Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 30

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 30
Þegar gerð var könnun meðal þátttakenda í „World Fishing“ sýningunni í Kaupmannahöfn á s.l. sumri, um hvar helst væri óskað eftir að næsta sjávar- útvegssýning yrði haldin, létu margir þeirra í ljós áhuga sinn á að hún yrði haldin á íslandi. Þegar leitað var til íslenskra aðilja, er hagsmuna eiga að gæta á þessu sviði, og þá sérstaklega sjávarútvegsráðuneyt- isins, kom fram mikill áhugi fyrir því að þessi hug- mynd næði fram að ganga og er nú ákveðið að næsta „World Fishing“ sýningin verður haldin í Reykjavík að tveimur árum liðnum. Þeir íslenskir aðiljar sem standa að baki fiskveiði- sýningunni eru: Sjávarútvegsráðuneytið, Fiskifélag íslands, LÍÚ, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Fiskifréttir. Þó sýningunni sé fyrst og fremst ætlað að kynna Islendingum það nýjasta sem á heimsmark- aðnum er varðandi sjávarútveg, verður lögð mikil áhersla á að laða að erlenda gesti. Skipuleggjendur sýningarinnar er „Industrial and Trade Fairs International Limited“, sem er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og mun bera alla ábyrgð á fram- kvæmd hennar. A „World Fishing“ sýningunni sem haldin var í Kaupmannahöfn í júní s.l. tóku þátt 425 fyrirtæki og á sýninguna komu 9.526 gestir frá 57 löndum. Samkvæmt bráðabirgðatölum mun heimsfiskaflinn hafa aukist um 500.000 tonn á s.l. ári miðað við árið á undan og er það mesti afli sem nokkru sinni hefur á land borist, fyrr eða síðar. Mest varð aflaaukningin í Suður-Ameríku, einkum í Perú, Chile, Argentínu og Ecuador. Aftur á móti mun fiskafli hafa dregist saman í hinum svokölluðu þróuðu löndum. Japanir voru sem áður með mestan afla, eða um 10,8 milljónir tonna og næstmest veiddu Sovétmenn. 9,5 milljónir tonna. Talið er að afli Kínverja hafi í fyrsta sinn farið yfir 5 milljónir tonna á s.l. ári. Næstir í röðinni eru Bandaríkjamenn og Chile-búar með tæplega 4 milljónir tonna, en af Efnahagsbandalags- löndunum varð Danmörk í efsta sæti með tæplega 2 milljónir tonna. Aðalkostnaðurinn við útgerð fiskiskipa liggur í olíukaupum og því mikið í húfi ef hægt er að spara á því sviði. Það er löngu þekkt staðreynd að stór skrúfa á hægum snúningshraða gefur betri nýtingu en lítil sem snýst hratt. í sumar var nýr skrúfubúnaður settur í norska skut- togarann „Myrefisk 11“ sem er 52 m langur, búinn 2100 ha Wichmann vél. Upphaflega skrúfan var fjögurra blaða, 2.05 m í þvermál og snúningshraði hennar var 375 sn/mín. í staðinn var sett fjögurra blaða skrúfa, 2.7 m í þvermál og öxullinn tengdur aðalvél með niðurfærslugír sem minnkaði snúnings- hraða hennar niður í 185 sn/mín. Fyrir og eftir skrúfuskiptin voru gerðar mælingar á olíueyðslu togarans og miðað við að hann væri 270 daga á sjó, komu fram þær niðurstöður er taflan hér að neðan sýnir. Upprunalegur Nýr skrúfubúnaður skrúfubúnaðl>r Hestafla- Olfueyðsla Hestafla- Olíuey * Mílur klst. notkun tonn á ári notkun tonna' Full ferð 12,5 675 1.750 189 1.300 136 790 21 n Togferð 3,5 5.525 1.300 1.113 870 Köstun 9,0 150 1.100 26 850 Hífing 0,5 150 1.000 24 670 Samtals olíueyðsla á ári: 1.352 964 Taflan sýnir að 388 tonn af olíu sparast á ári í þessu tilfelli, eða 28,7%, en samkvæmt upplýsingum sem borist hafa frá „Myrefisk 11“, frá því hann hóf veiðar með nýja skrúfubúnaðinum, mun sparnaðurinn vera ennþá meiri. Ennfremur jókst hraði skipsins miðað 590-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.