Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 36
Beiting verkfallsréttar og afleiðing hennar Þótt hér þrjóti möguleikann til að ræða þetta efni sem lögfræðilegt viðfangsefni, má freista þess að beita almennri rökhyggju lögfræð- innar til að nálgast eðli þessa fyrirbæris í samhengi þess stjórnmála- lega veruleika, sem hér hefur verið lýst. Verður þá fyrst fyrir að velta fyrir sér, til hvers verkfallastefna liðinna ára hefur leitt, og reyna að skyggnast inn í, hver sé líkleg afleiðing áframhaldandi stefnu í sömu átt. Sé fyrst litið til fyrirtækj anna, sem verkföllin beinast gegn, leiðir af sjálfu sér, að bæði verkföll og samningar að þeim loknum, sem leiða til útgjalda umfram ,,greiðslugetu“, verða til þess að fyrirtækin verða rekstrarlega og fjárhagsléga veikari. Framleiðslutap og þar með tekju- tap fyrirtækis meðan á verkfalli stendur verður sjaldnast bætt að því loknu. Þetta rýrir sjálfstæði fyrirtækjanna, gerir þau háðari bönkum og öðrum lánastofnunum og ríkisvaldinu en þau ella væru og dregur úr svigrúmi þeirra til vaxtar og viðgangs. Þau geta síður staðið af sér tímabundin vandræði eða uppákomur og verða þannig ótraustari vinnuveitendur en ella. Sé í öðru lagi litið á hagsmuni launþeganna, er verkfall þeim ekki síður þungbært. Þess eru mörg dæmi frá liðnum árum, að kauphækk- un að loknu verkfalli hefur ungann úr samningstímanum sem eftir fór runnið til að bæta upp tekjumissinn meðan á verkfallinu stóð. Þannig hefur t.d. 20% kauphækkun í lok verkfalls í raun orðið t.d. 10% tekju- hækkun fyrir allan tímann frá upphafi vei'kfalls til loka samnings- tímans. Þess mun raunar dæmi, að samningstími hafi ekki dugað til að kauphækkunin bætti upp þetta tekjutap. Sé í þriðja lagi litið á heildarmyndina fyrir þjóðfélagið felur verk- fall að jafnaði í sér glataða verðmætasköpun, sem því verður aldrei bætt. Sé loks í fjórða lagi litið á hlut almennra borgara þjóðfélagsins í verkföllum, er það býsna almenn regla, að óþægindin, sem af verk- föllum leiðir, séu alla jafna mest fyrir blásaklaust fólk, sem er aldeilis áhrifalaust í deilunni og henni óviðkomandi. 1 ljósi þessara staðreynda og fleiri, sem raktar verða nánar hér á eftir, verður að kallast skelfilegt, að vinnuseljendur og vinnukaupend- ur skuli ekki geta notað neinar aðferðir við úrlausn kjaradeilna aðrar en þær, sem örugglega eru öllum aðilum, sem þær varða, til verulég'rar bölvunai'. En hver verður til lengdar árangur óbreyttrar stefnu í þessu efni? Sú hefur æðioft orðið reynslan í verkföllum, að launamunur innan 206

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.