Ægir - 01.02.1991, Page 20
72
ÆGIR
2/91
veginum fóru saman og síðar
stjórn fiskveiðanna þar sem tekist
var á um mál. í seinna málinu
hefði hlutverk framkvæmdavalds-
ins átt að koma betur í Ijós við
lausn ágreiningsmála, þar sem
nauðsyn framkvæmdavalds til að
höggva á hnúta er augljós þegar
ekki næst samkomulag meðal
greina sjávarútvegsins um mál.
Það fór þó svo að samkomulag
náðist á Fiskiþingum í öllum
helstu málum varðandi stjórn fisk-
veiða og kom því lítt til kasta ráðu-
neytisins. Sérstaklega er áberandi
á fyrstu árum kvótakerfisins hve
litlu hlutverki sjávarútvegsráðu-
neytið gegndi. T.a.m. voru á Fiski-
þingi 1981 teknar upp hugmyndir
um kvótakerfi að frumkvæði Aust-
firðinga og skipuð milliþinganefnd
til að kanna hvort skipting afla á
skip hentaði til að stjórna veiðum
við Island. Meirihluti nefndarinn-
ar, fulltrúar útgerðar og vinnslu,
hafnaði kvótakerfi alfarið, en full-
trúar sjómanna vildu athuga málið
betur. Þessi hugmynd var svo
þróuð áfram og fulltrúar á Fiski-
þingi haustið 1983 komust að
samkomulagi um þá útfærslu
kvótakerfisins sem gilt hefur síðan
í grundvallaratriðum og Alþingi
samþykkti síðan lítt breytta um
áramótin 1983/1984.
Hér er ekki verið að segja að
sjávarútvegsráðuneytið sé óþarfur
milliliður milli sjávarútvegsins og
löggjafarvaldsins. Þörf fyrir fram-
kvæmdavald með beint framselt
vald frá löggjafanum er og verður
til staðar í flestum greinum þjóð-
lífsins. En þá kemur að spurning-
unni um hve víðtækt valdsvið
framkvæmdavaldsins eigi að vera
og hve langt framkvæmdavaldið á
að ganga í þá átt að útlista og
framfylgja lögum sem löggjafinn
setur. Aftur er svarið einfalt.
Framkvæmdavaldið á að ganga
nákvæmlega jafnlangt í fyrirmæla-
og eftirlitshlutverki sínu og hag-
kvæmast er. Það á alls ekki að
ganga svo langt að færa hendurnar
ofan á sviðið.
Niöurlag
Ef of langt er gengið með fyrir-
mælum í reglugerðaformi til sjáv-
arútvegsins, þar til hver aðgerð er
skipulögð af ráðuneytinu mun það
hafa lamandi áhrif á hann og gæti
komið í veg fyrir eðlilega þróun og
útþenslu atvinnugreinarinnar.
íslendingar eru eins langt frá því
að ná hámarksverðmætum úr
sjávarútveginum eins og þeir voru
fjarri því um síðustu aldamót að
draga núverandi árlegt aflamagn
úr sjó. Þessvegna má ekki hamla
för og það væri stórslys ef ofstjórn
ofan frá yrði til að tefja okkur á
langri leið. Bein stýring á öllum
þáttum sjávarútvegsins þvert ofan
í sögulega þróun hans væri spor
aftur á bak.
í lokin er rétt að ítreka það sem
fyrr var sagt að eftirlitsþáttur hins
opinbera með því að reglum sé
framfylgt er skýrasta dæmið um
handleiðslu ríkisvaldsins. T.a.m.
lögreglubílI á ferð um þjóðveginn
til að gæta þess að hraðatakmörk
séu virt er eðlilegur þáttur í starf-
semi framkvæmdavaldsins. Ef
hinsvegar er kominn lögreglu-
þjónn inn á hvert heimili í land-
inu, þá er eftirlit hins opinbera
augljóslega komið út í öfgar. Og
enn skal endurtekið að gæði upp-
lýsinga sem safnað er fara ekki
eftir fjölda aðila sem upplýsing-
unum safna og þaðan af síður
tækjum sem þeir hafa yfir að ráða,
heldur eftir vilja þeirra sem upp-
lýsingarnar hafa til að láta þær af
hendi. Upplýsingasöfnun í ís-
lenskum sjávarútvegi og upplýs-
ingastreymi er til fyrirmyndar og
sjálfsagt að halda áfram að bæta
það, en valdstjórn er ekki leiðin.
Ef þröngvað er á upplýsingaskyldu
með valdi, án samráðs, leiðir það
til óvandaðri upplýsinga. Þekkt
eru dæmi frá Evrópubandalaginu
um hve erfitt er að treysta aflatöl-
um. Nú á haustdögum kom fram í
erlendu tímariti um sjávarút-
vegsmál að heppilegast sé að beita
gervitunglum til eftirlits með fisk-
veiðum í landhelgi Evrópubanda-
lagsins. Hér er um að ræða skýrt
dæmi um ofurtrú á tækni til eftir-
lits. Hvernig halda menn að til
tækist að halda uppi eftirliti úr
gervihnetti með beitingu ólöglegra
veiðarfæra, gera greinarmun á
hvort fiskimennirnir séu að veiða