Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1983, Side 31

Ægir - 01.11.1983, Side 31
Við fulla ferð um 0,8 sjómílur og togkrafturinn um 8 tonn. Einnig dró mikið úr vélarhávaða og hristingi á skipinu þar sem hestaflanotkunin er minni. Reiknað er með að fjárfestingin við að setja hinn nýja skrúfubúnað í „Myrefisk 11“ muni skila sér á 2-3 árum, en útlagður kostnaður við þetta verk nam 1,8 milljónum n.kr. (um 6,8 millj. ísl.kr.). í hinum árlega leiðangri Norðmanna til rannsókna á fjölda og útbreiðslu fiskseiða, sem farinn var í ágúst-sept. s.l., fannst meira magn af seiðum nytja- fiska, en um langt árabil. Hvað þorskseiðin varðar þá fannst meira magn en í leiðangrinum 1975, en sá þorskárgangur hefur haldið uppi veiðum hin síðari ár. Sama er að segja um ýsuseiðin, hrygningin virðist hafa tekist betur en nokkru sinni síðan 1975. I skýrslu leiðangursins kemur fram, að meðaltals- hitastig sjávarins á aðaluppeldisstöðvum nytjafiska Norðmanna, sem eru í Barentshafinu og þar um kring, hefur hækkað frá 0,7° upp í 1°, miðað við lang- tímamælingar, sem er e.t.v. skýringin á hinu vel- heppnaða klaki á þessu ári. Saltfiskframleiðendur í Noregi eiga um þessar mundir við mikla erfiðleika að stríða, ekki síður en starfsbræður þeirra hérlendis. í lok september s.l. höfðu verið flutt út rúmlega 30.000 tonn af saltfiski, eða um 6.000 tonnum minna en á sama tímabili í fyrra. Aðalsöluerfiðleikarnir hafa verið á Brasilíu- markaðnum, en hann hefur tekið við allri þeirri löngu sem söltuð hefur verið og 2/3 af keilunni. • Breski fiskiskipaflotinn landaði á s.l. ári 783.400 tonnum, sem er 5% meiri afli en landað var 1981, og er það í fyrsta skipti í mörg ári að afli hefur aukist milli ára. Aflaverðmætið jókst um 14% frá fyrra ári og varð samtals 261 milljón £ (10.883.700.000 ísl. kr.), miðað við aflann upp úr sjó. Eru Bretar nú bjartsýnir á að sjávarútvegur þeirra sé að braggast eftir margra ára hnignunarskeið, því samfara aflaaukningunni jókst fiskneyslan, þrátt fyrir hærra markaðsverð. Meðalverð á þorski hækkaði um 19% frá fyrra ári og fékkst að jafnaði 623 £ (25.679 ísl.kr.) fyrir tonnið, en fyrir tonnið af ýsu var meðalverðið 390£ (16.263 ísl.kr.). Hin hagstæða þróun mála í breska sjávar- útveginum hefur haldið áfram a.m.k. fyrstu sex mán- uði þessa árs. Innflutningur Breta á sjávarvörum dróst saman um 4% miðað við árið á undan og var samtals 353.200 tonn að vermæti um 404 milljónir £. Metafli af rækju hefur borist á land í Noregi það sem af er þessu ári og er áætlað að í árslok verði aflinn orðinn um 70.000 tonn. Um mánaðamótin septem- ber-október var aflinn kominn í um 58.000 tonn og aflaverðmætið, miðað við aflann upp úr sjó, 472 mill- jónir n.kr. (1.800 milljónir fsl.kr.). Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst um 36.000 tonn af rækju, en þá varð ársaflinn um 41.000 tonn. Flestallir minni rækjubátar hafa nú hætt veiðum, en þeir sem hafa aðstöðu til að frysta aflann um borð eru ennþá að. Verð á rækjunni hefur verið jafnt og gott það sem af er árinu og eftirspurn það mikil að henni hefur verið skipað út nær jafnóðum og búið er að vinna hana. Örtölvutækni s.f. hefur að undanförnu framleitt hitamæla til hinna margvíslegustu nota um borð í fiskiskipum. Lengst til vinstri á myndinni er aflestrar- tæki er tengja má við fjóra hitanema. í miðjunni er sjóhitanemi, eða nemi til að mæla hitastig í vökvum, og lengst til hægri er lofthitanemi, sem nota má til að mæla hitastig í lest, kæliklefum o.s.frv. Við aflestrar- tækið má einnig tengja nema sem komið er fyrir í sambandi við vélbúnað skipsins, eða annarsstaðar er þurfa þykir. Örtölvutækni s.f. framleiðir einnig hitamælisaf- lestrartæki sem hægt er að tengja við allt upp í 64 nema. Á þessu tæki er hægt að stilla fyrir hvern nema sérstaklega, en auk þess má skilgreina hóp nema, sem þá eru bornir saman innbyrðis og reiknar þá tölva mælisins út meðalhitastig mælistaðanna í hópnum og leyfilegt frávik frá meðaltali. Á þennan hátt er hægt að innstilla álagsstýrða aðvörun, t.d. fyrir vélar. ÆGIR-591

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.