Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 47

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 47
Sjómannsævi Endurminningar Karvels Ogmundssonar 2. bindi Útgef.: Örn og Örlygur 1982. í 1. bindi endurminninga sinna, sem út komu árið 1981, lýsti Karvel Ögmundsson uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi, sagði frá ævikjörum fólks í heimabyggð sinni um aldamótin síðustu, og lýstu at- vinnuháttum og ýmsu fleiru. I þessu bindi tekur hann upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrsta bindi. Hann greinir fyrst lítils- háttar frá skemmtunum og öðru sem heyrði til lífi fólks í æsku hans undir Jökli, en færir sig brátt út á hafið, sem varð starfsvettvangur hans. Hann grein- ir fyrst frá sjósókn á Snæfellsnesi og síðan frá veru á þilskipum frá Vestfjörðum, segir frá síldveiðum fyrir norðan land á sumrum, frá veru sinni á útilegubátum frá ísafirði, frá vertíðarróðrum á Suðurnesjum, frá veru sinni í sjómannaskóla á ísafirði og mörgu fleiru. Karvel Ögmundsson hefur lifað merkilegt tíma- bil í sögu íslensks sjávarútvegs og verið beinn þátt- takandi í öllum þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á starfsvettvangi hans. Hann byrjaði sína sjó- mannsævi á smábátum, náði síðan í skottið á þil- skipaútgerðinni vestfirsku um það bil sem hún var að syngja sitt síðasta, stundaði síldveiðar fyrir Norðurlandi á árunum milli stríða og reri á hinum frægu útilegubátum ísfirðinga. Eini umtalsverði þáttur íslenskrar útgerðarsögu á þessum árum, sem hann virðist ekki hafa tekið þátt í, er togarasjó- mennska. Eins og vænta má kann maður, sem lifað hefur slíkt stórbreytingaskeið, frá mörgu og merkilegu að segja. Og þar bregst höfundur ekki lesendum. Frásögn hans er öll einkar lipur og skýr. Hann kann vel að greina á milli aðalatriða og aukaatriða og hefur næmt auga fyrir þeim fróðleik, sem máli skiptir fyrir síðari tíma. Þessir þættir skipa jafnan öndvegi í frásögninni, sem síðan er krydduð með skemmtilegum lýsingum á eftirminnilegum atvik- um og mönnum. Þær rýra þó aldrei heimildagildi meginefnisins, verða aðeins til fyllingar og skemmtunar. Þetta er ævisaga, sem hefur mikið gildi. Hún bregður skýru ljósi á starfskjör íslenskra sjómanna á fyrri hluta aldarinnar, lýsir glögglega ólíkum at- vinnuháttum og mismunandi aðferðum við fisk- veiðar og sjósókn og gefur lesandanum jafnframt ágæta mynd af höfundi sínum. Þriðja bindi þessara æviminninga mun væntan- legt. Þá fáum við að lesa lýsingu Karvels Ögmunds- sonar á nýju breytingaskeiði í íslenskum sjávarút- vegi. Jón Þ. Þór. KAUPIÐ TÍMARITIÐ ÆGI Fiskifélag fslands Höfn - Ingólfsstræti Reykjavík ÆGIR-607
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.