Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 41
F r;í Lögmaimafélagi íslands ÁLYKTUN Stjórn L.M.F.Í. skorar á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um meðferð opinberra mála á þann veg, að bætt verði réttarstaða grunaðra manna og sakaðra við rannsókn og meðferð sakamála. í því efni telur stjórnin einkum brýnt, að komið verði á réttarbótum í neðan- greinda átt: 1. Við rannsókn afbrots, sem við getur legið frelsissvipting verði sakborningi strax við upphaf rannsóknar veittur réttur til að fá skipaðan verjanda og að rannsóknaraðilum verði gert skylt að kynna sakborningi þennan rétt hans, þannig að tryggt sé, að þessi réttur verði virkur. 2. Handteknum manni verði veittur réttur til að fá sér skipaðan verjanda og til að tilkynna eða láta tilkynna honum og nánustu aðstandendum um hand- tökuna strax eftir að handtaka hefur farið fram, og lögreglumönnum verði gert skylt að kynna handteknum manni þennan rétt hans. 3. Þegar krafa er gerð um gæsluvarðhald verði sakborningi þá þegar skipaður verjandi, hafi það ekki áður verið gert, er hafi rétt til að koma sjónarmiðum sakbornings á framfæri við viðkomandi dómara áður en gæsluvarðhaldsúr- skurður er kveðinn upp. 4. Dregið verði verulega úr heimild dómstóla frá því sem nú er til að hneppa menn í gæsluvarðhald og að gæsluvarðhaldi megi að jafnaði ekki beita nema brot geti varðað allt að 6 ára fangelsi. 5. Sakborningi og verjanda verði tryggður réttur til að gæta hagsmuna sak- bornings strax á rannsóknarstigi máls sem hér segir: a) Sett verði lagaákvæði um rétt verjanda til að kynna sér sakargögn jafn- óðum og þau koma fram á rannsóknarstigi málsins. b) Sett verði lagaákvæði um rétt sakbornings og verjanda til að koma að sakargögnum og leiða vitni þegar á rannsóknarstigi málsins. c) Sett verði lagaákvæði um rétt verjanda til að mega vera viðstaddir próf- anir og yfirheyrslur yfir sakborningi og vitnum sem yfirheyrð eru á rann- sóknarstigi málsins og til að koma þar að spurningum svo og ábend- ingum um málsmeðferð og gagnaöflun. d) Sett verði lagaákvæði um rétt manns, sem hefur verið handtekinn eða settur í gæsluvarðhald til að ræða einslega við verjanda sinn eftir þörf- um, nema sérstakar ástæður liggi fyrir um það, að slíkar viðræður muni torvelda rannsókn málsins, enda kveði dómari þá upp rökstuddan synj- unarúrskurð hverju sinni, er sæti kæru til Hæstaréttar. 211

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.