Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 24
134
Æ G I R
Loks skal það tekið fram, að það er ekki
fyrr en nú, að brezka utanríkisráðuneytið
vill láta hafa það eftir sér opinberlega, að
brezka ríkisstjórnin múni ekki geta gefið
yfirlýsingu um, að löndunarbanninu verði
aflétt að fengnu samkomulagi um meðferð
deilumálsins fyrir alþjóðadómstólnum.“
Sendiherra íslands í London var svo 20.
inaí afhent í brezka utanríkisráðuneytinu
orðsending, er hljóðar svo í íslenzkri þýð-
ingu:
„Brezku ríkisstjórninni urðu það von-
brigði, að íslenzka ríkisstjórnin hefur sett
það sem skilyrði fyrir því, að umræður
fari fram um það, á hvern hátt deilan um
fiskveiðitakmörk íslands verði lögð fyrir
álþjóðadómstólinn í Haag, að brezka ríkis-
stjórnin ábyrgist að aflétt verði löndunar-
banni því, sem brezkir útgerðarmenn hafa
sett á íslenzkan fisk.
Eins og islenzku rikisstjórninni er kunn-
ugt getur brezka ríkisstjórnin ekki undir-
gengist slíka ábyrgð, þar eð þær aðgerðir
brezkra útgerðarmanna að setja á löndun-
arbannið, eru ekki brot á brezkum lögum.
Að lokinni mjög gaumgæfilegri athugun,
þykir brezku ríkisstjórninni það leitt, að
hún verður að skoða svar íslenzku ríkis-
stjórnarinnar sem neitun á tillögu brezku
rikisstjórnarinnar um að leggja málið fyrir
alþjóðadómstólinn.
Svo sem islenzku ríkisstjórninni er vel
kunnugt, reyndi brezka stjórnin, jafnvel
áður en nýja reglugerðin var birt, að koma
í veg fyrir að slik deila risi, sem nú hefur
komið á daginn. í viðræðum við atvinnu-
málaráðherra íslands, sem fram fóru í jan-
úar 1952, leitaðist brezka ríkisstjórnin við
að fá íslenzku ríkisstjórnina til þess að
fallast á að semja um sérstök fiskveiðitak-
mörk (ad hoc line), þar sem bæði væri
tekið tillit til brezkra fiskveiðihagsmuna og
nauðsynjar friðunarráðstafana, í stað þess
að gera einhliða ráðstafanir. Engu að síður
var reglugerðin gefin út.
Síðan hefur brezka ríkisstjórnin þráfald-
lega gert tillögur í þá átt að tryggja lausn
Hvalstjórnartæki.
Samkvæmt rannsóknum vísindamanna
hafa hvalir, leðurblökur og fuglar líffæri,
sem hátíðnisbylgjur hafa áhrif á. Hins veg-
ar er ekki um slíkt líffæri að ræða hjá
fiskum. Þegar ljóst var orðið, að hægt var
að hafa áhrif á hvali með hátíðnisbylgjum,
var reynt að notfæra sér þetta fyrirbrigði
í þágu hvalveiðanna.
Eitt af stærri hvalútgerðarfélögum Nor-
egs setti árið 1951 slika tilraunastöð frá
Elacacustic G. m. b. H. í Kiel í þann af bát-
um sínum, er bezta hafði skyttuna. Þessi
stöð hafði tvo sendara og gat sent niður í
sjóinn bæði heyranlega og óheyranlega
geisla. Nú kom sú merkilega staðreynd i
ljós, að hátíðnisbylgjurnar höfðu áhrif á
hvalina, en ekki heyrnargeislarnir. Það
verður eitt af viðfangsefnum vísindamanna
að skýra, hvernig á því stendur.
Að fenginni ágætri reynslu með þessa
tilraunastöð, ákváðu norsku hvalveiðifé-
lögin að setja slík hvalstjórnartæki frá
Elacacustic í mikinn hluta báta sinna. Á
deilunnar, en íslenzka ríkisstjórnin hefur á
enga þeirra getað fallizt, heldur hefur hún
ávallt krafizt, að allar tilslakanir væru gerð-
ar af brezku ríkisstjórninni eða þeim brezk-
um hagsmunum, sem hlut ættu að máli.
Með tilliíi til þessa, getur brezka ríkis-
stjórnin því miður ekki gert frekari tillög-
ur til lausnar deilunni. Hins vegar er hún
fús til þess hvenær sem er að talca til at-
hugunar hvers konar, raunhæfar tillögur,
sem islenzka ríkisstjórnin kynni að gera í
því skvni að leysa vandamál, sem brezka
rikisstjórnin hefur að vísu ekki stofnað til,
en þykir mjög leitt að hafi risið vegna
þeirrar truflunar, sein það hefur valdið á
hinni langvarandi, vinsamlegu sambúð, Is-
lendinga og Breta.“