Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 11
Æ G I R
121
einhverjum hlutföllum og sennilega þá
mjög lítið af nr. III. í alla staði tel ég mjög
slæmt, ef til þess kemur að ganga þurfi að
þessurn óskum þeirra. Mundi það tvímæla-
laust stórskemma álit á fiskinum á mark-
aði, þegar fram liða stundir, en of langt mál
er að rekja þær ástæður hér. Þessi sam-
pökkun mundi líka verða inikið kostnaðar-
meiri fyrir fiskeigendur, þar sem vigta
þyrfti þrisvar í hvern pakka í stað einu
sinni, þegar hver gæðaflokkur er pakkað-
ur út af fyrir sig. Ég held, að eina leiðin
út úr þessu sé að senda engan III fisk til
Spánar. Ef við höfum áfram viðskipti við
Suður-Ameríku, gæti sá fiskur, sem ann-
ars væri nr. III til Spánar, farið á þann
markað, einnig óverkaður, t. d. til ítalíu.
Þeir, sem verka fisk fyrir Spánarmark-
að, þyrftu því að haga sér frá byrjun sam-
kvæmt því, að til Spánar fari ekki fiskur
nr. III.
Mér er ekki kunnugt um, að Suður-
Ameríkumarkaðurinn geri neinar kröfur
um gæðahlutföll og venjulega hefur ítalski
markaðurinn fengizt til að taka fiskinn eins
og hann fellur, a. m. k. allan stórfisk.
Spánarmarkaðurinn þarf að vera það stór
fyrir okkur i framtíðinni, að við verðum
að athuga alla möguleika til þess að koma
þar ár okkar vel fyrir borð.
Það hefur valdið miklum erfiðleikum,
hvernig afsetning fisksins til Spánar hefur
gengið. Framleiðendur verða fyrir tjóni og
áhættu með því að þurfa að geyma fiskinn
Htið þurrkaðan mánuðum saman og vita
aldrei hvenær þeir losna við hann. Þetta
verður líka til þess, að í raun og veru verð-
ur fiskurinn venjulega lakari að gæðuin
heldur en hann annars gæti orðið, ef af-
setning væri ákveðinn tími, því þá gætu
framleiðendur hagað verkun fisksins eins
og heppilegast væri og með tilliti til þess,
að fiskurinn væri alltaf í því bezta ásig-
komulagi, sem hann gæti verið fyrir hverja
afskipun.
Eftir því, sem ég bezt veit, þá hafa Fær-
eyingar þannig samninga á Spáni, að þeir
mega senda ákveðið magn þangað af fiski
á vissum tímum, og vonandi geta Islend-
ingar náð hliðstæðum samningum í fram-
tíðinni.
Grikklandsmarkaðurinn.
Síðustu árin hafa fiskafhendingar héðan
til Grikklands farið fram með nokkuð öðr-
um hætti en til annarra landa, sem við
seljum saltfisk, eða á þann hátt, að fulltrúi
frá grískum kaupendum verður að sam-
þykkja fiskinn hér áður en honuin er af-
skipað.
Þess skal getið hér um leið, að Grikkir
hafa náð slikum samningum bæði við
Norðmenn og Færeyinga og voru búnir að
semja þannig a. m. k. við Færeyinga, áður
en íslenzku sölusamtökin gengu að þeim.
Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef afl-
að mér, mun þessi krafa Grikkjanna i
fyrstu hafa komið vegna óhóflegrar undir-
vigtar að þeirra dómi, sem kom fram á
fisksendingum við uppskipun í Grikklandi,
og einnig það, að eftir stríðið reyndist þeim
framleiðslan lakari en áður, bæði frá okk-
ur og öðrum.
Ég geri ráð fyrir, að íslenzkum sölusam-
tökum hafi engan veginn verið ljúft að
gera slíka samninga, en þegar þeir voru
gerðir, var ekki eins greið sala á saltfiski
og nú er og saltfiskurinn ekki í eins góðu
áliti í markaðslöndunum og nú virðist vera.
Grikkland er eini kaupandinn, sem kaup-
ir að mestu smáfisk, en á slíkum markaði
þurfum við að sjálfsögðu að halda.
Þótt Grikkir hafi í fyrstu lagt megin-
áherzlu á vigt fisksins, þá kom einnig
strax á daginn, að umboðsmaður sá, sem
hér hefur starfað, gerði einnig athuga-
semdir við gæði hans og mat. Þessar at-
huganir hefur hann framkvæmt af mikilli
nálcvæmni og alveg 100%.
Nú er það svo, að sé óverkaður saltfislcur
skoðaður hægt og rólega, fisk fyrir fisk,
eftir að mat hefur farið fram, þá mun
alltaf vera hægt að setja út á matið, jafn-
vel þótt það sé eftir allra færustu menn.
Þetta skapast einfaldlega af því, að fram-
kvæmd mats á saltfiski væri nær ófram-