Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 7
Lögmaðurinn A. hafði á hendi bifreiðasölu. B. fól hon- um að selja bifreið. Tókst A að koma á sölu og var kaup- andinn C. Samningar urðu um, að C greiddi allt kaup- verð bifreiðarinnar með veðskuldabréfi, sem tryggt var með veðrétti í hinni seldu bifreið og ritaði D á veðskulda- bréf þetta, sem sjálfskuldarábyrgðarmaður. Veðskuldabréf þetta var aldrei þinglesið. Komst C fljótt í vanskil með greiðslu afborgana af skuldabréfinu og innheimta þess með málssókn reyndist að verulegu leyti árangurslaus. I ljós kom, að C var ófjárráða, en D eignalaus. B krafði nú A um skaðabætur vegna þess tjóns, sem hann hefði beðið af þessum skiptum. Hæstiréttur taldi A það til vangæzlu að gæta þess ekki, að C var ófjárráða og að hafa ekkert grennslast eftir greiðslugetu D. Var talið, að óvíst hefði verið, að B hefði samþykkt söluna, ef A hefði gætt skyldu sinnar um að kynna sér þessi atriði og gert B þau Ijós. Þá var A talið það til saka, að í skuldabréfi því sem gefið var út í sambandi við skipti þessi var vísað til lagaákvæða, sem ekki eiga við um veðsetningu lausafjár. Ennfremur var A gefið að sök að hafa ekki séð til þess að veðskulda- bréfið væri þinglesið. Loks var A talinn bera ábyrgð á lélegri hirðu og geymsiu bifreiðarinnar eftir að hún var komin í hans vörzlur sökum vanskila C. Var A talinn fé- bótaskyldur af þessu efni. Hinsvegar var talið, að B ætti ekki rétt á fullum bótum úr hendi A, þar sem hann hefði verið m.jög andaralaus um hagsmuni sína við samninga- gerðina, þótt hann væri þar viðstaddur og því mátt. vera ljóst, að ekkert var vitað um greiðslugetu þeirra C og D. Þá hlaut honum að vera ljós sú áhætta, sem hann tók á sig með því að afhenda bifreiðina án nokkurrar stað- greiðslu. Ennfremur gerði hann enga tilraun til að hirða um bifreiðina eftir að hann vissi að henni hafði verið skilað til A. Hrd. XXV. Bls. 460. 1 dómi þessum virðast koma skýrt fram þær kröfur, sem gera verður til lögmanna, er þeir annast miðlarastörf fyrir umbjóðendur sína, og hins sama verður einnig að 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.