Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 35
Æ G I R
145
Rekstur og afkoma ísafjarðar- og Akureyrartogara.
Isfirðingur h.f.
Svo sem kunnugt er eru tveir togarar
gerðir út frá ísafirði, Sólborg og ísborg, og
eru þeir báðir eign Isfirðings h.f. Aðal-
fundur félagsins var haldinn seint í maí
og komu þar fram eftirfarandi upplýsingar
um rekstur togaranna síðastl. ár.
Eldra skipið, ísborg, skilaði á land heima
og erlendis 1 755 325 kg af fiski. Þar af
voru 1 373 032 kg saltfiskur og 382 293 kg
isfiskur. Enn fremur landaði skipið 145 301
kg af lýsi. Aflaverðmæti ísborgar var 4 430
þús. kr. Laun skipverja námu alls um
1 687 þús. kr. og varð hásetahlutur 40 þús.
kr. Skipið var ekki á veiðum frá 9. júní
til 31. júlí, er það var i slipp vegna fjög-
urra ára klössunar.
Sólborg lagði á land heima og erlendis
2 032 078 kg af fiski. Þar af var 481 187
kg af ísfiski og 1 550 891 kg af saltfiski.
Auk þess landaði skipið 166 231 kg af lýsi
og 82 477 kg af fiskmjöli. Af saltfiskinum
voru 1270 smál. veiddar á Grænlandsmið-
um, og segir blaðið „Vesturland“, að það
muni vera mesti afli, sem eitt skip kom
með frá Grænlandi síðastl. ár. Aflaverð-
mæti Sólborgar nam 7 155 þús. kr. Laun
issa þeirra aðila, er hlut áttu að máli, kom
þar einnig til greina. En þrátt fyrir þetta
tókst honum, einnig á því sviði, að afla
dýrmætrar reynslu og þekkingar, sem nú
er byggt á. Einnig á þessu sviði vann Thor-
vald Ivrabbe brautryðjandastarf, sem seint
verður fullþakkað.
Nú, þegar litið er yfir starf Thorvald
Krabbe úr nokkurri fjarlægð, virðist mér
ljóst, að hann hafi verið meðal gagnmerk-
ustu og nýtustu starfsmanna íslenzka rík-
isins, brautryðjandi á fjölda mörgum svið-
um, samvizkusamur og hagsýnn, svo að af
bar, og aðdáandi verklegra fræða og verk-
fræðilegrar rannsóknar.
skipverja urðu um 2 463 þús. kr., og varð
hásetahlutur 57 þús. kr.
Samkvæmt aðalrekstursreikningi ísfirð-
ings h.f. varð hallinn um 292 þús. kr., að
afskriftum meðtöldum. En af Sólborgu var
afskrifað um 431 jms. kr. Afskriftir af Is-
borgu voru engar að öðru leyti en j)vi, að
480 jms. kr. klössunarkostnaður var að öllu
leyti færður á reksturinn.
Athygli vekur það í skýrslu félagsins,
hversu vel hefur lánazt verkun fisksins í
salt. Alls var pakkað 19 500 pökkum af ó-
verkuðum fiski, eða 1 104 450 kg, og af þeim
reyndust 87.4% í I. flokki, 10.7% í II. flokki
og 1.9% í III. flokki. Mun óhætt að full-
yrða, að jietta sé bezta útkoman í fiskmati
á togarafiski á landinu árið 1952.
Framkvæmdarstjóri félagsins er Ásberg
Sigurðsson, en auk hans eiga sæti í stjórn-
inni: Hannibal Valdimarsson, Haraldur
Guðmundsson, Kjartan J. Jóhannsson og
Matthías Bjarnason.
ÚtgerSarfélag Akureyringa h.f.
Togarar þessa félags eru þrír: Kaldbak-
ur, Harðbakur og Svalbakur. Þeir fóru alls
37 veiðiferðir á árinu 1952, þar af 16 sölu-
ferðir til útlanda. Úthaldstími Kaldbaks
var 316 dagar, Harðbaks 319 og Svalbaks
303, en hann tafðist 14 daga í höfn vegna
bilunar. Brúttóaflaverðmæti skipanna á ár-
inu var um 21 311 jms. kr. Félagið greiddi
alls í vinnulaun 8 840 jms. kr. Afskriftir
skipanna á árinu námu 1 420 þús. kr. og
varð þá tekjuafgangur röskar 118 þús. kr.
Hluthöfum er greitt 5% í arð af hlutafjár-
eign sinni. — Afkoma togaranna varð þessi:
Tap á Harðbak 278 jms. kr., tap á Svalbak
24 þús. kr., gróði á Kaldbak 524 þús. kr.
— Bókfært verð allra skipanna er nú 12 753
þús. kr. Hafa þau þá verið afskrifuð um
tæpar 4 millj. króna. — Framkvæmdar-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa h.f. er
Guðmundur Guðmundsson, en stjórn j>ess