust þrír enn
1938, einn í austanverðum Norðursjó, ann-
ur í Skagerak og sá þriðji í Eyrasundi.
Þetta er þvi 10. fiskurinn, sem finnst við
Norðurlönd, samkvæmt þeim heimildum,
sem ég hef náð til.2)
Lifnaðarhættir þessa fisks mega heita
ókunnir með öllu. Hann ætti með sönnu
skilið nafnið „rekaldsfiskur“, ef ekki væri
búið að festa það við aðra tegund (Pali-
nurichthys perciformis), því hvar sem rek-
ald, sem nokkuð laæður að, er á ferðinni,
er helzt að leita skepnu þessarar, ef önnur
1) Jean le Gall, í: Faune Ichthyologique de
l’Atlantique Nord. Khh. 1932.
2) K. A. Andersson: Fiskar och fiske i Norden.
Stockholm 1942. Alf Wollebæk: Norges fisker.
Kristiania 1924.
skiljrrði eru fyrir liendi (hiti og selta).
Enski fiskifræðingurinn Couch segir árferði
að því, hve mikið verði vart við þennan
fisk við suðurhluta Bretlandsevja. Geta lið-
ið mörg ár án þess að nokkur fiskur finn-
ist, en ef rekur mikið af timbri eða flek-
um upp að ströndinni að sunnan, lætur
liann síður á sér standa. Sennilega sækist
hann eftir smáfiskum, sem oft fylgja rek-
aldi í smátorfum, og nærist beinlínis eða
óbeinlínis (fyrir milliliði) á hinum marg-
vislega „gróðri“, sem jafnan vex á sjóvelkt-
um staurum og flökum. Annars er Iýsing
Chouch’s á þessa leið:
„Fiskimenn okkar liér á suður- og vest-
urströndinni þekkja þennan fisk mæta vel
og' þá ekki síður það, með hve skringileg-
um liætti hans verður vart. Skeð getur, að
ekki finnist einn einasti fiskur árum sam-
an. En ef mikið af rekavið ög flökum úr
skipum ber í áttina til lands sunnan úr
Atlantshafi, alvaxin helsingjanefum, slæð-
ist töluvert af þessum fiski í fylgd með
þeim, eins og hann sé sérstaklega hrifinn
af rekaldinu. Hann er einkar leikinn í að
skjótast kringum flökin eða skutlast yfir
þau, þegar bylgjurnar gefa honum tækifæri
til þess, og hef ég marga séð með særðan
sporð vegna núnings við flökin. Það er
engu líkara heldur en þeir séu í ellinga-
leik um leið og þeir hremma smáfiska og
krabbadýr, sem leita sér hælis milli hels-
ingjanefjanna og þörunganna, sem þelcja
flökin í þéttum breiðum. Vissulega lifa þeir
ekki sjálfir á helsingjanefum, því ég hef
aldrei fundið þau í maga þeirra. Erfitt er
að skilja hvers vegna þeir haga göngum
sínum hingað á þennan hátt, i fylgd með
rekaldi, eða að þeir safnast að skipum,
sem lengi hafa verið í hafi og orðin eru
óhrein í botninn. Þetta er þeim mun furð-
anlegra, þar sem vitað er, að í Miðjarðar-
hafinu lifa þessir fiskar einir sér, en ganga
ekki í torfum.
Eftir því, sem mér hefur verið sagt, eru
sæfarendur svo vanir því að finna megi
mergð blákarpa, þar sem mikið er um
skipsflök á norðanverðu Atlantshafi, að
L