Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1983, Side 67

Ægir - 01.11.1983, Side 67
undir þeirra eigin vörumerki. Pað er stefna Icelandic Freezing Plants Ltd. að selja undir eigin vörumerki og koma upp ákveðnu dreifingarkerfi í framhaldi af því. Með þessu stefnir Icelandic Freezing Plants Ltd. í samkeppni við sína helstu viðskiptamenn í dag, stóru fiskdreifingarfyrirtækin, sem reka bæði heildsölu og fiskiðnaðarverksmiðju. Út úr þessu gæti orðið harð- vítug samkeppni, sem erfitt er að sjá fyrir inn á hvaða brautum hún mundi lenda. En frá markaðslegu sjónarmiði hlýtur slíkt átak sem Icelandic Freezing Plants Ltd. er að fara út í að vera mjög spennandi, því vaxtarbroddur í fiskmarkaðnum í Bretlandi er einmitt á þessu sviði, tilreiddir fiskréttir á neytendavörumarkað. 5.5. Yiðhorf neytenda Þrátt fyrir mikla verðhækkun á fiski á síðustu tíu árum finnst meirihluta breskra húsmæðra góð kaup í fiski og segja jafnframt, að það séu betri kaup í fiski en í kjöti, samkvæmt könnun National Food Survey. Um 10% húsmæðra telja ekki góð kaup í fiski. Hvað næringargildi snertir þá kom í ljós, að húsmæðurnar töldu lang bestu kaupin í fiski eða um 94% af þeim húsmæðrum sem spurðar voru. Það er ljóst af þessu, að breskar húsmæður eru mjög tryggar sem kaupendur á fiski. Þrátt fyrir það, að um 26% húsmæðra segðust kaupa minna af fiski en fyrir tveim árum. Á móti töldu um 11% húsmæðra að þær hefðu aukið sín innkaup á fiski. Það voru yfirleitt húsmæður á aldrinum 29 til 34 ára, sem voru í þessum Mynd 1. Dreifileiðir á frystum fiski frá íslandi. hópi. Það skortir ekki velvild breskra húsmæðra gagnvart fiski, heldur hefur mikil verðhækkun á fiski umfram verðlag neytt húsmæður til að kaupa aðrar matvörur. Viðhorf húsmæðranna til einstakra fisk- tegunda voru þau, að mesta velvildin er gagnvart þorski, ýsu og kola. Af því, sem að framan er sagt má draga tvær meginályktanir, í fyrsta lagi telur megin- þorri húsmæðra að góð kaup séu í fiski, sérstaklega þegar tekið er tillit til næringargildis hans. í öðru lagi er tryggð yngri húsmæðra mikil gagnvart fiski. Það er sá hópur, sem neyslan byggist á í framtíðinni. 5.6. Niðurlag Grundvallarbreytingar hafa átt sér stað á framboði á fiski á breska markaðnum. Framboðið hefur minnk- að og einnig breyst innbyrðis. Þetta hefur orsakað það, að verð hækkaði mjög á fiski og meira en aðrar sambærilegar vörur. Þetta hefur síðan valdið því, að fiskneysla hefur dregist mjög mikið saman. Þrátt fyrir þetta eru Bretar ein mesta fiskneysluþjóð í V-Evr- ópu. Neyslan hefur ekki minnkað í öllum þáttum fisk- neyslunnar. Neysla á frystum fiski hefur aukist veru- lega á kostnað fersks fisks og niðursoðins. Þetta verður að teljast mjög áhugavert fyrir íslendinga, sem eru aðrir mestu freðfiskinnflytjendur á breska mark- aðnum. Starfsemi íslensku útflutningsaðilanna er fólgin í því, að afgreiða pantanir til heildsala og einnig í sumum tilvikum að selja af lager. Starfsemin beinist að því, að selja þeim fiskinn á hæsta fáanlega verði. Að því slepptu sjá aðrir um að koma fiskinum á markað eða fullvinna hann í neytendapakkningar. Það má því segja, að íslensku útflutningsfyrirtækin starfi við dyr hins breska markaðar. Þó er að verða breyting hér á með nýrri sókn sölufyrirtækis S.H. í Bretlandi, hvað varðar að fara að fullvinna sína eigin blokkarframleiðslu undir eigin vörumerki. Staða breska pundsins gagnvart dollar hefur gert það að verkum, að erfitt hefur verið að fá viðunandi verð fyrir frystan fisk í Bretlandi. Einnig þegar tillit er tekið til þess, að miðað við framreiknað verð á verð- lagi ársins 1982, hefur verð á þorskflökum á breska markaðnum farið hlutfallslega lækkandi frá árinu 1979, þó hefur frá síðasta ári verið hreyfing á verði upp á við umfram almennar verðlagshækkanir í Bret- landi. Þetta hefur gert það að verkum að mun fýsi- legra hefur verð fyrir frystihúsin hér að framleiða á Bandaríkj amarkað. ÆGIR-627

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.