Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 21

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 21
Æ G I R 131 kurli, en í tveggja metra hæð yfir pottin- um hangir fiskurinn, sem þurrka á, og alltaf einungis nokkrir fiskar yfir hverj- um potti. Hvað er að segja um fiskneyzlu i Nigeriu og fiskinnflutning þangað? Fiskneyzla er almenn um allt landið, og þar sem Nigeriu-húar eru ekki háðir nein- um trúarsetningum um mataræði er fisk- neyzla þeirra ekki hundin vissum árstím- um, og er því jöfn árið um kring. Af þessu leiðir, svo og hinu, að ibúafjöldinn er mik- ill og fiskveiðar þeirra liggj a niðri hálft árið, að þeir flvtja inn allmikið af fiskaf- urðum, einkum harðfiski. Á tímabilinu janúar til október síðastl. ár fluttu þeir t. d. inn fiskafurðir fyrir um 110 millj. kr. ísl. Innflutningur frá Noregi hefur stóraukizt undanfarin ár, sem sjá má af eftirfarandi tölum: Árið 1950 var hann 592 þús. £, 1951 1-507 þús. £ og jan.—okt. 1952 2.240 þús.. £• Norðmenn selja einhverjar fleiri vörur til Nigeriu en harðfisk, en hann er þó lang- stærsti liðurinn. Innlendi fiskurinn er mikið ódýrari en sá innflutti, og er hann því aðallega keypt- ur af þvi fólki, sem lítið hefur milli handa. Erlendi harðfiskurinn er seldur um allt landið. Mjög algengt er það, að bændurnir komi til bæjanna með kakaó-framleiðslu sína og skipti á henni fyrir harðfisk. í höfuðborginni selst einkum smáfiskur. Beztur þykir 20—50 cm langur bolfiskur. Lagos-búar kaupa reyndar fisk upp í 60 cni, en hvað hann er lengri er hann lítt útgengilegur. Mér var sagt, að einungis 10% af sölufiskinum í Lagos mætti vera stærri en 60 cm. í austurhluta landsins, í Kalabar-amtinu, er liins vegar etinn stærri fiskur. Mikið er selt af hertri keilu í Lagos, en hún má helzt ekki vera mjög stór og alls ekki ráskert. Yfirleitt vilja Nigeriu-búar helzt þorsk. Mun láta nærri, að hann sé 70—80% af harðfiskinum, sem þar er seld- ur. í frönsku nýlendunni Kamerun er einn- !g etið talsvert af harðfiski, en hann má helzt ekki vera stærri en 75 cm. Þar eru ýmiss konar höft í sambandi við innflutn- ing á harðfiski, en þeim er ekki til að dreifa í Nigeriu. Hvernig er harðfiskurinn matbúinn? Þess má fyrst geta, að hann er hafður sem aðahnatur, en ekki sem aukageta. Sjálfsagt finnst íslendingum matreiðslan á honum harla einkennileg. Ef um stóran fisk er að ræða, er hann fyrst sagaður sundur þvert yfir, síðan bakaður við eld í allt að þvi tvo tima og loks látinn í vatn og soðinn með beinum og uggum, þangað til hann er kominn i mauk. I það er sett sall og krydd og síðan borðað sem þykk súpa. Hvað cr að segja um geymsluþol fisks- ins, eftir að hann er kominn til Nigeriu? Loftslag þar er ákaflega rakt. Lofthitinn er 25—40 stig og algengt er, að hiti mót sól sé 50 stig. Geymsla á matvælum er því miklum erfiðleikum bundin. Kaupendur fisksins eru hræddir við að geyma hann lengur en mánuð og fara þá jafnan að selja hann. Annars er fiskurinn talinn verjast skemmdum í 6—8 vikur. Fiskurinn er ým- ist seldur í heilum böllum og þá í heild- sölu, eða seldur er einn og einn fiskur í smásölu. Fer salan fram á markaðstorgum eins og þeim, sem myndin sýnir. Er verðlagið stöðugt? Nei, á því eru miklar sveiflur, og við það varð ég áþreifanlega var, meðan ég dvald- ist í Afríku. Þegar ég' var í Lagos i byrjun marzmánaðar, spurðust þau tíðindi, að Norðmenn ættu engan harðfisk, og við það steig verðið allt í einu um 10—15%. En brátt kom í ljós, að þetta hafði verið brella, Norðmenn áttu sem sé talsvert af harðfiski. En við þau líðindi, að Norðmenn ættu harðfisk, yfirfylltist markaðurinn sviplega, svo að ballinn af bolfiskinum var nú seld- ur á 10 £, jiótt hann hefði verið keyptur af Norðmönnum fyrir 11—12 £. Viku seinna var verðið orðið 15 £ ballinn. Þannig get- ur verðið rokkað til og frá. Negrarnir eru orðnir kvekktir á verzlunarbrellu eins og þeirri, sem getið er um í sambandi við Norðmennina. Þeir hafa því nýlega stofnað innflvtjendasamband fyrir skreið og vilja láta setja lágmarksverð á hana. Hvítir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.