Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1991, Qupperneq 52

Ægir - 01.02.1991, Qupperneq 52
104 ÆGIR 2/91 NÝ FISKISKIP Þinganes SF 25 Nýtt tveggja þilfara alhliða fiskiskip bættist við flota Hornfirðinga 7. febrúar s.l., en þann dag kom Þinga- nes SF 25 til helmahafnar sinnar, Hornafjarðar. Skipið sem er hannað af Ráðgarði hf. er smíðað hjá skipasmíðastöðinni CARNAVE-Estaleiros Navais S.A., Aveiro í Portúgal, smíðanúmer 134, og er annað í röð fjögurra skipa sem smíðuð eru þar fyrir Islandinga en s. I. sumar kom fyrsta skipið, Haukafell SF (sjá 9. tbl. Ægis 1990). Áður hafa tvö fiskiskip verið smíðuð fyrir Islendinga í Portúgal, en það eru skuttogararnir Jón Baldvinsson RE 208 og Már SH 127, afhentir árið 1980. Hið nýja Þinganes kemur í stað Þinganess SF 25 (sk. skr. nr. 566), 74ra rúmlesta eikarbáts sem smíð- aður var í V-Þýskalandi árið 1960, og hefur verið úreltur. Skipið er búið til tog-, nóta- og netaveiða. Helstu breytingar á skipinu frá Haukafelli eru breytt lögun framstefnis, aðalvél frá öðrum framleiðanda og átaksmeiri togvindur. Þinganes SF er í eigu samnefnds hlutafélags á Höfn, Hornafirði. Skipstjóri á skipinu er Gunnar Ásgeirsson og yfirvélstjóri er Reynir Arnarson. Fram- kvæmdastjóri útgerðar er Gunnar Ásgeirsson. Mesta lengd 25.96 m Lengd milli lóðlína (HVL) 23.40 m Lengd milli lóðlína (perukverk) 22.35 m Breidd (mótuð) 7.90 m Dýpt að efra þilfari 6.20 m Dýpt að neðra þilfari 3.80 m Eiginþyngd 405 t Særými (djúprista 3.80m) 514 t Burðargeta (djúprista 3.80m) 109 t Lestarrými ............................. 125 m3 Brennsluolíugeymar 50.4 m3 Ferskvatnsgeymar 15.0 nr Sjókjölfestugeymir 8.2 m3 Brúttótonnatala 262 BT Rúmlestatala ........................... 162 Brl Ganghraði (reynslusigling) 10.7 hn Skipaskrárnúmer ....................... 2040 Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki »1« 1A1, Stern Trawler, lce C,4* MV. Skipið er með tvö þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut, skutrennu upp á efra þilfar og brú á reisn framan við miðju á efra þilfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með sex þver- skipsþilum (fjögur vatnsþétt) í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hliðarskrúfu- rými og keðjukassar; íbúðarými með ferskvatnsgeymi í botni; fiskilest með brennsluolíugeymum í botni; vélarúm með hljóðeinangruðum vélgæsluklefa fremst b.b.-megin og brennsluolíugeymum í síðum; dag- og smurolíugeymar og aftast eru brennsluolíugeymar. Fremst á neðra þilfari er geymsla, þar fyrir aftan eru íbúðir og síðan vinnuþilfar. Aftan við vinnuþilfar eru fiskmóttaka fyrir miðju, verkstæði b.b.-megin og stigagangur s.b.-megin, en aftast er rými fyrir tog- vindur úti í síðum og stýrisvélarrými fyrir miðju. Brú skipsins er framan við miðju, og hvílir á um 1.5 m hárri reisn. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu, hún greinist í tvær rennur, sem liggja í gegnum brúarreisn og ná fram undir stefni og er unnt að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða. Nótakassi er s.b.-megin við vörpurennu. Snurpigálgi er s.b.-megin framan við brú, og yfir afturbrún skut- rennu er toggálgi, en pokamastur yfir frambrún skut- Þinganes SF er fjölveiðiskip og er m.a. búið kraftblökk til síldveiða. Ljósmyndir með grein: Tæknideild /JS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.