Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 25

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 25
Æ G I R 135 hvalvertíð þeirri í Suðurhöfum, er lauk í marzmánuði siðastl., voru 27 hvalbátar með Elac-stöðvar. Brátt mun mega lesa um það í hvalveiðiritum, hvaða gagn hefur orðið af tækjum þessum við hvalveiðarnar síð- astl. vetur, og hvaða endurbætur þarf að gera á þeim, til þess að þau komi að sem beztum notum. Hér verður getið umsagna tveggja þýzkra hlaða uin þetta nýja tæki. í blaðinu: „Die Fischwirtschaft“ í febrúarhefti 1953 segir svo í grein, sem lieitir „Hátíðni við hval- veiðar“: Eftir að enskur hvalveiðibátur hafði gert tilraunir með staðsetningu hvala með lá- réttum lóðningum, kom í ljós, að árangur þeirra var mjög takmarkaður. „Kjölvatn“ hvalsins hafði í flestum lilfellum mikil á- hrif á staðsetninguna, því að það bergmál- aði. Stöðu hvalsins var því ekki hægt að íinna á þennan hátt. Ástæðan fyrir þessu sterka bergmáli frá sporðvatni hvalsins er einkum þessi: Loftbólur þær, sem koma við köfun hvala, veita betra endurköstunarviðnám fyrir hátíðnishljóm en hvalskrokkurinn sjálfur, t. d. þegar hvalurinn syndir beint undan skipinu og höggin lenda því aftan á honum. Eitt atriði kom þó í ljós, sem réttlætt gæti notkun láréttu stöðvanna (asdic). Menn urðu sem sé varir við það, að nokkur hluti hátíðninnar (frá 14 til 30 kiloriða) hafði óþægileg áhrif á hvalina, þannig að þeir neyddust til að flýja og homa stöðugt tíðar upp á yfirborðið. Til þess að sannreyna viðkvæmni hvala fyrir ýmsum tíðnum voru árið 1950 sett ýmis tilraunartæki frá Elactroacustic G. m. b. H. í Kiel i norskan hvalbát. Af þeim varð góður árangur. Eftir þeirri reynslu var síðan smíðað hvalstjórnartæki, eða hvalhræðslustöð og vinnur hún þannig: í hvelfingu, sem byggð er niður af botni skipsins, er komið fyrir mörgum hátíðnis- botnsskjöldum. Lárétt geislasvið skjaldanna er 20°. Einn skjaldanna sendir beint fram °g tveir í viðbót senda einnig fram, en stefna nokkuð til stjórnborða og bakborða. Styrkleik geislanna er hægt að minnka og auka svo og að útiloka hvern um sig eftir þörfum. Hægt er að láta hverja samstæðu starfa fyrir sig og hverja á fætur annarri, og sýna þá eftirlitslampar í brúnni, hver samstæðan vinnur. Við smölun hvala eru allar samstæðurnar látnar ganga í senn og byrjar þá hver hvalur, sem verður fyrir hátíðnishöggi frá þeim, að flýja og gerir þar með vart við sig. Eftir því sem við á er svo skipt yfir á hvern geisla fyrir sig, þannig að hvalnum er haldið í klofa eða kví, sem hann kemst ekki úr til hliðar. Reynslan sýnir, að liátíðnishöggin hafa áhrif á hval i 4 sjómílna fjarlægð. Það ligg- ur í augum uppi, að með þessum tækjum er bæði fljótara og kostnaðarminna að elta hval uppi en með staðsetningartækjuin, því að viðbrögð og flótti hvalsins sjálfs hjálp- ar til að ná honum í skotmál. Blaðið „Funkschau" ræðir tæki þetta í aprílmánuði í grein, sem heitir „Hátíðnis- öldur“. Elac í Kiel hefur fundið upp mjög at- hyglisverða notkun hátíðnisaldna með raf- magnshljómbylgju hvalstjórnartækis. Frá samstæðum af hátiðnissveiflurum (komið fyrir í botni skipanna) eru send hátíðnis- högg frá skipunum niður í sjóinn, er leita að hvalnum og neyða hann til að koma upp á yfirborðið. Þegar hvalablástur sést í mikilli fjarlægð, er tveimur geislum beint að honum, hann þannig tekinn í kví eða töng, neyddur upp á yfirborðið og veidd- ur. Þessi tæki eru ódýrari en staðsetning- artæki (t. d. asdic). Áhrifasvæði þeirra er um 7.5 km.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.