Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 20

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 20
kvæmilega hafa þessar veiðar dregið úr heildargengd til laxalandanna, miðað við það sem hún annars vœri, ef Grænlandsveiðar kæmu ekki til. Og hlutfallsleg áhrif tiltekins úthafsveiða-aflamagns á laxagengd verða þeim mun meiri sem hin hefðbundna eða venjulega laxagengd var minni áður en þessar úthafs- veiðar komu til sögunnar. Því verða áhrif Færeyja- veiðanna þeim mun tilfinnanlegri, sem þau bætast við þau aðlöguðu áhrif sem Grænlandsveiðarnar höfðu þegar haft til rýrnunar á laxagengd. I greininni í Veiðimanninum (15) kemst ég að þeirri niðurstöðu, að miðað við Færeyjavertíðina 1980-81, hafi helmingur af veiddum laxi, sem gengur úr ám í Noregi, Svíþjóð, Bretlandseyjum og íslandi og sem elst upp í NA-Atlantshafi, verði hirtur af Fœrey- ingum og Dönum; og að af laxi sem elst upp á NV- Atlantshafi hafi Kanada veitt um 34%, laxalönd Evr- ópu um 34% og Grænlendingar um 32%. Fyrir Grænlandsvertíðina ágúst/september 1980 og Færeyjavertíðina frá október 1980 til júní 1981, svo og um laxveiðar laxalandanna við norðanvert Atlantshaf sumarið 1981, safnaði ég þeim gögnum um afla er mér reyndust fáanleg. En því miður urðu þau ekki eins áreiðanleg og æskilegt hefði verið. Þá studd- ist ég einnig við þá áætlun Alþjóðahafrannsókna- ráðsins að margfalda raunverulega úthafsveiði með stuðlinum 1.5 til þess að fá mat um það, hve úthafsafli Færeyja og Grænlands jafngilti miklum heimaveiðum laxalandanna. Á grundvelli þessara forsendna er tafla 3 unnin, en hún gefur til kynna á einfaldan hátt áhrif úthafsveiðanna á laxagengd til Kanada annars vegar og til Evrópulandanna hins vegar. Tafla 3. Skert laxagengd Skert laxagengd til heimalandanna til heimalandanna vegna úthafsveiða Grœnlendinga vegna úthafsveiða á ver- og Fœreyinga: tíðinni ’80-’81; fjöldi laxa (framreiknað): Kanada 1981 Evrópulönd 1981 Vegna Grænlandsveiða: 450.000 laxar 225.000 laxar 225.000laxar Vegna Færeyjaveiða: 450.000 laxar 0 laxar 450.000 laxar Skert laxagengd 1981 alls: 225.000 laxar 675.000 laxar Heimalaxaafli alls 1981: 500.000 laxar 950.000 laxar Hefðu úthafsveiðar Grænlendinga og Færeyinga verið stöðvaðar með öllu á vertíðinni 1980-81, myndi-skv. tölunum í töflu 3 - laxafli í Kanada hafa aukist um 34%, en laxafli Evrópulandanna samanlagt um 53% sumarið 1981. Aukning á klaklaxi í laxalöndunum hefði orðið hlutfallslega jafnmikil. Er hér miðað við, að meðalveiðiálag á „laxagengd“ sé 75%, þ.e. að 75% af þeim laxi sem sækir á heimaslóðir sé að meðal- tali veiddur. Vitað er, að veiðiálag er miklu minna á íslandi en í öðrum laxalöndum við norðanvert Atlantshaf, en um þetta atriði liggja þó aðeins fyrir upplýsingar um eina laxá, nefnilega Elliðaárnar. Til viðmiðunar fyrir ísland: Stangveiði hérlendis sumarið 1982 var alls aðeins 25.000 laxar, en metárið 1978 var hún rúmlega 51.000 laxar. Laxveiði í 10 ám á Austur- og Norðausturlandi minnkaði úr 4.600 löxum árin 1977-79 í 600 laxa sumarið 1982. 4.000 laxar eru að vísu sáralítill hluti af þeim 450.000 löxum, sem Færeyingar hirtu af laxalöndum Evrópu á vertíðinni 1980-81, en þessi blóðtaka táknar eigi að síður eyðileggingu á nefndum 10 laxám. Tafla 3 sýnir glögglega heildaráhrif úthafsveiðanna á samanlagða laxagengd til laxalandanna. En fyrir ísland má það heita óvænt, hversu gjöreyðandi þessar veiðar hafa verið að því er varðar laxagengd til austur- og norðausturhluta landsins. Sjálfsagt hafa Færeyjaveiðarnar einnig skaðleg áhrif á laxagengd til suðvesturhéraða landsins, með því að tvö af þeim þrem íslenskum laxamerkjum sem fundist hafa á Færeyjaslóðum voru sett í seiði í Kollafirði, en eitt í lax á Suðurlandi. í annan stað verður ekki horft fram hj á þeim mögu- leika, að þær aflatölur sem Færeyingar gefa upp séu rangar. Að meira sé veitt en upp er gefið. Um þetta atriði eru Færeyingar nefnilega einir til frásagnar. I þessu sambandi má geta þess, að norska blaðið Fiskaren greinir frá því 16. mars 1982, að skv. norsk- um heimildum hafi Færeyingar og Danir þá veitt á Færeyjamiðum á vertíðinni 1981-82 1.100 tonn af laxi, en að Færeyingar segi að þeir hafi veitt 660 tonn. Þá hefur verið á sveimi orðrómur um, að Danir og fleiri þjóðir stundi laxveiðar á alþjóðahafssvæðum á Noregshafi, en við slíku er lagt bann, bæði af Hafréttarsáttmálanum og Reykjavíkursamningnum- Færeyskir bátar geta lagt upp afla sinn í Hirtshals í Danmörku, þar sem nú er starfrækt afkastamesta reykingarverksmiðja í Evrópu fyrir lax, með 80 manna starfsliði allt árið um kring. Og Færeyingar munu nú gera út á lax togara með allmiklu frystirými, og mætti raunar nota hann sem móðurskip fyrir minni 580 - ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.