Ægir - 01.02.1980, Page 17
Ser félag til að gæta hagsmuna sinna og var það
jjefnt Smábátaeigendafélagið Huginn. 4 árum áður
öfðu menn leitað ásjár Hafrannsóknastofnunar-
jnnar eða Atvinnudeildar Háskólans eins og hún
ét þá, vegna aflabrestsins. Hefur hún ekki sleppt
endinni af rækjuveiðimönnum síðan, þótt segja
^negi að samkomulag þar í milli hafi ekki ætíð verið
eins °S dans á rósum. Þriðji aðili, þ.e. sjávarút-
'egsráðuneytið, blandaðist með auknum áhrifum
lnn í rækjuveiðimálin. Myndaðist oft hin mesta
gstreita milli sjómanna annarsvegar og þessara
raðgefandi og ráðandi aðila hinsvegar. Oft átíðum
naðist ekkert samkomulag um tilhögun veiðanna,
Pa var það að lokum ráðuneytið sem á hnútinn
s ar og þá oftast eftir tillögu Hafrannsóknastofn-
nnarinnar.
^argir hafa spurt hvað valdið hafi þessum óróa
°g aesingi í kringum tilhögun þessara veiða? Hátt á
annan tug ára hefur þeim verið stjórnskipað, einum
aum veiðiaðferðum hér á landi. Rækjusjómenn
sem höfðu reynslu í þessum málum sögðu: „Bíðið
þið bara við, þar til farið verður að stjórnskipa
öðrum veiðum, þá mun þar brjótast út órói og æs-
ingur líka.“ Þetta er nú allt að koma á daginn. Þó
að stjórnskipaðar veiðar geti verið nauðsynlegar
eru þær geysilega vandmeðfarin mál, sem ekki
verða þróaðar á skömmum tíma, þær munu um
langan aldur valda hatrömmum deilum, ef ekki
æfinlega.
Þó Smábátafélagið Huginn hafi ekki starfað í
mörg ár, þá hafa fundir orðið svo margir vegna
hinna flóknu vandamála sem upp hafa komið við
stjórnun þessara veiða að vel er komið á veg með
að fylla tvær stórar fundargerðarbækur. Ekki mun
á neinn hallað þó að þess sé getið að þar hafa unnið
óeigingjarnt starf í þágu félagsins þeir Sigurjón
Hallgrímsson og Guðmundur Guðjónsson, sem
báðir hafa verið rækjuskipstjórar í langan tíma.
Hliðstæður félagsskapur starfar í Bolungavík er
nefnist Smábátaeigendafélagið Árvakur.
Haustið 1960 fór Ólafur Sigurðsson á báti sínum
Ásdísi og með honum Hjörtur Bjarnason, báðir
kunnir rækjuskipstjórar til að kanna Ingólfsfjörð
í því augnamiði að finna rækju. Fengu þeir frekar
lítinn afla í fyrsta túr, en fóru fljótlega aðra ferð
í samfloti með tveimur bátum, Bryndísi, skipstjóra
Árna Magnússyni, og Morgunstjörnunni, skip-
stjóra Garibalda Einarssyni. Árangur varð þokka-
legur, 3-4 tonn á bát eftir 3ja daga úthald. Þetta
var í fyrsta sinn sem rækja veiddist í Húnaflóa,
enda bauð mönnum ekki í grun að svo gjöful mið
leyndust í flóanum sem síðar varð raunin á. Vakti
þessi árangur að vonum töluverða eftirvæntingu
í hugum manna við Djúp, sem þá virtust ekki gera
sér grein fyrir, eða öllu heldur ýttu til hliðar þeirri
staðreynd, að miklir erfiðleikar og áhætta geta
verið því samfara að sigla fyrir Strandir að haust-
lagi á ekki stærri bátum en rækjumenn höfðu yfir
að ráða. Enda kom það á daginn síðar að hér var
ekki lambið að leika sér við.
Haustið eftir lögðu svo þessir litlu bátar upp í
veiðitúr fyrir Strandir á Ingólfsfjörð í byrjun nóv-
ember. Fóru þeir allt upp í 4 túra þangað yfir mán-
uðinn. Afli var góður og rækjan stærri en í ísafjarð-
ardjúpi, og svo hefur hún alla jafna verið síðan
farið var að veiða hana í Húnaflóa. Sama sagan
endurtók sig 1962 að bátar fóru norður og voru
þá fengin flutningaskip að flytja afla af þeim heim
í Djúp. Það var svo í byrjun desember, sem sá at-
burður skeði, sem kom mönnum til þess að átta
sig á hversu miklar glæfraferðir þetta voru á litlum
ÆGIR — 73