Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 48

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 48
158 Æ G I R „Ægir‘\ mánaðarrit Fiskifélags Islands, flytur margs konar fróðleik um útgerð og siglingar ásamt fjölda mynda. — Argangurinn er um 300 bls. og kostar kr. 25.00. — Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslusími er 80500. — Pósthólf 81. Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson. Prentað í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Mikil síld við Færeyjar. Norska blaðið ,,Sunmnörstidcnde“ skýrir frá þvi, að þegar i aprílmánuði hafi orðið vart við mikla síldargengd á venjulegum fiskimiðum austur og norður af Færeyj- um. Ætlað er, að flest færeysk skip muni stunda síldveiðar í sumar, og jafnframt er búist við, að fjölmörg norsk og sænsk skip verði að síldveiðum við Færeyjar. Norskum síldveiðiskipum við Færeyjar verður á þessu sumri leyft að landa þeirri síld, sem þau komast ekki yfir að salta, í síldarverksmiðjuna i Kollafirði og fá þá 18 kr. færeyskar fyrir hektólitrann. Þar geta skipin fengið olíu og þar er einnig véla- verkstæði í sanibandi við verksmiðjuna. Taprekstur á Hull-togurum. Norska blaðið „Fiskaren“ skýrir frá þvi 27. maí síðastl., að síðastl. ár hafi orðið reksturslap á togurum, sem gerðir eru út frá Hull, er nemi 27 360 þús. ísl. króna. Gert er ráð fyrir, að i ár verði tapið enn meira. Tvær vikur í maímánuði varð að leggja Vs af togaraflota Hull og Grimsby vegna þess, hve fiskverðið var lágt. Kolaveiði í Barentshafi. Tuttugu sænskir og danskir bátar hafa verið við kolaveiðar í Barentshafi nú í vor. Seint í maimánuði voru 10 bátar búnir að fara eina veiðiferð og lögðu jafnskjótt upp í aðra og þeir höfðu losað. Er búizt við, að enn fleiri bátar frá Danmörku og Svíþjóð taki þátt í þessum veiðum en orðið er. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AUKAFUNDUR Meá því aá aáalfundur félagsins h. 6. þ. m. var eigi lögmaetur til þess aá taka endanlega ákvöráun um tillögu félags- stjórnarinnar varáandi innköllun og endur- mat hlutabréfa félagsins, er hér meá boáaá til aukafundar í H.F. Eimskipafélagi Islands, er haldinn veráur í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, fimmtudag- inn 12. nóvember 1953, kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: Tekin endanleg ákvörðun um inn- köllun og endurmat hlutabréfa félagsins. Aágöngmiáar aá fundinum veráa afhentir hluthöfum og umboásmönnum hluthafa dagana 9. til 11. nóvember næstkomandi á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Athygli hluthafa skal vakin á því, aá á meáan ekki hefur veriá tekin endanleg ákvöráun varáandi þetta mál, er ekki hægt aá taka á móti hlutabréfum til þess aá fá þeim skipt fyrir ný hlutabréf. Reykjavík, 19. jání 1953. STJÓRNIN. ★

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.