Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 3
miAim- <s IÁH.I IS I IH\(. V 4. HEFTI 28. ÁRGANGUR DESEMBER 1978 ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁRINNAR Á síðasta starfsdegi sinum vorið 1978 samþykkti Alþingi þingsályktun þess efnis, að eftir kosningar skyldi skipuð 9 manna stjórnarskrárnefnd eftir til- nefningu stjórnmálaflokkanna. Nefndin á að skila álitsgerð og tillögum innan 2 ára og „taka sérstaklega til meðferðar kjördæmaskipun, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög". Af þess- ari upptalningu er Ijóst, að nefndinni er ætlað víðtækara verkefni en að endur- skoða stjórnarskrána. Þetta, takmarkaður starfstfmi og verkefnin, sem áhersla er lögð á, gefa tilefni til að benda á hættuna, sem fylgir því, að nefndin sinni ekki öðru en stjórnarskrár- og lagaákvæðum um Alþingiskosningar og Alþing- isstörf. Nú eru brátt 35 ár frá lýðveldisstofnuninni. Þá og síðan hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána, sem að stofni til er meira en aldar gömul. Áhugi hefur ekki verið nægur til að því verki yrði lokið. Hins vegar hafa verið gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétt- araldri, og nú á að leggja áherslu á verkefni á sama sviði. Til þess liggja skilj- anlegar pólitískar ástæður, og enginn neitar því, að verkefnin, sem sérstak- lega eru talin í þingsályktuninni frá 6. mai s.l., eru mikilvæg. Hins vegar er líklegt, að það dragist í önnur 35 ár eða lengur að skoða stjórnarskrána í heild og breyta henni í grundvallaratriðum, ef það verður ekki gert einmitt nú. Stjórnarskráin fjallar ekki lengur um þau öfl, sem raunverulega móta stefnuna í þjóðfélaginu, fyrst og fremst vegna þess að í henni eru ekki reglur um vald- svið og starfshætti stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Ákvæði hennar um hið eiginlega ríkiskerfi eru einnig úrelt um margt annað en það, sem varð- ar Alþingi. Til dæmis eru þar engar efnisreglur um valdskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, ákvæðin um dómstóla eru gagnslítil og þingræðisreglan kemur ekki skýrt fram í stjórnarskránni. Það er létt verk fyrir þá, sem ófúsir eru til stórræða, að gagnrýna hugmynd- ina um nauðsyn á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á þeim grundvelli, að hún sé óframkvæmanleg og að stjórnarskrárákvæði séu ekki líkleg til að hafa raunhæfa þýðingu til að hemja hin stríðandi öfl samfélagsins. Það er 173

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.