Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 17

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 17
Æ G I R 127 á að linþurrka eða harðþurrka, er mjög æskilegt, að sem jafnastar stærðir af fiski séu þurrkaðar saman. Séu misjafnar stærð- ir þurrkaðar saman, er mjög tafsamt að meta fiskinn og veldur vinnuaukningu og auknum kostnaði. Nokkuð hefur borið á því á þurrkuðum fiski hér, að saltkorn loði við yfirborðið, þegar fiskurinn er orðinn þurr. Þetta er slæmur galli á verkuðum fiski og verður að bursta fiskinn áður en honum er pakk- að til útflutnings. Að bursta fiskinn er bæði vinnukostnaður og skemmir útlit hans. Þess vegna þarf að ná saltinu af áð- ur en hann er þurrkaður. Sumir telja, að ef notað er þvegið salt til að salta með íiskinn eftir að hann er vaskaður, þá hrynji það af honurn við hreyfingu i þurrkuninni. Líka er talið mjög gott að dífa fiskinum í saltpækil um leið og hann er tekinn í fyrstu breiðslu, en það tryggir að saltið fer algerlega af, og ef til vill hefur pækildífing góð áhrif á útlit eftir á. Saltfiskur í smápakkningum. í Ameríku er eitthvað gert að því að pakka saltfisk i smápakkningar (sölu- pakkningar), en miðað við aðra fiskfram- leiðslu mun þetta ekki geta kallast nema í smáum stíl. Þetta er aðallega gert á tvennan hátt. Annað hvort er fiskurinn roð- og beinhreinsaður, síðan pakkaður í 1 lb. pakkningu og skorinn niður sam- kvæmt því. Hin aðferðin er að búa til úr saltfiskinum eins konar „spæni“ eða mjöl, °g er þá einnig bein og uggar fjarlægt áð- ur, eins og í hinu tilfellinu. Þegar ég var í Bandaríkjunum síðastl. vetur, átti ég þess kost að athuga þessa vinnslu og pakkningar og hagnýta mér það eftir föngum. Var það í verksmiðju Gorton Pew, Gloucester, Mass., sem ég held að sé einna þekktust í þessum iðnaði í Banda- ríkjunum. Saltfiskurinn, sem þannig var unnið úr, var venjulega þveginn og pressaður fiskur. Samkvæmt upplýsingum, sem ég fékk á staðnum, er ekki notaður í þessa pakkn- ingu nema vel verkaður og útlitsfallegur fiskur, enda bar það heim við þann fisk, sem unninn var meðan ég var staddur í verksmiðjunni. Fiskurinn er roðrifinn, all- ir uggar og bein hreinsað burtu. Þegar þessu er lokið, er fiskurinn orðinn að tveim „flökum“. Ef þunnildi fisksins eru ógölluð og falleg, er reynt að láta sem mest af þeim fylgja flakinu, en þá er svarta himn- an hreinsuð burtu og smábeinin (efri-rif- beinin) hreinsuð burtu með töngum. Mig furðaði á því, að í svona verksmiðju skyldi fiskurinn vera handskorinn i pakkn- ingarnar, en fékk þá skýringu, að með því að handskera, væru möguleikar á því að hagnýta fiskinn betur, t. d. ef flökin væru eitthvað gölluð, mætti haga því þannig með handskurði að nema gallana burtu. Verk- smiðjan hafði eina vél, sem pakkar sjálf- virkt umbúðunum utan um fiskinn, þann- ig, að eitt pund af fiski er látið í málm- mót, sem gengur inn í vélina. Vélin þrýstir fiskinuin hæfilega saman í mótinu, ýtir honum síðan úr því og vefur umbúðirnar utan um þannig, að fiskurinn kemur full- pakkaður úr vélinni. Eins og mér kom þessi framleiðsla fyrir sjónir, þá gengur mikið úr fiskinum, það er að segja, hann rýrnar mjög mikið við hreinsunina eins og gefur að skilja og vinnan er mikil. Hitt er svo annað mál, hvort finna má neytendur, sem vilja greiða nægilega mikið verð fyrir góðan saltfisk, sem er roð- og beinlaus, í snyrtilegum smápakkningum. Hin framleiðsluaðferðin, sem þarna var notuð, var að vinna bein- og roðlausan fisk í eins konar ,,spæni“ eða mjöl. Þetta var gert á svipaðan hátt og í fiskimjölsverk- smiðju eða með „tætara“. Þegar búið var að tæta fiskinn, fór mylsnan á breitt belti, sem gekk mjög hægt, en á leiðinni er mjöl- ið þurrkað hæfilega með rafmagnslömpum. Mylsnunni er síðan pakkað í smápakkn- ingar. I þetta var að sjálfsögðu hagnýttur allur sá fiskur, sem var of sundurlaus eða rifinn til að pakka honum heilum. Hugsanlegt væri, að í svona mjöl mætti

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.