Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 27

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 27
Æ G I R 137 ...................... Friðbert Guðmundsson útgerðarmaður. Friðbert Guðmundsson útgerðarmaður á Suðureyri, fyrrum hreppstjóri, lézt að heirn- ili sínu hinn 8. janúar síðastliðinn, tæp- lega hálfáttræður að aldri, fæddur 3. júní 1878. Með honum hneig í valinn einn af þrautseigustu og atorkusömustu útgerðar- mönnum Vestfjarða. Þykir mér því hlýða, hann. Friðbert var Súgfirðingur að ætt- hann. Friðbert var Súgfirðingur af ætt- erni og átti heima þar í firðinum alla ævi- — Hann tók kornungur að stunda sjó, og mun hafa gerzt formaður um tvít- ugt. Friðbert var meðal hinna fyrstu Súg- firðinga, er settu mótorvél 1 bát sinn, og var fyrsta vél hans einungis 4 hestafla. Síðan stækkuðu bátar hans og vélarnar urðu aflmeiri. — Var Friðbert jafnan for- maður og þótti með dugmestu formönn- um, og aflasæll löngum. Hann hélt síðan ótrauður áfram útgerð, oft í félagi við aðra að meiru eða minna leyti til æviloka. Skömmu fyrir 1920 réðst Friðrik, ásamt Jóni Grímssyni, er þá var verzlunarstjóri Á. Ásgeirssonar verzlunar á Suðureyri, í að kaupa vélskipið Rask, sem þá var eitt stærsta vélskip Vestfjarða, en þeir seldu skipið síðar útgerðarfélaginu Jóh. Eyfirð- ingur & Co. á ísafirði. Um mörg siðustu árin átti hann vélbát- inn Freyju, sem reynzt hefur hið mesta Fappaskip i höndum hans og ólafs sonar hans, er lengstum hefur stýrt því skipi. —- Auk þess átti hann hluta í ýmsum smærri bátum. — Friðbert fékkst og jafnan við liskkaup, keypti af bátum sínum, og hafði líka um skeið smáverzlun, mest í þágu út- gerðar sinnar. Hann stundaði líka landbú- skap lengstum. Friðbert var mikill athafnamaður. Hann var frábær elju- og iðjumaður. Mátti hann heita sístarfandi frá morgni til kvelds, og gekk jafnan að öllum störfum með verka- mönnurn sínum. — En þó Friðbert sækti störf sín fast, var hugur hans eltki ein- göngu bundinn við eigin hag. Hann tók jafnan mikinn þátt í hreppsmálum og ýms- um framfaramálum Suðureyrarkauptúns. Hann var lengstum i sveitarstjórn. Hrepp- stjóri var hann um 30 ára skeið. Það starf er bæði erilsamt og ekki vandalaust í fjöl- mennum sjávarþorpum. Rækti Friðbert hreppstjórastarfið af alúð og hlaut lof sýslumanna fyrir það. — Sjaldan var Frið- hert svo önnum kafinn, að hann gæfi sér ekki tóm til að koma á fundi, þar sem rætt var um fiskveiðamál, hreppsmál, ellegar landsmál. Hann var skynsamur vel og hélt jafnan prúðmannlega á máli sínu. Og þótt hann væri talsmaður einkafram- taksins, þá var hann jafnframt félagsmað- ur góður, studdi eindregið framfaramál hreppsfélags síns, jafnt og einstaklinga, með að sjá hag sinunr borgið. Friðbert hafði, sem aðrir, er við útgerð hafa fengizt hér vestra, fengið að kenna á erfiðleikum margs konar, en fyrir dugnað sinn og hagsýni komst hann aldrei í veru- legar kröggur. Síðari árin vænkaðist liag- ur hans, og gerðist hann að lokum vel efnaður. Lengstuin var hann hraustur, en lamað- ist á heilsu fyrir nokkrum árum, og bar ekki sitt barr upp frá því. Friðbert var kvæntur Elinu Þorbjarnar- dóttur, er lifir mann sinn. Börn þeirra eru sex. Synirnir: Gissur, Páll kaupmaður, Ól- afur skipstjóri, allir búsettir á Suðureyri, og Friðbert í Reykjavík. Dæturnar Guð- mundína og Þorbjörg, báðar giftar á Suð- ureyri. Kr. J.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.