Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 22

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 22
132 Æ G I R Stærsta síld í heimi? 1 nýkomnum, norskum blöðum og tíma- ritum segir fiskerikonsulent Olav Aasen frá óvenjulega stórri síld, sem veiddist ný- lega við Noreg. Bendir hann fyrst á, að oft hafi borizt upplýsingar um sérstaldega vænar síldar, en þær hafi vanalega reynzt byggðar á misskilningi vegna þess, að teg- undum hefði verið ruglað saman. Er þar um að ræða tvær tegundir, augnsíldina (Clupea finta), sem verður 50 cm löng, og maí-síldina svonefndu (Clupea alosa), sem getur orðið 75 cm. Báðar þessar tegundir líkjast hafsíldinni (Clupea harengus) all mjög og er því hætt við ruglingi. Þess skal kaupmenn eru ekki í þessu sambandi, en þeir styðja það. Nigeriu-búar greiða allan harðfiskinn í sterlingspundum og eiga auðvelt með það, því að þeir framleiða mikið af dollaravör- um, og rennur mikið af þeirn gjaldeyri til Breta. Eru horfur á, að íslendingar geti selt aðrar sjávarafurðir til Nigeriu eða ná- grannalanda þess? Um það get ég ekkert fullyrt. Ég veit, að Nigeria, Líberia og Kamerun kaupa all- mikið af niðursoðinni síld, m. a. frá Hol- landi og Skotlandi. Má vel vera, að við gæt- um selt eitthvað af slíkri framleiðslu þang- að, ef við gætum verið samkeppnisfærir með verð. Einnig gæti komið til greina að selja eitthvað af saltfiski til Belgisku Kongó, ef of hátt verð ekki tálmaði. — Að lokum vil ég taka það fram, að íslendingar mega ekki láta það glepja sér sýn, hvað vöruvöndun skreiðarinnar snertir, að hún er neyzluvara svertingja. Þeir kunna einnig að gera greinarmun á góðri og slæmri vöru, og þeir eiga kost á að fá harðfisk til sam- anburðar, m. a. frá Norðmönnum. getið, að augnsildin hefur fundizt einu sinni eða tvisvar hér við land, en maí-síld- in aldrei. Olav Aasen bendir á, að mælingar á síld hafi verið gerðar í Noregi um 50 ára bil og ógrynni af síld hafi verið mælt. Mæl- ingarnar sýna, að fullorðin, norsk sild er yfirleitt kringum 33 cm að meðaltali, en jafnaðarlega koma fyrir 39 cm langar síld- ar. Stærstu sild þar í landi mældi Thor Iversen fyrir um 35 árum og reyndist hún 42 cm. En síldin, sem nii var mæld í vet- ur og veiðzt hafði við Austurheim, en það er við Hörðaland, fyrir norðan Bergen, reyndist 44.4 cm. Hún var nýgotin (kyn- þroskastig VII), hrygna, 19 vetra gömul. Þyngdin var 500 grömm, en hefði átt að nema um 700 gr. fyrir hrygningu. Vöxtur síldarinnar, eins og hann hafði verið frá ári til árs, var mældur eftir hreistrinu. Fyrsta árið hafði hann verið ósköp Aænjulegur, en úr því óx hún hægar um árabil en venja er um síld á sama aldri. Þegar hún var tveggja, þriggja og fjögurra ára, var hún 2—3 crn minni en jafnaldrar hennar, en sex vetra gömul hafði hún náð þeim og óx síðan með eðlilegum hraða til 11 ára aldurs. En nú byrjar nýtt skeið á lífsferli hinnar góðu sildar. Hún fer að vaxa miklu hraðar en gengur og gerist og nær vaxtarhraðinn hámarki, þeg- ar hún er á 17. ári. Hún vex enn mikið 18. og 19. árið og hefði sjálfsagt bætt tals- verðu við lengd sína, ef henni hefði enzt aldur til. Eigi verður neinum getum að því leitt, hvað valdið hafi hinum öra vexti. Aasen telur, að truflun á starfsemi „lokuðu kirtl- anna“ kunni að hafa verið orsökin. Hér á Islandi hafa verið mældar nokkuð á annað hundrað þúsund síldar við Norð- urland síðastl. 16 ár, og hefur meðallengd-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.