Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 44
Halldór Bernódusson:
Yandamál vegna aukningar
á hringormi í físki
43. fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum
varar við því vaxandi vandamáli sem hringormur er
orðinn í fiskstofnum hér við land.
1. Hringormur hefur aukist í öllum tegundum fisks
og ber að gera allt sem hægt er til þess að stöðva
þessa þróun.
2. Skaðvaldurinn, sem er selur, hefur aukist mikið hér
við land á undanförnum árum. Lagt er til að selur
verði drepinn undir eftirliti og stjórn sjávar-
útvegsráðuneytisins og verði til þess ráðnir lög-
giltir veiðimenn á svipaðan hátt og nú er með eyð-
ingu refa.
Greinargerð um þetta vandamál fylgir hér með.
I þessari greinargerð er fjallað um fisk, sem veiddur
er á Vestfjarðamiðum allt frá norðanverðum Breiða-
firði og austur á Strandagrunn.
Tölur þær sem hér eru nefndar, eru bygðar á sýna-
tökum sem teknar voru vegna útreiknings á staðal-
tímum og notaðar við útreikning á bónusgreiðslum
frystihúsa.
Þar sem sagt er frá fjölda orma er átt við hringorma
í kílói af roðlausum flökum.
Hringormur í þroski 1973-1983
Það var fljótlega upp úr 1960 að nokkur frystihús
fóru að greiða bónus fyrir snyrtingu og pökkun á fiski.
Þá sýndu sýni að ormur var í þorski og þurfti að gefa
sérstakan tíma fyrir að tína hann úr. Prufur sýndu
einnig að nokkur munur var á hringormamagni eftir
veiðisvæðum og sérstaka athygli vakti að smáþorskur
sem var veiddur á Breiðafirði, úti af ísafjarðardjúpi
og fyrir austan Horn hafði fleiri orma í sér en frá
öðrum veiðisvæðum.
Þannig var t.d. þorskur sem veiddur var á dýpri
miðum eða fyrir utan 130 mílur með allt að 0,5 orm og
þorskur veiddur á grunnslóð var með 1—1,5 hringorm
í kg af flökum.
Á árunum milli 1960 og 1970 er sjáanleg aukning á
hringormi í þroski og sýndu prufur að hann jókst jafnt
og þétt.
Þannig var svo komið að 1971-72 sýndu prufur að
vertíðarþorskur veiddur af línu- og trollbátum á Vest-
fjarðamiðum var kominn með um 2 hringorma og
þorskur veiddur af smærri bátum á grynnri miðum
með allt að 3-4 orma.
Prufur frá 1974 og 1975 sýna að á þessum árum er
ekki umtalsverð aukning á hringormi í þorski, en þó
sýna prufur að munur er farinn að verða meiri eftir
hinum ýmsu veiðisvæðum.
Þannig var á þessum árum hægt að fá þorsk til
vinnslu með 1-2 ormum, en einstöku daga sýndu
prufur að það kom þorskur til vinnslu með um og
yfir 6 orma í kílói í flaki.
Þegar skoðaðar eru ormaprufur frá þessu ári kemur
í ljós að það hefur verið allveruleg aukning á hring-
ormi í þorski.
Á tímabilinu janúar-maí 1983 var hringormur í
togarafiski frá 3,13-3,96 ormar og yfir sumarmánuð-
ina júní-september var hann á bilinu 2,48-2,81
ormar og prufur úr þroski veiddum á flottroll á Hala-
miðum um miðjan október reyndust vera með 3,2
orma.
Þetta þýðir að frá jan.-okt. 1983 eru ormar að
meðaltali 2,98 í togaraþorski veiddum á Vestfjarða-
miðum allt austur á Strandagrunn.
Þegar athugaðar eru prufur af línu og handfærafiski
er málið enn alvarlegra, því í janúar til marz s.l. sýna
prufur 5,55-7,68 orma að meðaltali, en einstaka
prufur eru með allt 12,10 orma og á tímabilinu júní til
október 5,61-8,43 orma, en einstaka prufur sýndu
allt að 17,60 hringorma.
Meðaltal janúar til október 1983 er um 6,70 ormar
í kílói af þorski veiddum á línu og handfæri.
Ef athugað er beturoktóber 1983, þar sem ormar i
línuþorski eru 7, kemur í ljós að vinnan við að tína
604-ÆGIR