Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 11
í fyrsta lagi mun ætíð verða framleitt mikið af góðu fiskmjöli hér á landi, en fiskmjöl er lang ódýrasti hluti fiskafóðurs. að vísu er í dag mestur hluti þessa fisk- ttjöls skemmdur með eldþurrkun, en eins og víðast hvar erlendis mun hér verða smám saman horfið að gufuþurrkun, sem gefur verðmætara mjöl. Raunar er aðeins gufuþurrkað mjöl nothæft í fiskafóður. I öðru lagi er talsvert víða á landinu unnt að skapa eldisfiski kjörumhverfi til vaxtar, með því að halda hjörhitastigi - sem er 12-16 stig fyrir lax - í vatni sem er laust við bakteríur og sveppa, sem geta valdið sjúk- dómum. Vegna jarðvarma er unnt að gera þetta, óháð árstíðum, veðrum og vindi. Hér er að sj álfsögðu fólgin sérstaða og yfirburðir íslands. í þriðja lagi má nefna, að ekki er kunnugt um neina alvarlega sjúk- dóma, er herja á lax og silung hér við land, en sjúk- óóinar eru jafnan versti vágesturinn í sambandi við fiskeldi. í fjórða lagi má svo nefna - þó það að vísu sé ekki sérstakt fyrir ísland - að fiskur, t.d. lax og silungur, er ákaflega virkt alidýr til að breyta tiltölulega ódýrri e8gjahvítu, eins og fiskmjöli, í verðmæta eggjahvítu. Að þessu leyti er regnbogasilungur um 2.5 sinnum virkari en kjúklingur, um 6 sinnum virkari en svín, og urn 17 sinnum virkari en holdanaut. Suma fiska, eins °g t.d. lax, þarf ekkiað ala í slátrunarstærð,heldur má sleppa þeim á afrétti hafsins, þaðan sem þeir snúa til sleppistaðanna, þegar þeir verða kynþroska. Þetta hefur á íslensku verið nefnd hafbeit“. Við framangreindar hugleiðingar mætti bæta eftir- farandi: Ekki þarf að elta hafbeitarlax um heimshöfin með dýrum skipakosti og ærnum kostnaði til að veiða Þennan fisk. Hann skilar sér fullvaxinn á sínum tíma l*l bernsku- eða sleppistöðvanna, þar sem unnt er að veiða hann með tiltölulega litlum tilkostnaði. Að vísu getur verið ábatasamt að veiða lax á úthafinu, svo sem Færeyingar og Grænlendingar gera. En auk þess sem hér er á ferð sjóræningjastarfsemi að því leyti, að Þessi fiskur tilheyrir hvorki Færeyjum né Grænlandi, Þá er frá samþjóðlegu eða hagrænu sjónarmiði ekki einvörðungu um að ræða sóun á orku og vinnu við Veiðarnar. Það er jafnframt verið að slátra laxi sem hefur ekki tekið út eðlilegan eða fullan vöxt. Þannig hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið áætlað, að sá lax sem Færeyingar og Grænlendingar hirða á úthafinu 'V'yndi að meðaltali verða 1 Vi sinnum meiri að ^iagni, fengi hann að ná fullum þroska og snúa aftur a sínar heimaslóðir. Jafnan er ráð fyrir því gert, að nægt „haglendi" muni vera fyrir laxinn í hafinu. Eflaust á þetta við um Atlantshafslaxinn, en stofn hans er mjög lítill. Hins vegar eru uppi um það nokkrar efasemdir hvort á Kyrrahafi muni nægilegt æti fyrir þann mikla fjölda laxgönguseiða sem Bandaríkin, Kanada, Japan og Sovétríkin senda á þennan víðlenda afrétt. Enginn greiðir skatta eða tolla af því mikla átu- eða fóður- magni sem hafið leggur af mörkum til framleiðslu slíkrar úrvalsfæðu sem lax er, en á þessari gjöf sjávar byggist hafkvæmni hafbeitar. Verða hér á eftir raktir nokkrir meginþættir þessarar framleiðslugreinar, bæði á Kyrrahafi og Atlantshafi. II. LAXAFRAMLEIÐSLA Á KYRRAHAFI Lax er einn mikilvægasti nytjafiskur á Norður- Kyrrahafi, en þar eru aðal laxalöndin: Bandaríkin, Kanada, Japan og Sovétríkin. Árið 1982 var laxveiði Bandaríkjanna á Kyrrahafi alls um 325.000 tonn eða af sömu stærðargráðu og þorskveiði íslendinga, en á sama tíma var heildarafli Atlantshafslax (og þá er lax framleiddur í sjókvíum ekki meðtalinn) um 10.000 tonn, eða rösklega 30 sinnum minni. Kanadamenn, Japanir og Sovétmenn veiða og feiknin öll af laxi í Kyrrahafi, en um heildaraflamagn þessara þjóða skortir mig gögn. 1. YFirburðir Kyrrahafs fram yfir Atlantshaf. Meginskýringar yfirburða Kyrrahafsins sem laxa- framleiðanda fram yfir Atlantshaf eru sem hér segir: a) í Kyrrahafi eru 6 tegundir laxa, sem ekki lifa í Atlantshafi, en Atlantshafslax fyrirfinnst ekki í Kyrrahafi. Sumar Kyrrahafstegundirnar eru stórum frjósamari en Atlantshafslaxinn, með því að seiðin hverfa til sjávar strax og þau hafa lokið við kviðpok- ann, og viðgangur tegundarinnar er þannig óháður átuskilyrðum í viðkomandi ferskvatni. Önnur seiði dveljast skemur í ánum en seiði Atlantshafslaxins og eru einnig að þessu leyti óháðari uppeldisskilyrðum árinnar. b) Allar 6 tegundir Kyrrahafslax deyja í ánum að hrygningu lokinni. Hræin rotna, og frjóefni sem þannig leysast úr læðingi (nítrat-, fosfat- og fleiri jónir) skapa tiltölulega mikið af átu fyrir smáseiði, þar með talin afkvæmi viðkomandi laxategunda. Atl- antshafslaxinn hverfur hins vegar til sjávar úr ánum síðla vetrar eða snemma vors sem „hoplax“ og ferst að mestu leyti (ca. 90%) eftir að hann kemst í sjó; aðeins um 10% ná að snúa aftur í ána til að hrygna að nýju. ÆGIR-571
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.