Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 34
144
Æ G I R
Th orva ld Krabbe látinn.
Thorvald Krabbe fyrrverandi vitamála-
stjóri andaöist í Kaupmannahöfn 16. mai
síðastl., 76 ára gamall. Hafði hann um
nokkurt skeið búið við mikla vanheilsu.
Thorvald Krabbe var íslendingur í aðra
ætt, dóttursonur Jóns Guðmundssonar rit-
stjóra Þjóðólfs, en faðir hans var Harald
Krabbe prófessor við landbúnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Hann var fæddur
og alinn upp í Kaupmannahöfn og þar
lauk hann verkfræðiprófi aldamótaárið.
Ævistarf sitt vann hann í þágu íslenzku
þjóðarinnar.
Skilin, sem urðu í þjóðlífi íslendinga um
og upp úr aldamótunum, eru svo áberandi,
að þau munu lengi greind, enda verður þá
á ýmsan hátt gjörbreyting í atvinnuhátt-
um landsmanna, ekki sízt að því er snertir
sjávarútveginn. Thorvald Krabbe varð þátt-
takandi í þessari þróun og fylgdi henni
langleiðina að þeim mörkum, sem hún er
í dag.
Hann var ráðinn hingað landsverkfræð-
ingur með byrjun árs 1906 og gegndi því
starfi í fjögur ár, en varð síðan umsjónar-
maður vitanna á Islandi, er upp frá því
mátti heita hans aðalstarf ásamt fram-
kvæmdarstjórn hafnarmálanna. Talið er,
að vitar landsins liafi verið um 10 talsins,
þegar hann tók við umsjón þeirra, en nokk-
uð á annað hundrað, þá er hann lét af
störfum árið 1937.
Krabbe átti þátt i stofnun ýmissa iðnfyr-
irtækja hér á landi, svo sem ísaga, vél-
smiðjunnar Hamars, Slippsins o. fl.
Emil Jónsson vitamálastjóri segir svo
um Thorvald Krabbe í grein, sem hann reit
að honum látnum:
Thorvald Krabbe kom hingað til lands
á morgni nýrrar aldar. Þá voru að heita
mátti eng'in mannvirki til á íslandi. Allt
varð að byggja upp frá grunni. En það var
Thorvald Krabbe.
stórhugur í mönnum og margt átti að gera,
þó að efni væru lítil og reynsla engin.
Krabbe gekk að þessu starfi með áhuga,
dugnaði og þrautseigju, enda þurfti mjög
á öllu þessu að halda, ef takast átti að
sigrast á erfiðleikunum, sem voru svo mikl-
ir á nálega öllum sviðum, að nútimamaður
skilur vart, hvernig það var hægt.
Sem embættismaður ríkisins var Thor-
vald Krabbe til fyrirmyndar. Hann var
trúr og samvizkusamur umboðsmaður rík-
isstjórnar og ríkissjóðs, og svo grandvar
og nákvæmur í meðferð alls þess, er hon-
um var trúað fyrir, að leitun mun á slíku.
Hann var hagsýnn í meðferð fjár og tókst
því að gera furðu mikið fyrir það litla fé,
sem honum var fengið til framkvæmdanna.
Sem verkfræðingur var Thorvald Krabbe
hér brautryðjandi á ýmsum sviðum. Hlaut
svo að verða, þar sem víða varð að byggja
frá grunni. Hann var opinn fyrir verkfræði-
legum nýjungum og hagnýtti sér þær eftir
því, sem hann sá, að við átti, Hann tók t. d.
upp acetylen-gasið til vitalýsingar hér strax
og farið varið að nota það að ráði erlendis.
Með því og tækjum þeim, er því fylgdu,
byggði hann upp vitakerfið islenzka og lagði
þar með þann grundvöll, sem byggt er á enn
í dag. Hefur reynslan skorið úr um það, að
það var rétt og hyggilega að farið. — Við
byggingu hafnarmannvirkja átti hann í
miklum örðugleikum, að minnsta kosti
framan af. Ónóg, verkfróð aðstoð og skort-
ur á æfðum verkstjórum ollu mestu um
það, en skilningsskortur og þröngsýni ým-
j