Ægir - 01.02.1980, Page 32
fræðilegir útreikningar, sem
byggðir eru á meðalafla á sóknar-
einingu og stærðarsamsetningu
aflans.
Hér á eftir verður fjallað um
nokkur líffræðileg einkenni rækj-
unnar sem hafa verið rannsökuð
hér á landi.
Kynþroski eftir aldri og Iengd.
Rækjutegundirnar tvær, stóri
og litli kampalampi, eru með
þeim fádæmum gjörðar frá nátt-
urunnar hendi að þær skipta um
kyn. Fyrst á ævinni eru þær karl-
dýr, síðan eru þær um tíma á milli-
stigi, en verða svo kvendýr upp
frá því. Kyn og kynþroski er
greindur af lögun fremstu hala-
fóta. Þessi greining er nokkuð
tímafrek og vandasöm, og hefur
ekki verið gerð í það miklum
mæli á rækju frá öllum svæðum,
að unnt sé að bera saman kyn-
þroska hænga milli svæða. Til
þess að meta hvort hrygna er kyn-
þroska má jafnframt nota ein-
faldari aðferð, en það er að líta á
hvort hún er græn í haus, þ.e.
hvort hún er komin fast að hrygn-
ingu, eða hvort hún ber egg á
halafótunum. Reiknað erúthlut-
fall kynþroska hrygna af öllum
einstaklingum í hverjum lengdar-
flokki. Meðalhlutfall er síðan
reiknað út fyrir öll sýni sama
vetrar þ.e. fram að klaki. Síðan
eru niðurstöðurnar settar niður í
línurit og ferill dreginn á milli
punktanna. Á þann hátt má ráða
í stærð og aldur þegar rækjan
verður kynþroska hrygna.
Hluti af hrygnunum verður
yfirleitt fyrst kynþroska 3ja ára á
grunnslóð, sjá 1. töflu. Undan-
tekningar frá þessu eru hrygnur
við Eldey og á Breiðafirði sem
verða fyrst kynþroska 2ja ára,
eða á Arnarfirði þar sem hrygnur
verða fyrst kynþroska 4ra ára, en
á djúpslóð virðast hrygnur eldri
er þær fyrst hrygna. Rækjan á
Dohrnbanka og Norðurkanti
virðist hrygna fyrst sem 5 ára og
þá lítill hluti, eðaaðeins um 3%af
árganginum á Dohrnbanka. Á
hverju ári bætast við fleiri kyn-
þroska hrygnur í árganginn,
sem hrygna í fyrsta sinn. Svo
virðist sem hrygnurnar hrygni
síðan árlega til dauðadags. Á
grunnslóð virðast nær allar
hrygnur frjóvgast. Við frjóvgun,
er á sér stað við hrygningu,
mynda hrognin lím sem límirþau
við halafæturna. Misfarist frjóvg-
un skolast hrognin burt og
hrygnan er hrognalaus á hrogn-
burðartímabilinu.
Á djúpslóð virðast ekki nándar
nærri allar hrygnur frjóvgast, ef
borið er saman hlutfall hrygna
sem eru grænar í haus og hlutfall
hrygna með egg á halafótum þeg-
ar hrygningu er að fullu lokið.
Töluverður munur er á stærð
dýra þegar hængar skipta um kyn
og verða hrygnur, en 1. tafla ber
einnig vitni um það óbeint, þar
sem rækjan er i stuttan tima á
millistigum milli kynþroska
hængs og kynþroska hrygnu. Til
þess að bera saman rækjustofna á
ýmsum svæðum, hvað varðar
hrygnuþroskann eftir lengd, er
fundin sú lengd þar sem um helm-
ingur einstaklinganna er kyn-
þroska hrygnur, sjá 2. töflu
Dohrnbankarækjan nær þessu
helmingsmarki — hér eftir skamm-
stafað hkl. þ.e. helmingskyn-
þroskalengd hrygna — ekki fyrr en
hún er 28-28,3 mm að skjaldar-
lengd og er þannig þar að finna
langstærstu hænga hér við land. I
djúprækjustofnunum á Norður-
kanti og Sporðagrunni og við
Kolbeinsey eru einnig svo stórir
hængar, að stærð þeirra liggur,
töluvert yfir þeim mörkum þar
sem þorri grunnslóðarækjunnar
nær að verða frjóar hrygnur, sjá
1. töflu. Þar sem ekki er vitað til
að þessi rækjutegund Pandalus
borealis, skipti um kyn, úr hrygnu
yfir í hæng aftur, er loku fyrir það
skotið að djúprækjunni á fyrr-
greindum svæðum berist endur-
nýjun frá þekktum miðum á
grunnslóð nema í formi lirfa og
2. lafla. Medallengd. þeirrar rœkju, þar sem um helmingur einstaklinga eru kynþroska
hrygnur. Hiim hiuti sömu lenyilar eru kynþroska hœngar. millistiy og ókynþroska
hrygnur.
Vetur
Svœöi Fjöldi sýna 1978-79 Fjöldi sýna 1977-78 Fjöldi sýna 1976-77
Dohrnbanki 3 28.3 2 28,0 3 28,0
Norðurkantur 6 23.5 4 22,5 3 23.3
Sporðagr. Kolbeinsev 7 22.5 5 21,6
Grímsev 6 20.2 1 21,1
Eldey 3 19.3 3 18,6
Breiðafjörður 1 18,8
Arnarfjörður 34 18,5 68 20,1 29 21.3
Jökulftrðir 17 18,5 4 18,2 16 17.5
Skötufjörður 8 18.0 1 18,5 8 18.3
ísafjarðardjúp 35 18,5 6 18,9 15 18.7
Ófeigsfjarðarflói 7 17.8 4 18.6
Reykjarfjörður 9 20.3 5 20.6
Húnaflói innanverður 11 18.4 24 18,2 19 18.5
Öxarfjörður 15 18.4 6 19,4 11 20.0
Berufjörður 1 20.3 10 19.2 12 19.0
88 — ÆGIR